Forseti og forsætisráðherra Malí handteknir af uppreisnarhermönnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 20:58 Skjáskot úr myndbandi sem sýnir hóp fólks sem safnast hefur saman á Sjálfstæðistorginu í Bamako í Malí fagna hermönnum sem keyra í gegn um þvöguna. Getty/Stringer Forseti Malí, Ibrahim Boubacar Keïta hefur verið handtekinn af uppreisnarhermönnum að sögn talsmanns ríkisstjórnarinnar. Boubou Cissé, forsætisráðherra landsins hefur einnig verið handtekinn, þrátt fyrir að hann hafi kallað eftir samtali við uppreisnarmennina. Valdaránstilraunin hófst í morgun, þriðjudag, í einum aðalherbúðum landsins nærri höfuðborg landsins, Bamako, þegar uppreisnarhermennirnir hófu skothríð. Uppreisnarhermennirnir tóku einnig yfirmenn sína í hald og tóku stjórn á Kati herbúðunum. Í höfuðborginni sjálfri bar hópur ungra manna eld að dómsmálaráðuneytinu nokkrum klukkustundum síðar. Uppreisnin hefur verið fordæmd af Ecowas, Afríkusambandinu og Frakklandi, fyrrverandi nýlenduherra Malí. Önnur uppreisnin á innan við áratug Uppreisnina leiða samkvæmt fréttaflutningi BBC þeir Malick Diaw ofursti í hernum og hershöfðinginn Sadio Camara. Eftir að uppreisnarhermennirnir tóku yfir Kati herbúðirnar héldu þeir til höfuðborgarinnar og seinnipartinn í dag réðust þeir inn á heimili Keïta og handtóku forsetann og forsætisráðherra hans, en þeir voru báðir staddir heima hjá Keïta. Óljóst er hvers vegna valdaránstilraunin var framin á þessum tíma og ekki er vitað hve margir uppreisnarhermennirnir eru. Einhverjir segja að ástæða uppreisnarinnar séu kjaradeilur. Önnur uppreisn var gerð í Kati búðunum árið 2012 af hermönnum sem voru ósáttir með aðgerðarleysi yfirmanna sinna vegna uppgangs hryðjuverkamanna og öfgatrúarhópa, þar á meðal Tuareg skæruliða, sem ráða ríkjum í norðurhluta Malí. Hafa krafist afsagnar Keïta svo mánuðum skipti Mótmæli hafa staðið yfir í landinu í marga mánuði og hefur fjölmennur hópur fólks tekið þátt í þeim. Krafa mótmælenda hefur verið að Keïta forseti landsins segi af sér. Því er ekki að undra þó mótmælendur bjóði uppreisnarhermennina velkomna. Ibrahim Boubacar Keïta var kjörinn forseti í annað sinn árið 2018 en víða hafa ásakanir um spillingu skotið upp kollinum. Hann hefur einnig verið ásakaður um að hafa ekki staðið vel að efnahagsmálum og að ofbeldi í landinu hafi aukist í valdatíð hans, þar á meðal vegna uppgangs hryðjuverkamanna í norðrinu. Hver hafa viðbrögð við uppreisninni verið? Stjórnarformaður sendinefndar Afríkusambandsins, Moussa Faki Mahamat, fordæmdi í dag handtökuna á forsetanum og forsætisráðherranum. Þá hvatti Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkjanna, Ecowas, uppreisnarmennina til að snúa aftur til herbúða sinna. Þá sagði utanríkisráðherra Frakklands, Jean Yves Le Drian í yfirlýsingu að hann fordæmdi þessa alvarlegu atburði og hann hvatti uppreisnarhermennina einnig til að snúa aftur til búða sinna. Fyrr í dag hafði franska sendiráðið í Bamako tíst því að það hvetti fólk eindregið til að halda sig heima. Malí Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Forseti Malí, Ibrahim Boubacar Keïta hefur verið handtekinn af uppreisnarhermönnum að sögn talsmanns ríkisstjórnarinnar. Boubou Cissé, forsætisráðherra landsins hefur einnig verið handtekinn, þrátt fyrir að hann hafi kallað eftir samtali við uppreisnarmennina. Valdaránstilraunin hófst í morgun, þriðjudag, í einum aðalherbúðum landsins nærri höfuðborg landsins, Bamako, þegar uppreisnarhermennirnir hófu skothríð. Uppreisnarhermennirnir tóku einnig yfirmenn sína í hald og tóku stjórn á Kati herbúðunum. Í höfuðborginni sjálfri bar hópur ungra manna eld að dómsmálaráðuneytinu nokkrum klukkustundum síðar. Uppreisnin hefur verið fordæmd af Ecowas, Afríkusambandinu og Frakklandi, fyrrverandi nýlenduherra Malí. Önnur uppreisnin á innan við áratug Uppreisnina leiða samkvæmt fréttaflutningi BBC þeir Malick Diaw ofursti í hernum og hershöfðinginn Sadio Camara. Eftir að uppreisnarhermennirnir tóku yfir Kati herbúðirnar héldu þeir til höfuðborgarinnar og seinnipartinn í dag réðust þeir inn á heimili Keïta og handtóku forsetann og forsætisráðherra hans, en þeir voru báðir staddir heima hjá Keïta. Óljóst er hvers vegna valdaránstilraunin var framin á þessum tíma og ekki er vitað hve margir uppreisnarhermennirnir eru. Einhverjir segja að ástæða uppreisnarinnar séu kjaradeilur. Önnur uppreisn var gerð í Kati búðunum árið 2012 af hermönnum sem voru ósáttir með aðgerðarleysi yfirmanna sinna vegna uppgangs hryðjuverkamanna og öfgatrúarhópa, þar á meðal Tuareg skæruliða, sem ráða ríkjum í norðurhluta Malí. Hafa krafist afsagnar Keïta svo mánuðum skipti Mótmæli hafa staðið yfir í landinu í marga mánuði og hefur fjölmennur hópur fólks tekið þátt í þeim. Krafa mótmælenda hefur verið að Keïta forseti landsins segi af sér. Því er ekki að undra þó mótmælendur bjóði uppreisnarhermennina velkomna. Ibrahim Boubacar Keïta var kjörinn forseti í annað sinn árið 2018 en víða hafa ásakanir um spillingu skotið upp kollinum. Hann hefur einnig verið ásakaður um að hafa ekki staðið vel að efnahagsmálum og að ofbeldi í landinu hafi aukist í valdatíð hans, þar á meðal vegna uppgangs hryðjuverkamanna í norðrinu. Hver hafa viðbrögð við uppreisninni verið? Stjórnarformaður sendinefndar Afríkusambandsins, Moussa Faki Mahamat, fordæmdi í dag handtökuna á forsetanum og forsætisráðherranum. Þá hvatti Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkjanna, Ecowas, uppreisnarmennina til að snúa aftur til herbúða sinna. Þá sagði utanríkisráðherra Frakklands, Jean Yves Le Drian í yfirlýsingu að hann fordæmdi þessa alvarlegu atburði og hann hvatti uppreisnarhermennina einnig til að snúa aftur til búða sinna. Fyrr í dag hafði franska sendiráðið í Bamako tíst því að það hvetti fólk eindregið til að halda sig heima.
Malí Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira