Með svæðið í hálfgerðri gjörgæslu Kristín Ólafsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 21. febrúar 2020 15:50 Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Vísir/baldur Ómögulegt er að segja til um það hvort lengi hafi gætt lífshættulegra gilda lofttegunda í hellum í Eldvörpum á Reykjanesskaga, að sögn náttúruvársérfræðings. Svæðið sé í hálfgerðri gjörgæslu vísindamanna vegna landriss við fjallið Þorbjörn og því hafi gildin komið fram við mælingar nú. Veðurstofan varaði í dag við hellaskoðun í Eldvörpum, sem eru vestur af Grindavík, í kjölfar gasmælinga á svæðinu. Mælingar sýndu lífshættuleg gildi á koltvísýringi og súrefnisleysi í einum helli. „Við höfum verið að mæla sérstaklega mikið á þessu svæði, það er bara í hálfgerðri gjörgæslu má segja, og það voru gerðar gasmælingar í gær og líka fyrir viku síðan og þá komu í ljós miklar breytingar þarna í einum helli og í rauninni lífshættuleg gildi af lofttegundum og skortur á súrefni,“ segir Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu. Margir hellar eru á svæðinu á Reykjanesskaga, meðal annars í Eldvörpum.Vísir/vilhelm Ákveðið var að vara við hellaskoðun á öllu svæðinu þó að lífshættuleg gildi hafi aðeins mælst í einum helli. „Það eru örugglega einhverjir hellar þarna sem eru í lagi, en akkúrat hvar þeir eru, þetta er bara of erfitt svæði til að fara að útlista það nákvæmlega, þannig að það kemur bara almenn viðvörun [um] að sleppa því að fara ofan í þessa hella á svæðinu.“ Innt eftir því hvort viðvörunum hafi verið sérstaklega komið á framfæri við erlenda ferðamenn á svæðinu segir Kristín að viðvörun sé gefin út á ensku, auk þess sem Almannavarnir bregðist við. „Og ég veit til þess að þeir eru til dæmis búnir að loka vegi þarna.“ Er þetta eitthvað tengt þessari skjálftavirkni þarna við Þorbjörn? „Það er ekki hægt að útiloka það. Við erum auðvitað að vakta svæðið sérstaklega vel núna og mæla það miklu meira en við höfum áður gert. Það í rauninni kemur í ljós núna að þarna eru hættuleg gildi. Hvort þau hafi verið þarna á einhverjum tímapunkti áður en við hófum þessar mælingar, það er auðvitað ómögulegt að segja.“ Kristín segir skjálftavirkni enn mælast á svæðinu en engin merki eru um gosóróa. Þá mælist enn landris en ekki jafnmikið og áður. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jörð skelfur enn við Grindavík og Gjögurtá Skjálftahrina hófst í gærmorgun um tíu kílómetra norður af Gjögurtá. 21. febrúar 2020 08:24 Varað við hellaskoðun í Eldvörpum Breytinga hefur orðið vart og vill Veðurstofan vara við hellaskoðun á svæðinu en mælingar sýndu lífshættuleg gildi á koltvísýringi og súrefnisleysi í helli. 21. febrúar 2020 10:51 Hundruð jarðskjálfta mældust við Grindavík í liðinni viku Land hefur risið um fimm sentímetra í kringum fjallið Þorbjörn en hvorki eru merki um að það fari vaxandi né minnkandi. 16. febrúar 2020 13:39 Mælingar efldar við Þorbjörn Jarðskjálftavirkni mælist enn á svæðinu norðan við Grindavík. Virknin er yfir meðallagi en þó minni en þegar hún var hvað mest í lok janúar. 