Ráðherra heilbrigðismála smitaðist sjálfur Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. febrúar 2020 16:11 Iraj Harirchi þótti veiklulegur á blaðamannafundi í gær. Enda kom á daginn að hann hafði sjálfur smitast af kórónaveirunni. Getty/Anadolu Agency Aðstoðarheilbrigðisráðherra Írans greindi frá því í dag að hann hefði sjálfur smitast af kórónaveirunni, sem veldur Covid-19. Hann sé þegar búinn að setja sig í sóttkví en segir sig þó nokkuð heilsuhraustan miðað við aðstæður. Hann greindi þjóð sinni frá veikindum sínum í myndbandi sem hann sendi frá sér í dag. Útbreiðsla kórónaveirunnar í Íran hefur verið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni mikið áhyggjuefni. Heildarfjöldi staðfestra smittilfella þar í landi er um 100 og andlátin þeim tengd fimmtán talsins. Þaðan hefur sjúkdómurinn jafnframt dreifst til Afganistans, Bareins, Kúveit og Ómans. Af þessum sökum hafa ýmis ríki í Austurlöndum nær brugðið á það ráð að takmarka mjög samgöngur til og frá Íran, jafnvel lokað landamærum sínum alfarið. Fyrrnefndur aðstoðarheilbrigðisráðherra Íran, Iraj Harirchi, greindi síðan frá því í dag að hann hefði sjálfur smitast. Með því staðfesti hann það sem marga Írani hafði grunað, en ráðherrann hafði þótt veiklulegur á blaðamannafundi í gær. „Mig langaði bara að tjá ykkur að ég er kominn með covid-19,“ sagði Harirchi á myndbandsupptökunni sem hann sendi frá sér. „Ég var með hita í gær og fékk staðfestingu á smiti í gærkvöldi. Þá einangraði ég mig,“ sagði ráðherrann og bætti við: „Ég mun núna hefja lyfjameðferð. Heilt yfir líður mér vel. Ég er reyndar svolítið þreyttur, ég var með hita en hann mun ganga niður.“ Ráðherrann nýtti jafnframt tækifærið í myndbandsupptökunni til að stappa stálinu í írönsku þjóðina. Stjórnvöld í Teheran ætli sér að ráða niðurlögum veirunnar. Nóg sé að lyfjum í landinu og íranska þjóðin ætti að hugsa til heilbrigðisstarfsfólks sem vinni óeigingjarnt starf. „Þessi sjúkdómur fer ekki í manngreiningarálit, hann leggst jafnt á ríka og fátæka, embættismenn sem óbreytta borgara,“ segir Harirchi. حریرچی: من هم کرونایی شدم، حتما کرونا را شکست می دهیم. pic.twitter.com/O0zsfDwgAS— خبرگزاری فارس (@FarsNews_Agency) February 25, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Tengdar fréttir Covid-19 veiran: Kippur í nýsmitum utan Kína veldur áhyggjum Suður-Kóreumenn hafa tilkynnt um að enn fjölgi þeim sem smitast hafa af Covid-19 veirunni í landiu en í morgun var greint frá 161 nýju smiti. 24. febrúar 2020 06:46 WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Aðstoðarheilbrigðisráðherra Írans greindi frá því í dag að hann hefði sjálfur smitast af kórónaveirunni, sem veldur Covid-19. Hann sé þegar búinn að setja sig í sóttkví en segir sig þó nokkuð heilsuhraustan miðað við aðstæður. Hann greindi þjóð sinni frá veikindum sínum í myndbandi sem hann sendi frá sér í dag. Útbreiðsla kórónaveirunnar í Íran hefur verið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni mikið áhyggjuefni. Heildarfjöldi staðfestra smittilfella þar í landi er um 100 og andlátin þeim tengd fimmtán talsins. Þaðan hefur sjúkdómurinn jafnframt dreifst til Afganistans, Bareins, Kúveit og Ómans. Af þessum sökum hafa ýmis ríki í Austurlöndum nær brugðið á það ráð að takmarka mjög samgöngur til og frá Íran, jafnvel lokað landamærum sínum alfarið. Fyrrnefndur aðstoðarheilbrigðisráðherra Íran, Iraj Harirchi, greindi síðan frá því í dag að hann hefði sjálfur smitast. Með því staðfesti hann það sem marga Írani hafði grunað, en ráðherrann hafði þótt veiklulegur á blaðamannafundi í gær. „Mig langaði bara að tjá ykkur að ég er kominn með covid-19,“ sagði Harirchi á myndbandsupptökunni sem hann sendi frá sér. „Ég var með hita í gær og fékk staðfestingu á smiti í gærkvöldi. Þá einangraði ég mig,“ sagði ráðherrann og bætti við: „Ég mun núna hefja lyfjameðferð. Heilt yfir líður mér vel. Ég er reyndar svolítið þreyttur, ég var með hita en hann mun ganga niður.“ Ráðherrann nýtti jafnframt tækifærið í myndbandsupptökunni til að stappa stálinu í írönsku þjóðina. Stjórnvöld í Teheran ætli sér að ráða niðurlögum veirunnar. Nóg sé að lyfjum í landinu og íranska þjóðin ætti að hugsa til heilbrigðisstarfsfólks sem vinni óeigingjarnt starf. „Þessi sjúkdómur fer ekki í manngreiningarálit, hann leggst jafnt á ríka og fátæka, embættismenn sem óbreytta borgara,“ segir Harirchi. حریرچی: من هم کرونایی شدم، حتما کرونا را شکست می دهیم. pic.twitter.com/O0zsfDwgAS— خبرگزاری فارس (@FarsNews_Agency) February 25, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Tengdar fréttir Covid-19 veiran: Kippur í nýsmitum utan Kína veldur áhyggjum Suður-Kóreumenn hafa tilkynnt um að enn fjölgi þeim sem smitast hafa af Covid-19 veirunni í landiu en í morgun var greint frá 161 nýju smiti. 24. febrúar 2020 06:46 WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Covid-19 veiran: Kippur í nýsmitum utan Kína veldur áhyggjum Suður-Kóreumenn hafa tilkynnt um að enn fjölgi þeim sem smitast hafa af Covid-19 veirunni í landiu en í morgun var greint frá 161 nýju smiti. 24. febrúar 2020 06:46
WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent