Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. Framkvæmdastjóri Eflingar fullyrðir að ríkissáttasemjari taki á deilunni af festu, jafnvel þótt engin samskipti hafi verið milli samninganefnda síðustu daga og ekki hafi verið boðað til fundar.  

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Einnig verður fjallað um aukna notkun á ADHD-lyfjum og rætt við íslenska konu sem búsett er í Mílanó. Hún hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna ótta við COVID-19 veiruna. Yfirvöld á Ítalíu hafa gripið til neyðarráðstafana; lokað skólum og bannað fjöldasamkomur.

Þá verður rætt við íslenskan strandaglóp á Tenerife og forstjóra Landsvirkjunar sem hefur óskað eftir að trúnaði um raforkusamning Rio Tinto verði aflétt.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×