Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Eiður Þór Árnason skrifar 24. febrúar 2020 19:45 Dansandi ferðamenn í miðbæ Mílan, höfðuborg Lombardy-héraðs létu andlitsgrímur ekki stoppa sig. Mikil útbreiðsla veirunnar í héraðinu veldur áhyggjum. Vísir/AP Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héruð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis. Á þetta við um héruðin Piedmont, Lombardy, Veneto og Emilio-Romagna en öll þeirra eru staðsett á Norður-Ítalíu þar sem töluverður fjöldi Covid-19 veirusmita hafa greinst á undanförnum dögum. Eru einstaklingar sem veikjast hér á landi eftir dvöl á þessum svæðum hvattir til að hafa samband við Læknavaktina eða heilsugæslu en ekki mæta óboðaðir á heilbrigðisstofnanir. „Sóttvarnalæknir mælir gegn ónauðsynlegum ferðum til ofannefndra fjögurra héraða á Norður-Ítalíu að svo stöddu," segir í ráðleggingunum. Hið sama á við um ferðalög til Kína. Veirusmitum hefur fjölgað mikið undanfarið á Norður-Ítalíu og hefur í dag verið greint frá fjórum nýjum dauðsföllum af völdum veirunnar. Sjö hafa nú látist á Ítalíu frá því á föstudag. Sjá einnig: Hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna Covid-19 veirunnar Íslendingur sem búsettur er í Mílanó sagði í samtali við fréttastofu í gær að íbúar á Ítalíu væru afar hræddir vegna Covid-19 veirunnar. Anna. S. Bergmann Helgadóttir, sem stundar nám í borginni, hafði þá ekki farið út úr húsi í þrjá daga og pantað sér mat og vatn heim af netinu. Samnemendur hennar hafa flúið upp í fjöll eða til heimalanda sinna vegna ástandsins. Hún sagði afar fáa vera á ferli en ferðafrelsi um fimmtíu þúsund íbúa Í Lombardy- og Venetohéraði á Norður-Ítalíu hefur verið skert verulega og fólk beðið um að halda kyrru fyrir heima. Búið er að loka öllum skólum í Mílanó en skólinn sem Anna stundar nám við verður lokaður til fyrsta mars. Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46 Fólk hlaupi í allar áttir þegar einhver hnerrar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, þegar hún spurði forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda og öryggi almennings vegna COVID-19 kórónaveirunnar á Alþingi í dag. 24. febrúar 2020 17:38 Fjöldi smitaðra utan Kína tvöfaldast á einni viku Óttast er að heimsfaraldur verði vegna nýju kórónaveirunnar, sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Fjöldi smita utan meginlands Kína hefur meira en tvöfaldast á einni viku. 24. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héruð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis. Á þetta við um héruðin Piedmont, Lombardy, Veneto og Emilio-Romagna en öll þeirra eru staðsett á Norður-Ítalíu þar sem töluverður fjöldi Covid-19 veirusmita hafa greinst á undanförnum dögum. Eru einstaklingar sem veikjast hér á landi eftir dvöl á þessum svæðum hvattir til að hafa samband við Læknavaktina eða heilsugæslu en ekki mæta óboðaðir á heilbrigðisstofnanir. „Sóttvarnalæknir mælir gegn ónauðsynlegum ferðum til ofannefndra fjögurra héraða á Norður-Ítalíu að svo stöddu," segir í ráðleggingunum. Hið sama á við um ferðalög til Kína. Veirusmitum hefur fjölgað mikið undanfarið á Norður-Ítalíu og hefur í dag verið greint frá fjórum nýjum dauðsföllum af völdum veirunnar. Sjö hafa nú látist á Ítalíu frá því á föstudag. Sjá einnig: Hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna Covid-19 veirunnar Íslendingur sem búsettur er í Mílanó sagði í samtali við fréttastofu í gær að íbúar á Ítalíu væru afar hræddir vegna Covid-19 veirunnar. Anna. S. Bergmann Helgadóttir, sem stundar nám í borginni, hafði þá ekki farið út úr húsi í þrjá daga og pantað sér mat og vatn heim af netinu. Samnemendur hennar hafa flúið upp í fjöll eða til heimalanda sinna vegna ástandsins. Hún sagði afar fáa vera á ferli en ferðafrelsi um fimmtíu þúsund íbúa Í Lombardy- og Venetohéraði á Norður-Ítalíu hefur verið skert verulega og fólk beðið um að halda kyrru fyrir heima. Búið er að loka öllum skólum í Mílanó en skólinn sem Anna stundar nám við verður lokaður til fyrsta mars.
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46 Fólk hlaupi í allar áttir þegar einhver hnerrar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, þegar hún spurði forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda og öryggi almennings vegna COVID-19 kórónaveirunnar á Alþingi í dag. 24. febrúar 2020 17:38 Fjöldi smitaðra utan Kína tvöfaldast á einni viku Óttast er að heimsfaraldur verði vegna nýju kórónaveirunnar, sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Fjöldi smita utan meginlands Kína hefur meira en tvöfaldast á einni viku. 24. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46
Fólk hlaupi í allar áttir þegar einhver hnerrar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, þegar hún spurði forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda og öryggi almennings vegna COVID-19 kórónaveirunnar á Alþingi í dag. 24. febrúar 2020 17:38
Fjöldi smitaðra utan Kína tvöfaldast á einni viku Óttast er að heimsfaraldur verði vegna nýju kórónaveirunnar, sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Fjöldi smita utan meginlands Kína hefur meira en tvöfaldast á einni viku. 24. febrúar 2020 21:00