15. febrúar 2020 17:28 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Ómögulegt er að segja til um það hvort lengi hafi gætt lífshættulegra gilda lofttegunda í hellum í Eldvörpum á Reykjanesskaga, að sögn náttúruvársérfræðings. Svæðið sé í hálfgerðri gjörgæslu vísindamanna vegna landriss við fjallið Þorbjörn og því hafi gildin komið fram við mælingar nú. Veðurstofan varaði í dag við hellaskoðun í Eldvörpum, sem eru vestur af Grindavík, í kjölfar gasmælinga á svæðinu. Mælingar sýndu lífshættuleg gildi á koltvísýringi og súrefnisleysi í einum helli. „Við höfum verið að mæla sérstaklega mikið á þessu svæði, það er bara í hálfgerðri gjörgæslu má segja, og það voru gerðar gasmælingar í gær og líka fyrir viku síðan og þá komu í ljós miklar breytingar þarna í einum helli og í rauninni lífshættuleg gildi af lofttegundum og skortur á súrefni,“ segir Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu. Margir hellar eru á svæðinu á Reykjanesskaga, meðal annars í Eldvörpum.Vísir/vilhelm Ákveðið var að vara við hellaskoðun á öllu svæðinu þó að lífshættuleg gildi hafi aðeins mælst í einum helli. „Það eru örugglega einhverjir hellar þarna sem eru í lagi, en akkúrat hvar þeir eru, þetta er bara of erfitt svæði til að fara að útlista það nákvæmlega, þannig að það kemur bara almenn viðvörun [um] að sleppa því að fara ofan í þessa hella á svæðinu.“ Innt eftir því hvort viðvörunum hafi verið sérstaklega komið á framfæri við erlenda ferðamenn á svæðinu segir Kristín að viðvörun sé gefin út á ensku, auk þess sem Almannavarnir bregðist við. „Og ég veit til þess að þeir eru til dæmis búnir að loka vegi þarna.“ Er þetta eitthvað tengt þessari skjálftavirkni þarna við Þorbjörn? „Það er ekki hægt að útiloka það. Við erum auðvitað að vakta svæðið sérstaklega vel núna og mæla það miklu meira en við höfum áður gert. Það í rauninni kemur í ljós núna að þarna eru hættuleg gildi. Hvort þau hafi verið þarna á einhverjum tímapunkti áður en við hófum þessar mælingar, það er auðvitað ómögulegt að segja.“ Kristín segir skjálftavirkni enn mælast á svæðinu en engin merki eru um gosóróa. Þá mælist enn landris en ekki jafnmikið og áður.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jörð skelfur enn við Grindavík og Gjögurtá Skjálftahrina hófst í gærmorgun um tíu kílómetra norður af Gjögurtá. 21. febrúar 2020 08:24 Varað við hellaskoðun í Eldvörpum Breytinga hefur orðið vart og vill Veðurstofan vara við hellaskoðun á svæðinu en mælingar sýndu lífshættuleg gildi á koltvísýringi og súrefnisleysi í helli. 21. febrúar 2020 10:51 Hundruð jarðskjálfta mældust við Grindavík í liðinni viku Land hefur risið um fimm sentímetra í kringum fjallið Þorbjörn en hvorki eru merki um að það fari vaxandi né minnkandi. 16. febrúar 2020 13:39 Mælingar efldar við Þorbjörn Jarðskjálftavirkni mælist enn á svæðinu norðan við Grindavík. Virknin er yfir meðallagi en þó minni en þegar hún var hvað mest í lok janúar. 15. febrúar 2020 17:28 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Jörð skelfur enn við Grindavík og Gjögurtá Skjálftahrina hófst í gærmorgun um tíu kílómetra norður af Gjögurtá. 21. febrúar 2020 08:24
Varað við hellaskoðun í Eldvörpum Breytinga hefur orðið vart og vill Veðurstofan vara við hellaskoðun á svæðinu en mælingar sýndu lífshættuleg gildi á koltvísýringi og súrefnisleysi í helli. 21. febrúar 2020 10:51
Hundruð jarðskjálfta mældust við Grindavík í liðinni viku Land hefur risið um fimm sentímetra í kringum fjallið Þorbjörn en hvorki eru merki um að það fari vaxandi né minnkandi. 16. febrúar 2020 13:39
Mælingar efldar við Þorbjörn Jarðskjálftavirkni mælist enn á svæðinu norðan við Grindavík. Virknin er yfir meðallagi en þó minni en þegar hún var hvað mest í lok janúar. 15. febrúar 2020 17:28