Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2020 16:19 Leikmenn Breiðabliks eru á leið til Noregs í næstu viku en mega svo æfa saman eftir heimkomu. Þeir geta hins vegar ekki spilað gegn öðru liði fyrr en að lokinni 4-6 daga vinnusóttkví. VÍSIR/VILHELM Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. Þetta staðfesti Víðir Reynisson yfirlögreglustjóri við RÚV í dag. Víðir kvaðst í samtali við Vísi í gær vongóður um að þetta gengi eftir og málið mun hafa verið klárað á fundi í morgun. Strangar kröfur UEFA um smitpróf, smitvarnir og nær algjöra einangrun liða á meðan þau leika í Evrópukeppnum vega þungt. Ekki er ljóst hvort þetta þýði að karlalið KR geti farið að æfa saman, eftir að hafa komið frá Skotlandi í fyrrinótt og farið í sóttkví, en sækja þarf sérstaklega um það fyrir fram að fá að vera í vinnusóttkví. Breiðablik hefur þegar lagt fram umsókn vegna ferðar sinnar til Noregs í næstu viku, og ætla má að Víkingur R. hafi eða muni gera það einnig vegna ferðar til Slóveníu. Það að liðin megi æfa saman á meðan að þau eru í vinnusóttkví breytir því ekki að þau mega ekki spila gegn öðrum liðum þá 4-6 daga sem þau eru í sóttkví. FH leikur á móti liði frá Slóvakíu, Dunajská Streda, í Hafnarfirði í næstu viku og miðað við orð Víðis getur liðið lent á Íslandi degi fyrir leikdag. Þessi niðurstaða gæti sömuleiðis gert Valskonum kleyft að vera gestgjafar í undankeppni Meistaradeildar Evrópu sem áætlað er að verði í október, en Valur hefur sóst eftir því. Landslið mega spila degi eftir komu til landsins Að sama skapi eru landslið, eins og íslenska og enska karlalandsliðið sem mætast á Laugardalsvelli 5. september, velkomin til landsins skömmu fyrir leik og mega spila án þess að hafa klárað fimm daga sóttkví og tvöfalda skimun. „Það er annað fyrirkomulag á því. Þau eru að koma inn í þessa svokölluðu búbblu sem sett er upp í sambandi við þessa UEFA-leiki. Þannig að liðin byrja í henni erlendis, fara í sýnatöku erlendis áður en þeir koma hingað og eru í hálfgerðri sóttkví áður en þeir koma til landsins. Þá fara þeir í sýnatöku hjá okkur á landamærunum og mega æfa og spila leikinn innan þess fimm daga ramma ef að þörf krefur á,“ segir Víðir við RÚV. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Almannavarnir KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) EM 2020 í fótbolta EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Vongóður um að fótboltalið fari í vinnusóttkví og geti spilað Unnið er að því hörðum höndum að fá botn í það hvort að landsleikir og Evrópuleikir í fótbolta geti farið fram hér á landi þrátt fyrir reglur um sóttkví. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er bjartsýnn á að það gangi upp og segir málið skýrast á næstu dögum. 19. ágúst 2020 13:05 Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Sjá meira
Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. Þetta staðfesti Víðir Reynisson yfirlögreglustjóri við RÚV í dag. Víðir kvaðst í samtali við Vísi í gær vongóður um að þetta gengi eftir og málið mun hafa verið klárað á fundi í morgun. Strangar kröfur UEFA um smitpróf, smitvarnir og nær algjöra einangrun liða á meðan þau leika í Evrópukeppnum vega þungt. Ekki er ljóst hvort þetta þýði að karlalið KR geti farið að æfa saman, eftir að hafa komið frá Skotlandi í fyrrinótt og farið í sóttkví, en sækja þarf sérstaklega um það fyrir fram að fá að vera í vinnusóttkví. Breiðablik hefur þegar lagt fram umsókn vegna ferðar sinnar til Noregs í næstu viku, og ætla má að Víkingur R. hafi eða muni gera það einnig vegna ferðar til Slóveníu. Það að liðin megi æfa saman á meðan að þau eru í vinnusóttkví breytir því ekki að þau mega ekki spila gegn öðrum liðum þá 4-6 daga sem þau eru í sóttkví. FH leikur á móti liði frá Slóvakíu, Dunajská Streda, í Hafnarfirði í næstu viku og miðað við orð Víðis getur liðið lent á Íslandi degi fyrir leikdag. Þessi niðurstaða gæti sömuleiðis gert Valskonum kleyft að vera gestgjafar í undankeppni Meistaradeildar Evrópu sem áætlað er að verði í október, en Valur hefur sóst eftir því. Landslið mega spila degi eftir komu til landsins Að sama skapi eru landslið, eins og íslenska og enska karlalandsliðið sem mætast á Laugardalsvelli 5. september, velkomin til landsins skömmu fyrir leik og mega spila án þess að hafa klárað fimm daga sóttkví og tvöfalda skimun. „Það er annað fyrirkomulag á því. Þau eru að koma inn í þessa svokölluðu búbblu sem sett er upp í sambandi við þessa UEFA-leiki. Þannig að liðin byrja í henni erlendis, fara í sýnatöku erlendis áður en þeir koma hingað og eru í hálfgerðri sóttkví áður en þeir koma til landsins. Þá fara þeir í sýnatöku hjá okkur á landamærunum og mega æfa og spila leikinn innan þess fimm daga ramma ef að þörf krefur á,“ segir Víðir við RÚV.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Almannavarnir KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) EM 2020 í fótbolta EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Vongóður um að fótboltalið fari í vinnusóttkví og geti spilað Unnið er að því hörðum höndum að fá botn í það hvort að landsleikir og Evrópuleikir í fótbolta geti farið fram hér á landi þrátt fyrir reglur um sóttkví. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er bjartsýnn á að það gangi upp og segir málið skýrast á næstu dögum. 19. ágúst 2020 13:05 Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Sjá meira
Vongóður um að fótboltalið fari í vinnusóttkví og geti spilað Unnið er að því hörðum höndum að fá botn í það hvort að landsleikir og Evrópuleikir í fótbolta geti farið fram hér á landi þrátt fyrir reglur um sóttkví. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er bjartsýnn á að það gangi upp og segir málið skýrast á næstu dögum. 19. ágúst 2020 13:05