The Rental - Fram af klettabrún Heiðar Sumarliðason skrifar 21. ágúst 2020 14:30 The Rental er nú komin í kvikmyndahús. Hrollvekjan The Rental hefur nú verið tekin til sýningar í kvikmyndahúsum í Reykjavík. Hér er um að ræða fyrstu kvikmynd leikarans Daves Francos, sem hingað til hefur verið þekktastur fyrir að vera litli bróðir James Francos, sem og að leika borubratta drulluhala. Þetta er frekar lítil framleiðsla, sem vart hefði komist inn fyrir dyr íslenskra kvikmyndahúsa ef ekki væri tregða í dreifingu stærstu mynda frá Hollywood. The Rental fjallar um fjóra einstaklinga sem leigja sér strandhýsi og ætla að eiga hressilega helgi saman. Fyrstu 3/4-myndarinnar er lágstemmt drama, en ekki er þó allt sem sýnist og ummyndast The Rental og verður að ofbeldishrollvekju í síðasta fjórðungnum. Það fer allt úrskeiðis hjá krökkunum í The Rental. Það er einmitt þar sem vandi myndarinnar liggur. Hún hefst nokkuð vel, og er hið frambærilegasta indie-drama, en skiptingin yfir í hrollvekjugírinn sem áhorfendur hafa beðið eftir frá upphafi (ég geri ráð fyrir að flestir sem horfa á hana viti að þetta sé hrollvekja) virkar ekki sem skildi. Til þess er framvindan allt of langt frá því sem á undan hefur gengið, sú samlíking sem mér dettur helst í hug er líkja þessu við að skipta úr öðrum gír í þann fimmta, það skortir tengingu og gangurinn höktir. Rússneskur Eurovision-fari Það er í raun leitt að nokkuð sterk þriggja og hálfrar til fjögurra stjörnu mynd skuli hrapa svona fram af þverhnípi. Framan af gerir Franco margt áhugavert, t.d. hvernig hann nær að hlaða senur með einu augnliti persónu er aðdáunarvert. Sérstaklega nær myndin góðu flugi í samskiptum samstarfsfólksins Charlie og Minu, sem þau Dan Stevens og Sheila Ward leika. En téður Stevens ætti að vera áhorfendum í fersku minni, eftir túlkun hans á Rússanum Alexander Lemtov í Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Þekktasti leikarinn í myndinni er sennilega Alison Brie (Community, GLOW), en hún fær frekar lítið að gera, þar sem persóna hennar eru að mestu óvitandi um atburðarásina. Shameless-stjarnan Jeremy Allen White lokar svo kvartettnum, sem litli bróðirinn með skuggalegu fortíðina. Það er eitthvað við andlitsfallið á White sem fær mann til að hugsa að hér sé á ferðinni maður sem ætti að vera kvikmyndastjarna. En þegar litið er yfir feril hans hefur hann mestmegnis haldið sig við hlutverk sitt í Shameless og lítið verið að leika í kvikmyndum. Það væri gaman að sjá meira af honum. Alison Brie í kunnuglegri múnderingu. En líkt og áður segir, þá er þetta framan af hin prýðilegasta ræma. Franco og samstarfsfólk hans er nokkuð klókt í því að skapa óþægilega stemningu, þó svo hún á endanum keyri fram af kletti og ekkert verði úr henni. Niðurstaða Tvær og hálf stjarna. Fyrsta kvikmynd Daves Francos byrjar vel en hrasar um sjálfa sig á endasprettinum og nær ekki í mark. Hægt er að hlýða á Heiðar Sumarliðason og Bjartmar Þórðarson ræða myndina hér að neðan í Stjörnubíói, sem nú er komið á helstu hlaðvarpsveitur. Stjörnubíó Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Hrollvekjan The Rental hefur nú verið tekin til sýningar í kvikmyndahúsum í Reykjavík. Hér er um að ræða fyrstu kvikmynd leikarans Daves Francos, sem hingað til hefur verið þekktastur fyrir að vera litli bróðir James Francos, sem og að leika borubratta drulluhala. Þetta er frekar lítil framleiðsla, sem vart hefði komist inn fyrir dyr íslenskra kvikmyndahúsa ef ekki væri tregða í dreifingu stærstu mynda frá Hollywood. The Rental fjallar um fjóra einstaklinga sem leigja sér strandhýsi og ætla að eiga hressilega helgi saman. Fyrstu 3/4-myndarinnar er lágstemmt drama, en ekki er þó allt sem sýnist og ummyndast The Rental og verður að ofbeldishrollvekju í síðasta fjórðungnum. Það fer allt úrskeiðis hjá krökkunum í The Rental. Það er einmitt þar sem vandi myndarinnar liggur. Hún hefst nokkuð vel, og er hið frambærilegasta indie-drama, en skiptingin yfir í hrollvekjugírinn sem áhorfendur hafa beðið eftir frá upphafi (ég geri ráð fyrir að flestir sem horfa á hana viti að þetta sé hrollvekja) virkar ekki sem skildi. Til þess er framvindan allt of langt frá því sem á undan hefur gengið, sú samlíking sem mér dettur helst í hug er líkja þessu við að skipta úr öðrum gír í þann fimmta, það skortir tengingu og gangurinn höktir. Rússneskur Eurovision-fari Það er í raun leitt að nokkuð sterk þriggja og hálfrar til fjögurra stjörnu mynd skuli hrapa svona fram af þverhnípi. Framan af gerir Franco margt áhugavert, t.d. hvernig hann nær að hlaða senur með einu augnliti persónu er aðdáunarvert. Sérstaklega nær myndin góðu flugi í samskiptum samstarfsfólksins Charlie og Minu, sem þau Dan Stevens og Sheila Ward leika. En téður Stevens ætti að vera áhorfendum í fersku minni, eftir túlkun hans á Rússanum Alexander Lemtov í Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Þekktasti leikarinn í myndinni er sennilega Alison Brie (Community, GLOW), en hún fær frekar lítið að gera, þar sem persóna hennar eru að mestu óvitandi um atburðarásina. Shameless-stjarnan Jeremy Allen White lokar svo kvartettnum, sem litli bróðirinn með skuggalegu fortíðina. Það er eitthvað við andlitsfallið á White sem fær mann til að hugsa að hér sé á ferðinni maður sem ætti að vera kvikmyndastjarna. En þegar litið er yfir feril hans hefur hann mestmegnis haldið sig við hlutverk sitt í Shameless og lítið verið að leika í kvikmyndum. Það væri gaman að sjá meira af honum. Alison Brie í kunnuglegri múnderingu. En líkt og áður segir, þá er þetta framan af hin prýðilegasta ræma. Franco og samstarfsfólk hans er nokkuð klókt í því að skapa óþægilega stemningu, þó svo hún á endanum keyri fram af kletti og ekkert verði úr henni. Niðurstaða Tvær og hálf stjarna. Fyrsta kvikmynd Daves Francos byrjar vel en hrasar um sjálfa sig á endasprettinum og nær ekki í mark. Hægt er að hlýða á Heiðar Sumarliðason og Bjartmar Þórðarson ræða myndina hér að neðan í Stjörnubíói, sem nú er komið á helstu hlaðvarpsveitur.
Stjörnubíó Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira