Dauðsföllum vegna kórónuveirunnar fjölgar í Íran Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2020 12:37 Almenningsvagnar voru sótthreinsaðir vegna kórónuveirunnar í Teheran í morgun. AP/Ebrahim Noroozi Nítján eru nú látnir af völdum nýs afbrigðis kórónuveirunnar í Íran af 139 staðfestum tilfellum. Hassan Rouhani, forseti, segist engu að síður engin áform hafa um að setja borgir í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu veirunnar. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar telur veiruna ekki orðna að heimsfaraldri enn sem komið er. Fleiri en áttatíu þúsund manns hafa smitast af kórónuveirunnar í heiminum. Hún skaut fyrst upp kollinum í kínversku borginni Wuhan í desember. Langflestir þeirra rúmlega 2.700 sem hafa látist af völdum veirunnar hafa verið í Kína en næstflest dauðsföllin eru í Íran þar sem veiran hefur breiðst hratt út undanfarna daga. Rouhani segir að það gæti tekið allt að þrjár vikur að ná tökum á veirunni þar. Stjórnvöld hafa hvatt landsmenn til þess að hætta við ónauðsynleg ferðalög, sérstaklega til Gilan- og Qom-héraðs þar sem ástandið er verst. AP-fréttastofan segir að sérfræðingar óttist að stjórnvöld í Teheran reyni að fela raunverulega útbreiðslu veirunnar í ljósi þess hversu hratt hún hefur breiðst um Persaflóa að undanförnu. Þannig hafi opinberar tölur sagt að engin staðfest tilfelli hafi komið upp í borginni Mashhad þrátt fyrir að fjöldi tilfella í Kúvaít hafi verið rakinn þangað. Þingmaður frá Qom fullyrti að allt að fimmtíu hefðu látið lífi af völdum veirunnar en yfirvöld hafna því. Fleiri greindust utan Kína en innan í fyrsta skipti Smitum hefur einnig fjölgað mikið í Suður-Kóreu og á norðanverðri Ítalíu. Tilkynnt var um fleiri ný smit utan Kína en innan þess í gær í fyrsta skipti frá því að veiran greindist fyrst, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir fjölgunina mikið áhyggjuefni en að hann telji enn að hægt verði að hefta útbreiðslu veirunnar. Hún sé ekki orðin að heimsfaraldri sem sakir standa. WHO lýsti yfir alþjóðlegu lýðheilsuneyðarástandi vegna veirunnar í lok janúar. „Við ættum ekki að vera of áfjáð í að lýsa yfir heimsfaraldri án þess að gæta að okkur og greina staðreyndirnar með skýrum huga,“ segir Tedros. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Tengdar fréttir Fleiri Íslendingar gætu þurft að fara í sóttkví á næstunni Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. 26. febrúar 2020 11:32 Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Tveir til viðbótar smitaðir á hótelinu á Tenerife Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest meðal gesta á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. 26. febrúar 2020 08:30 Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Nítján eru nú látnir af völdum nýs afbrigðis kórónuveirunnar í Íran af 139 staðfestum tilfellum. Hassan Rouhani, forseti, segist engu að síður engin áform hafa um að setja borgir í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu veirunnar. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar telur veiruna ekki orðna að heimsfaraldri enn sem komið er. Fleiri en áttatíu þúsund manns hafa smitast af kórónuveirunnar í heiminum. Hún skaut fyrst upp kollinum í kínversku borginni Wuhan í desember. Langflestir þeirra rúmlega 2.700 sem hafa látist af völdum veirunnar hafa verið í Kína en næstflest dauðsföllin eru í Íran þar sem veiran hefur breiðst hratt út undanfarna daga. Rouhani segir að það gæti tekið allt að þrjár vikur að ná tökum á veirunni þar. Stjórnvöld hafa hvatt landsmenn til þess að hætta við ónauðsynleg ferðalög, sérstaklega til Gilan- og Qom-héraðs þar sem ástandið er verst. AP-fréttastofan segir að sérfræðingar óttist að stjórnvöld í Teheran reyni að fela raunverulega útbreiðslu veirunnar í ljósi þess hversu hratt hún hefur breiðst um Persaflóa að undanförnu. Þannig hafi opinberar tölur sagt að engin staðfest tilfelli hafi komið upp í borginni Mashhad þrátt fyrir að fjöldi tilfella í Kúvaít hafi verið rakinn þangað. Þingmaður frá Qom fullyrti að allt að fimmtíu hefðu látið lífi af völdum veirunnar en yfirvöld hafna því. Fleiri greindust utan Kína en innan í fyrsta skipti Smitum hefur einnig fjölgað mikið í Suður-Kóreu og á norðanverðri Ítalíu. Tilkynnt var um fleiri ný smit utan Kína en innan þess í gær í fyrsta skipti frá því að veiran greindist fyrst, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir fjölgunina mikið áhyggjuefni en að hann telji enn að hægt verði að hefta útbreiðslu veirunnar. Hún sé ekki orðin að heimsfaraldri sem sakir standa. WHO lýsti yfir alþjóðlegu lýðheilsuneyðarástandi vegna veirunnar í lok janúar. „Við ættum ekki að vera of áfjáð í að lýsa yfir heimsfaraldri án þess að gæta að okkur og greina staðreyndirnar með skýrum huga,“ segir Tedros.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Tengdar fréttir Fleiri Íslendingar gætu þurft að fara í sóttkví á næstunni Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. 26. febrúar 2020 11:32 Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Tveir til viðbótar smitaðir á hótelinu á Tenerife Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest meðal gesta á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. 26. febrúar 2020 08:30 Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Fleiri Íslendingar gætu þurft að fara í sóttkví á næstunni Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. 26. febrúar 2020 11:32
Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45
Tveir til viðbótar smitaðir á hótelinu á Tenerife Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest meðal gesta á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. 26. febrúar 2020 08:30
Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30