Ungt fólk krefst bjartrar framtíðar án mengunar Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2020 18:45 Í dag er ár liðið frá því loftlagsverkfallið og hreyfingin Föstudagur til framtíðar var stofnuð að fyrirmynd Gretu Thunberg. Vísir/Vilhelm Ungt fólk krafðist aðgerða í loftlagsmálum í kröfugöngu um miðborgina og á útifundi á Austurvelli í dag. Mörg þeirra óttast framtíðina ef ekkert verði að gert en óska sér bjartrar framtíðar án mengunar. Í dag er ár liðið frá því loftlagsverkfallið og hreyfingin Föstudagur til framtíðar var stofnuð að fyrirmynd Gretu Thunberg. Að þessu tilefni komu ungmenni saman við Hallgrímskirkju rétt fyrir hádegi í dag og héldu þaðan á Austurvöll þar sem flutt voru ávörp með kröfum um aðgerðir í loftslagsmálum. Námsmannahreyfingar grunn-, framhalds- og háskólanema stendur fyrir mótmælunum. Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir þau hafa haft áhrif. „Já ég held að þetta hafi klárlega skilað einhverju. Það er kannski hvað helst almenningsumræðan og vitundarvakningin og við sýnum að ungt fólk er tilbúið til að taka málin í sínar hendur. Markmiðið var auðvitað að krefjast aukinna aðgerða frá stjornvöldum og við eigum eftir að sjá það. Þess vegna verðum við að halda áfram,“ sagði Jóna Þórey í upphafi göngunnar frá Hallgrímskirkju undir baráttukalli göngufólks. Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm „Hvað viljum við? Við viljum aðgerðir. Hvenær? Núna.“ Þetta var fimmtugasti og annar föstudagurinn sem íslensk ungmenni krefjast aðgerða í loftlagsmálum hér á landi en hreyfingin Föstudagur til framtíðar hefur sprottið upp um allan heim. Mörg ungmenni eru skelkuð vegna framtíðarinnar. „Algerlega og við verðum vör við það sérstaklega hér í verkföllunum. En verkföllin eru líka leið fyrir þau til að fá útrás fyrir þennan ótta og sjá að þau eru ekki ein í þessu. Það séu fleiri sem vilji gera eitthvað í málunum,“ segir Jóna Þórey. Brynjar Einarsson nemandi í Háteigsskóla var alveg með það á hreinu hvers konar framtíð unga fólkið vill búa sér. „Við viljum bjarta framtíð. Framtíð sem er ekki menguð. Þar sem við getum lifað án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að við munum deyja af loftslagsbreytingum,“ sagði Brynjar. En þrettán ára félagi hans Jökull Jónsson sem tekið hefur þátt í föstudagsmótmælunum frá upphafi kannast við óttann við hvað framtíðin gæti borið í skauti sér. Hvernig líst þér á framtíðina? „Satt best að segja líst mér ekkert svakaleg vel á hana. Eru svartsýnn? Ég reyni að vera það ekki en það gerist.“ Hvar er stóra mengunin sem Íslendingar geta lagað? „Í rauninni þurfum við bara að reyna að koma kolefnissporinu okkar sem lengst niður og reyna að vera umhverfisvænni,“ segir Jökull Jónsson. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Ungt fólk krafðist aðgerða í loftlagsmálum í kröfugöngu um miðborgina og á útifundi á Austurvelli í dag. Mörg þeirra óttast framtíðina ef ekkert verði að gert en óska sér bjartrar framtíðar án mengunar. Í dag er ár liðið frá því loftlagsverkfallið og hreyfingin Föstudagur til framtíðar var stofnuð að fyrirmynd Gretu Thunberg. Að þessu tilefni komu ungmenni saman við Hallgrímskirkju rétt fyrir hádegi í dag og héldu þaðan á Austurvöll þar sem flutt voru ávörp með kröfum um aðgerðir í loftslagsmálum. Námsmannahreyfingar grunn-, framhalds- og háskólanema stendur fyrir mótmælunum. Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir þau hafa haft áhrif. „Já ég held að þetta hafi klárlega skilað einhverju. Það er kannski hvað helst almenningsumræðan og vitundarvakningin og við sýnum að ungt fólk er tilbúið til að taka málin í sínar hendur. Markmiðið var auðvitað að krefjast aukinna aðgerða frá stjornvöldum og við eigum eftir að sjá það. Þess vegna verðum við að halda áfram,“ sagði Jóna Þórey í upphafi göngunnar frá Hallgrímskirkju undir baráttukalli göngufólks. Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm „Hvað viljum við? Við viljum aðgerðir. Hvenær? Núna.“ Þetta var fimmtugasti og annar föstudagurinn sem íslensk ungmenni krefjast aðgerða í loftlagsmálum hér á landi en hreyfingin Föstudagur til framtíðar hefur sprottið upp um allan heim. Mörg ungmenni eru skelkuð vegna framtíðarinnar. „Algerlega og við verðum vör við það sérstaklega hér í verkföllunum. En verkföllin eru líka leið fyrir þau til að fá útrás fyrir þennan ótta og sjá að þau eru ekki ein í þessu. Það séu fleiri sem vilji gera eitthvað í málunum,“ segir Jóna Þórey. Brynjar Einarsson nemandi í Háteigsskóla var alveg með það á hreinu hvers konar framtíð unga fólkið vill búa sér. „Við viljum bjarta framtíð. Framtíð sem er ekki menguð. Þar sem við getum lifað án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að við munum deyja af loftslagsbreytingum,“ sagði Brynjar. En þrettán ára félagi hans Jökull Jónsson sem tekið hefur þátt í föstudagsmótmælunum frá upphafi kannast við óttann við hvað framtíðin gæti borið í skauti sér. Hvernig líst þér á framtíðina? „Satt best að segja líst mér ekkert svakaleg vel á hana. Eru svartsýnn? Ég reyni að vera það ekki en það gerist.“ Hvar er stóra mengunin sem Íslendingar geta lagað? „Í rauninni þurfum við bara að reyna að koma kolefnissporinu okkar sem lengst niður og reyna að vera umhverfisvænni,“ segir Jökull Jónsson.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira