Það getur oft verið ansi pínlegt fyrir nýliða í knattspyrnuliðum að ganga í gegnum þá algengu vígsluathöfn að syngja einsöng fyrir nýju liðsfélagana. Fyrir Guðmund Þórarinsson er það hins vegar lítið mál.
Guðmundur er ekki bara atvinnumaður í fótbolta heldur söngvari og lagasmiður, en það vissu nýju samherjarnir hans kannski ekki. Á samfélagsmiðlum New York City liðsins hefur nú verið birt myndskeið af því þegar hann tók lagið. Guðmundur valdi sér lagið So Sick úr smiðju Ne-Yo og eins og heyra má fórst honum það vel úr hendi og virtust liðsfélagar hans bæði undrandi og hrifnir.
If there's ever been a better initiation song, we haven't heard it.
— New York City FC (@NYCFC) March 6, 2020
Show some love for Gudmundur Thórarinsson aka Gudi aka Gummi Tóta #NYCFCpic.twitter.com/pT3BuB1x5d
Guðmundur getur ekki leikið með liði sínu gegn Toronto í kvöld vegna meiðsla en félagar hans töpuðu 1-0 fyrir Columbus Crew í fyrstu umferð MLS-deildarinnar fyrir viku. Guðmundur kom til New York City frá Norrköping í Svíþjóð í vetur.