Gúmmíhöldur til að festa grímur betur Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 11:00 Höldur til að festa andlitsgrímur betur er dæmi um nýsköpun í kjölfar kórónufaraldurs. Fix The Mask Það eru ekki bara sprittbrúsar og grímur sem seljast alls staðar heldur eru nýjar Covid tengdar vörur að verða til hjá ýmsum nýsköpunaraðilum. Eitt dæmi um nýsköpunarverkefni eru höldur úr gúmmíi til að halda grímum betur á andliti og þéttar. Það er nýsköpunarfyrirtækið Fix the Mask sem stendur að baki þessu hugviti en sjálfar höldurnar kallast Essential Mask Brace. Á heimasíðu Fix the Mask segir að stofnendur hafi allir komist í kynni við kórónuveiruna á einhvern hátt. Ýmist hafi ættingjar orðið veikir, vinir eða samstarfsfélagar. Snemma í faraldri hafi það vandamál komið upp að við grímunotkun fyndist mörgum grímurnar ekki haldast nógu vel á andliti eða vera nógu þéttar við andlit. Að fyrirtækinu standa nokkrir aðilar, þar af tvær konur sem störfuðu áður fyrir Apple. Önnur þeirra, Sabrina Paseman starfaði áður sem hönnunarverkfræðingur hjá Apple. Megan Duong er einnig einn stofnenda en hún starfaði áður að stafrænni markaðssetningu fyrir Claris, sem er deild innan Apple. Höldurnar eru búnar til úr gúmmíi og sagði Paseman í nýlegu viðtali að það hefði tekið hópinn dágóðan tíma að ná hönnuninni þannig að það væri ekki óþægilegt að nota þær með grímum. Fyrirtækið lauk nýverið fjármögnun í gegnum vefsíðuna Kickstarters og er stefnt á að fjöldaframleiðsla hefjist innan skamms. Þótt vörunni sé ætlað í sölu hefur fyrirtækið einnig sett sér það markmið að hluti framleiðslunnar verði gefin í samstarfi við aðra aðila. Segja forsvarsmenn félagsins mikilvægt að allir leggi sitt að mörkum til að tryggja að fólk fái aðstoð sem þurfa, óháð efnahag eða stöðu. Þá er fyrirtækið einnig að gefa hönnunina og hefur af því tilefni útbúið meðfylgjandi kennslumyndband þar sem fólki er kennt að útbúa höldurnar sjálft. Nýsköpun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Það eru ekki bara sprittbrúsar og grímur sem seljast alls staðar heldur eru nýjar Covid tengdar vörur að verða til hjá ýmsum nýsköpunaraðilum. Eitt dæmi um nýsköpunarverkefni eru höldur úr gúmmíi til að halda grímum betur á andliti og þéttar. Það er nýsköpunarfyrirtækið Fix the Mask sem stendur að baki þessu hugviti en sjálfar höldurnar kallast Essential Mask Brace. Á heimasíðu Fix the Mask segir að stofnendur hafi allir komist í kynni við kórónuveiruna á einhvern hátt. Ýmist hafi ættingjar orðið veikir, vinir eða samstarfsfélagar. Snemma í faraldri hafi það vandamál komið upp að við grímunotkun fyndist mörgum grímurnar ekki haldast nógu vel á andliti eða vera nógu þéttar við andlit. Að fyrirtækinu standa nokkrir aðilar, þar af tvær konur sem störfuðu áður fyrir Apple. Önnur þeirra, Sabrina Paseman starfaði áður sem hönnunarverkfræðingur hjá Apple. Megan Duong er einnig einn stofnenda en hún starfaði áður að stafrænni markaðssetningu fyrir Claris, sem er deild innan Apple. Höldurnar eru búnar til úr gúmmíi og sagði Paseman í nýlegu viðtali að það hefði tekið hópinn dágóðan tíma að ná hönnuninni þannig að það væri ekki óþægilegt að nota þær með grímum. Fyrirtækið lauk nýverið fjármögnun í gegnum vefsíðuna Kickstarters og er stefnt á að fjöldaframleiðsla hefjist innan skamms. Þótt vörunni sé ætlað í sölu hefur fyrirtækið einnig sett sér það markmið að hluti framleiðslunnar verði gefin í samstarfi við aðra aðila. Segja forsvarsmenn félagsins mikilvægt að allir leggi sitt að mörkum til að tryggja að fólk fái aðstoð sem þurfa, óháð efnahag eða stöðu. Þá er fyrirtækið einnig að gefa hönnunina og hefur af því tilefni útbúið meðfylgjandi kennslumyndband þar sem fólki er kennt að útbúa höldurnar sjálft.
Nýsköpun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira