Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2020 16:19 Leikmenn Breiðabliks eru á leið til Noregs í næstu viku en mega svo æfa saman eftir heimkomu. Þeir geta hins vegar ekki spilað gegn öðru liði fyrr en að lokinni 4-6 daga vinnusóttkví. VÍSIR/VILHELM Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. Þetta staðfesti Víðir Reynisson yfirlögreglustjóri við RÚV í dag. Víðir kvaðst í samtali við Vísi í gær vongóður um að þetta gengi eftir og málið mun hafa verið klárað á fundi í morgun. Strangar kröfur UEFA um smitpróf, smitvarnir og nær algjöra einangrun liða á meðan þau leika í Evrópukeppnum vega þungt. Ekki er ljóst hvort þetta þýði að karlalið KR geti farið að æfa saman, eftir að hafa komið frá Skotlandi í fyrrinótt og farið í sóttkví, en sækja þarf sérstaklega um það fyrir fram að fá að vera í vinnusóttkví. Breiðablik hefur þegar lagt fram umsókn vegna ferðar sinnar til Noregs í næstu viku, og ætla má að Víkingur R. hafi eða muni gera það einnig vegna ferðar til Slóveníu. Það að liðin megi æfa saman á meðan að þau eru í vinnusóttkví breytir því ekki að þau mega ekki spila gegn öðrum liðum þá 4-6 daga sem þau eru í sóttkví. FH leikur á móti liði frá Slóvakíu, Dunajská Streda, í Hafnarfirði í næstu viku og miðað við orð Víðis getur liðið lent á Íslandi degi fyrir leikdag. Þessi niðurstaða gæti sömuleiðis gert Valskonum kleyft að vera gestgjafar í undankeppni Meistaradeildar Evrópu sem áætlað er að verði í október, en Valur hefur sóst eftir því. Landslið mega spila degi eftir komu til landsins Að sama skapi eru landslið, eins og íslenska og enska karlalandsliðið sem mætast á Laugardalsvelli 5. september, velkomin til landsins skömmu fyrir leik og mega spila án þess að hafa klárað fimm daga sóttkví og tvöfalda skimun. „Það er annað fyrirkomulag á því. Þau eru að koma inn í þessa svokölluðu búbblu sem sett er upp í sambandi við þessa UEFA-leiki. Þannig að liðin byrja í henni erlendis, fara í sýnatöku erlendis áður en þeir koma hingað og eru í hálfgerðri sóttkví áður en þeir koma til landsins. Þá fara þeir í sýnatöku hjá okkur á landamærunum og mega æfa og spila leikinn innan þess fimm daga ramma ef að þörf krefur á,“ segir Víðir við RÚV. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Almannavarnir KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) EM 2020 í fótbolta EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Vongóður um að fótboltalið fari í vinnusóttkví og geti spilað Unnið er að því hörðum höndum að fá botn í það hvort að landsleikir og Evrópuleikir í fótbolta geti farið fram hér á landi þrátt fyrir reglur um sóttkví. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er bjartsýnn á að það gangi upp og segir málið skýrast á næstu dögum. 19. ágúst 2020 13:05 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira
Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. Þetta staðfesti Víðir Reynisson yfirlögreglustjóri við RÚV í dag. Víðir kvaðst í samtali við Vísi í gær vongóður um að þetta gengi eftir og málið mun hafa verið klárað á fundi í morgun. Strangar kröfur UEFA um smitpróf, smitvarnir og nær algjöra einangrun liða á meðan þau leika í Evrópukeppnum vega þungt. Ekki er ljóst hvort þetta þýði að karlalið KR geti farið að æfa saman, eftir að hafa komið frá Skotlandi í fyrrinótt og farið í sóttkví, en sækja þarf sérstaklega um það fyrir fram að fá að vera í vinnusóttkví. Breiðablik hefur þegar lagt fram umsókn vegna ferðar sinnar til Noregs í næstu viku, og ætla má að Víkingur R. hafi eða muni gera það einnig vegna ferðar til Slóveníu. Það að liðin megi æfa saman á meðan að þau eru í vinnusóttkví breytir því ekki að þau mega ekki spila gegn öðrum liðum þá 4-6 daga sem þau eru í sóttkví. FH leikur á móti liði frá Slóvakíu, Dunajská Streda, í Hafnarfirði í næstu viku og miðað við orð Víðis getur liðið lent á Íslandi degi fyrir leikdag. Þessi niðurstaða gæti sömuleiðis gert Valskonum kleyft að vera gestgjafar í undankeppni Meistaradeildar Evrópu sem áætlað er að verði í október, en Valur hefur sóst eftir því. Landslið mega spila degi eftir komu til landsins Að sama skapi eru landslið, eins og íslenska og enska karlalandsliðið sem mætast á Laugardalsvelli 5. september, velkomin til landsins skömmu fyrir leik og mega spila án þess að hafa klárað fimm daga sóttkví og tvöfalda skimun. „Það er annað fyrirkomulag á því. Þau eru að koma inn í þessa svokölluðu búbblu sem sett er upp í sambandi við þessa UEFA-leiki. Þannig að liðin byrja í henni erlendis, fara í sýnatöku erlendis áður en þeir koma hingað og eru í hálfgerðri sóttkví áður en þeir koma til landsins. Þá fara þeir í sýnatöku hjá okkur á landamærunum og mega æfa og spila leikinn innan þess fimm daga ramma ef að þörf krefur á,“ segir Víðir við RÚV.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Almannavarnir KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) EM 2020 í fótbolta EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Vongóður um að fótboltalið fari í vinnusóttkví og geti spilað Unnið er að því hörðum höndum að fá botn í það hvort að landsleikir og Evrópuleikir í fótbolta geti farið fram hér á landi þrátt fyrir reglur um sóttkví. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er bjartsýnn á að það gangi upp og segir málið skýrast á næstu dögum. 19. ágúst 2020 13:05 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira
Vongóður um að fótboltalið fari í vinnusóttkví og geti spilað Unnið er að því hörðum höndum að fá botn í það hvort að landsleikir og Evrópuleikir í fótbolta geti farið fram hér á landi þrátt fyrir reglur um sóttkví. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er bjartsýnn á að það gangi upp og segir málið skýrast á næstu dögum. 19. ágúst 2020 13:05