Jónatan Magnússon, annar þjálfara KA í Olís-deildinni, var í gær dæmdur í bann en hann missti stjórn á skapi sínu eftir leik KA og Fram á dögunum.
KA tapaði leiknum með einu marki en lokadómur leiksins þótti afar umdeildur. Var þá dæmdur ruðningur á KA.
Jónatan spólaði beint í dómarana eftir leik og lét þá heyra það. Það gerði hann í tvígang eins og sjá má á þessari klippu af KA TV. Fyrir þessa hegðun fékk hann eins leiks bann.
Stefán Árnason verður því einn með KA-liðið er það sækir FH heim í næstu umferð.
