Hosni Mubarak látinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. febrúar 2020 11:23 Hosni Mubarak varði sex árum í haldi lögreglu undir lok ævi sinnar. VÍSIR/AFP Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, er látinn. Hann lést á sjúkrahúsi í Kaíró, 91 árs að aldri. Ýmsum sögum hafði farið af heilsufari hans; hann hefur verið sagður hafa fengið hjartaáfall, heilablóðfall og verið í dái um tíma, auk þess sem hann var fluttur á sjúkrahús árið 2013, en þá sætti hann stofufangelsi. Mubarak varð forseti Egyptalands árið 1981 eftir morðið á forsetanum Anwar Sadat. Hann var hrakinn frá völdum í ársbyrjun 2011, þegar Arabíska vorið stóð sem hæst. Fjölmenn mótmælendahreyfing krafðist afsagnar forsetans en mætti mikilli hörku öryggisveita. Mubarak var dæmdur sekur á neðra dómstigi um að hafa fyrirskipað skotárásir á mótmælendur en talið er að þúsundir hafi látið lífið í átökum lögreglu og mótmælenda. Hann var að endingu sýknaður af þessum ákærum í Hæstarétti Egyptalands en Mubarak varði alls sex árum í haldi lögreglu. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir að hafa dregið að sér fé úr opinberum sjóðum. Synir hans tveir fengu einnig dóma í sama máli en saksóknarar fullyrtu að feðgarnir hafi dregið sér tæpar átján milljónir dollara sem nota átti að nota til viðhalds á forsetahöllum landsins. Mubarak lætur eftir sig eiginkonu sína Suzanne og fyrrnefnda syni, þá Gamal og Alaa. Andlát Egyptaland Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Sjá meira
Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, er látinn. Hann lést á sjúkrahúsi í Kaíró, 91 árs að aldri. Ýmsum sögum hafði farið af heilsufari hans; hann hefur verið sagður hafa fengið hjartaáfall, heilablóðfall og verið í dái um tíma, auk þess sem hann var fluttur á sjúkrahús árið 2013, en þá sætti hann stofufangelsi. Mubarak varð forseti Egyptalands árið 1981 eftir morðið á forsetanum Anwar Sadat. Hann var hrakinn frá völdum í ársbyrjun 2011, þegar Arabíska vorið stóð sem hæst. Fjölmenn mótmælendahreyfing krafðist afsagnar forsetans en mætti mikilli hörku öryggisveita. Mubarak var dæmdur sekur á neðra dómstigi um að hafa fyrirskipað skotárásir á mótmælendur en talið er að þúsundir hafi látið lífið í átökum lögreglu og mótmælenda. Hann var að endingu sýknaður af þessum ákærum í Hæstarétti Egyptalands en Mubarak varði alls sex árum í haldi lögreglu. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir að hafa dregið að sér fé úr opinberum sjóðum. Synir hans tveir fengu einnig dóma í sama máli en saksóknarar fullyrtu að feðgarnir hafi dregið sér tæpar átján milljónir dollara sem nota átti að nota til viðhalds á forsetahöllum landsins. Mubarak lætur eftir sig eiginkonu sína Suzanne og fyrrnefnda syni, þá Gamal og Alaa.
Andlát Egyptaland Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Sjá meira