Neyddist til að segja konunni þegar tíðindin rötuðu í fjölmiðla Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2020 23:30 Martin og Braithwaite og Anne-Laure Louis eiginkona hans voru glaðbeitt á Camp Nou í dag. vísir/getty „Ég heyrði af þessu fyrir viku og hef svo bara beðið. Ég sagði engum frá þessu en ég neyddist til að segja konunni minni þetta þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta,“ segir Martin Braithwaite sem þakkar Guði fyrir það að hann skuli öllum að óvörum vera orðinn leikmaður hins eina sanna Barcelona. Braithwaite er 28 ára landsliðsmaður Danmerkur sem skorað hefur sex mörk fyrir Leganes í spænsku 1. deildinni á leiktíðinni. Hann er maðurinn sem Spánarmeistarar Barcelona leituðu til þegar þeir fengu grænt ljós á að sækja sér leikmann í ljósi meiðsla Ousmane Dembélé sem spilar ekki meira á leiktíðinni, en Börsungar eru einnig án Luis Suárez vegna meiðsla. Þannig nýtti Barcelona sér reglu spænsku deildarinnar sem gerir félögum kleift að bregðast við áföllum, en Braithwaite fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Daninn var kynntur til leiks á Camp Nou í dag og þakkar almættinu fyrir sinn þátt. „Guð hefur flutt fjöll fyrir mig,“ sagði Braithwaite, og var þá spurður hvað Guð hefði með það að gera að hann væri núna að fara að spila með fótboltaguðinum Lionel Messi: „Guð hefur gefið okkur öllum gjöf. Ef að maður trúir á eitthvað og við segjum okkur það sjálf af fúlustu alvöru að við getum það, þá gerist það. Ef að maður leggur hart að sér og sér fyrir sér markmiðið, þá hefur það verið mín reynsla að maður ræður því ekki hvað gerist, hann sér um það fyrir mann,“ sagði Braithwaite. Martin Braithwaite lék listir sínar á Camp Nou eins og hefð er fyrir þegar nýir leikmenn eru kynntir til leiks.vísir/getty Hann er þakklátur Leganes fyrir tækifærið til að spila í efstu deild Spánar, eftir misheppnaða dvöl hjá Middlesbrough, en Leganes þarf nú að heyja sína fallbaráttu án mikilvægs leikmanns: „Mér datt ekki í hug að ég væri á leiðinni í burtu. Ég var nýbúinn að kaupa hús og hafði reiknað með að búa þar. En núna gafst mér möguleiki sem býst bara einu sinni á ævinni og ég gat ekki sagt nei. Það skildu allir hjá félaginu.“ Spænski boltinn Tengdar fréttir Segja Barcelona búið að kaupa danska framherjann Martin Braithwaite verður kynntur sem leikmaður Barcelona á morgun. 19. febrúar 2020 16:45 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira
„Ég heyrði af þessu fyrir viku og hef svo bara beðið. Ég sagði engum frá þessu en ég neyddist til að segja konunni minni þetta þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta,“ segir Martin Braithwaite sem þakkar Guði fyrir það að hann skuli öllum að óvörum vera orðinn leikmaður hins eina sanna Barcelona. Braithwaite er 28 ára landsliðsmaður Danmerkur sem skorað hefur sex mörk fyrir Leganes í spænsku 1. deildinni á leiktíðinni. Hann er maðurinn sem Spánarmeistarar Barcelona leituðu til þegar þeir fengu grænt ljós á að sækja sér leikmann í ljósi meiðsla Ousmane Dembélé sem spilar ekki meira á leiktíðinni, en Börsungar eru einnig án Luis Suárez vegna meiðsla. Þannig nýtti Barcelona sér reglu spænsku deildarinnar sem gerir félögum kleift að bregðast við áföllum, en Braithwaite fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Daninn var kynntur til leiks á Camp Nou í dag og þakkar almættinu fyrir sinn þátt. „Guð hefur flutt fjöll fyrir mig,“ sagði Braithwaite, og var þá spurður hvað Guð hefði með það að gera að hann væri núna að fara að spila með fótboltaguðinum Lionel Messi: „Guð hefur gefið okkur öllum gjöf. Ef að maður trúir á eitthvað og við segjum okkur það sjálf af fúlustu alvöru að við getum það, þá gerist það. Ef að maður leggur hart að sér og sér fyrir sér markmiðið, þá hefur það verið mín reynsla að maður ræður því ekki hvað gerist, hann sér um það fyrir mann,“ sagði Braithwaite. Martin Braithwaite lék listir sínar á Camp Nou eins og hefð er fyrir þegar nýir leikmenn eru kynntir til leiks.vísir/getty Hann er þakklátur Leganes fyrir tækifærið til að spila í efstu deild Spánar, eftir misheppnaða dvöl hjá Middlesbrough, en Leganes þarf nú að heyja sína fallbaráttu án mikilvægs leikmanns: „Mér datt ekki í hug að ég væri á leiðinni í burtu. Ég var nýbúinn að kaupa hús og hafði reiknað með að búa þar. En núna gafst mér möguleiki sem býst bara einu sinni á ævinni og ég gat ekki sagt nei. Það skildu allir hjá félaginu.“
Spænski boltinn Tengdar fréttir Segja Barcelona búið að kaupa danska framherjann Martin Braithwaite verður kynntur sem leikmaður Barcelona á morgun. 19. febrúar 2020 16:45 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira
Segja Barcelona búið að kaupa danska framherjann Martin Braithwaite verður kynntur sem leikmaður Barcelona á morgun. 19. febrúar 2020 16:45