Gylfi Þór Sigurðsson átti fínan leik fyrir Everton í gær er Everton tapaði 3-2 fyrir Arsenal í 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær.
Everton komst yfir á innan við mínútu er Dominic Calvert-Lewin skoraði. Markið kom eftir hættulega aukaspyrnu Gylfa inn á teiginn.
Arsenal jafnaði með marki Eddie Nketiah og Pierre-Emerick Aubameyang kom Arsenal yfir. Eftir misheppnað skot Gylfa jafnaði Richarlison metin á 45. mínútu.
| All the stats, analysis and reaction from #ARSEVE...
— Everton (@Everton) February 23, 2020
Í síðari hálfleik var það Arsenal sem skoraði strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks en þá skoraði Aubameyang annað mark sitt. Það reyndist sigurmark leiksins.
Everton er í 11. sæti deildarinnar og Arsenal í 9. sætinu en mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.