Kórónuveiran komin til Danmerkur Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 06:34 Frá Hróarskeldu. Maðurinn leitaði til læknis á háskólasjúkrahúsinu í borginni þegar hann fór að finna fyrir einkennum í gærmorgun. Vísir/Getty Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19-sjúkdómnum hefur verið staðfest í Danmörku. Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu, að því er fram kemur í dönskum fjölmiðlum. Haft er eftir Magnus Heunicke heilbrigðisráðherra Danmerkur að málið sé tekið mjög alvarlega. Unnið sé að því að rekja ferðir mannsins og gera viðeigandi ráðstafanir vegna smitsins. Danskir fjölmiðlar nafngreina manninn en hann heitir Jakob Tage Ramlyng og sneri heim úr skíðaferð í Langbarðalandi á Ítalíu með fjölskyldu sinni á mánudag. Hann hóf að finna fyrir einkennum Covid-19 í gærmorgun og leitaði til læknis á háskólasjúkrahúsinu í Hróarskeldu, þar sem hann var greindur með kórónuveiruna. Borgin er um þrjátíu kílómetra vestur af Kaupmannahöfn. Maðurinn sætir nú heimasóttkví. Eiginkona hans og sonur hafa einnig verið prófuð fyrir veirunni en sýnin reyndust neikvæð, að því er fram kemur í frétt DR. „Við erum auðvitað mjög slegin yfir því að það sem við töldum afar ólíklegt sé nú raunveruleiki okkar. […] Við erum hress, þótt við séum þreytt og þjökuð af hausverk, hálsbólgu og hósta. Það verður óraunverulegt að vera læstur inni í tvær vikur en við reynum að gera það besta úr þessu,“ skrifar Ramlyng á Facebook-síðu sinni. Kórónuveiran er nú komin til allra ríkja Norðurlandanna nema Íslands. Fyrsta tilfelli hennar í Noregi greindist í gær en þar er um að ræða konu sem nýlega hafði dvalið í Kína. Þá greindist finnsk kona með kórónuveiru í gær eftir að hafa verið á ferðalagi um Norður-Ítalíu. Um er að ræða annað tilfellið í landinu. Þá hafa tvö tilfelli einnig greinst í Svíþjóð, hið seinna í gær. Langflestir sem greinst hafa með veiruna í Evrópu hafa smitast innan Ítalíu. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu Íslendingar á hótelinu á Tenerife Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. 26. febrúar 2020 16:57 Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16 Kórónuveirusmit staðfest í Noregi Hin smitaða kom til landsins frá Kína um síðastliðna helgi og er nú í sóttkví. 26. febrúar 2020 21:05 Íslendingar á heimleið frá Norður-Ítalíu fari í sóttkví Sóttvarnalæknir beinir þeim tilmælum til Íslendinga á skíðum á Ítalíu og víðar, sem fara um flugvelli á Norður-Ítalíu, fari í sóttkví við komuna til Íslands. Þetta kom fram á blaðamannafundi almannavarnadeildar síðdegis í dag. 26. febrúar 2020 16:48 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19-sjúkdómnum hefur verið staðfest í Danmörku. Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu, að því er fram kemur í dönskum fjölmiðlum. Haft er eftir Magnus Heunicke heilbrigðisráðherra Danmerkur að málið sé tekið mjög alvarlega. Unnið sé að því að rekja ferðir mannsins og gera viðeigandi ráðstafanir vegna smitsins. Danskir fjölmiðlar nafngreina manninn en hann heitir Jakob Tage Ramlyng og sneri heim úr skíðaferð í Langbarðalandi á Ítalíu með fjölskyldu sinni á mánudag. Hann hóf að finna fyrir einkennum Covid-19 í gærmorgun og leitaði til læknis á háskólasjúkrahúsinu í Hróarskeldu, þar sem hann var greindur með kórónuveiruna. Borgin er um þrjátíu kílómetra vestur af Kaupmannahöfn. Maðurinn sætir nú heimasóttkví. Eiginkona hans og sonur hafa einnig verið prófuð fyrir veirunni en sýnin reyndust neikvæð, að því er fram kemur í frétt DR. „Við erum auðvitað mjög slegin yfir því að það sem við töldum afar ólíklegt sé nú raunveruleiki okkar. […] Við erum hress, þótt við séum þreytt og þjökuð af hausverk, hálsbólgu og hósta. Það verður óraunverulegt að vera læstur inni í tvær vikur en við reynum að gera það besta úr þessu,“ skrifar Ramlyng á Facebook-síðu sinni. Kórónuveiran er nú komin til allra ríkja Norðurlandanna nema Íslands. Fyrsta tilfelli hennar í Noregi greindist í gær en þar er um að ræða konu sem nýlega hafði dvalið í Kína. Þá greindist finnsk kona með kórónuveiru í gær eftir að hafa verið á ferðalagi um Norður-Ítalíu. Um er að ræða annað tilfellið í landinu. Þá hafa tvö tilfelli einnig greinst í Svíþjóð, hið seinna í gær. Langflestir sem greinst hafa með veiruna í Evrópu hafa smitast innan Ítalíu.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu Íslendingar á hótelinu á Tenerife Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. 26. febrúar 2020 16:57 Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16 Kórónuveirusmit staðfest í Noregi Hin smitaða kom til landsins frá Kína um síðastliðna helgi og er nú í sóttkví. 26. febrúar 2020 21:05 Íslendingar á heimleið frá Norður-Ítalíu fari í sóttkví Sóttvarnalæknir beinir þeim tilmælum til Íslendinga á skíðum á Ítalíu og víðar, sem fara um flugvelli á Norður-Ítalíu, fari í sóttkví við komuna til Íslands. Þetta kom fram á blaðamannafundi almannavarnadeildar síðdegis í dag. 26. febrúar 2020 16:48 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Tíu Íslendingar á hótelinu á Tenerife Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. 26. febrúar 2020 16:57
Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16
Kórónuveirusmit staðfest í Noregi Hin smitaða kom til landsins frá Kína um síðastliðna helgi og er nú í sóttkví. 26. febrúar 2020 21:05
Íslendingar á heimleið frá Norður-Ítalíu fari í sóttkví Sóttvarnalæknir beinir þeim tilmælum til Íslendinga á skíðum á Ítalíu og víðar, sem fara um flugvelli á Norður-Ítalíu, fari í sóttkví við komuna til Íslands. Þetta kom fram á blaðamannafundi almannavarnadeildar síðdegis í dag. 26. febrúar 2020 16:48