Helmingur vítaspyrna Manchester City á leiktíðinni hafði farið forgörðum þangað til Kevin De Bruyne steig upp og skoraði örugglega í sigri liðsins á Real Madrid í gærkvöld. Var það aðeins sjötta vítaspyrna City liðsins sem söng í netinu en alls hefur liðið fengið 11 víti á leiktíðinni.
Það hefur eflaust farið um Belgann þegar hann steig upp til að taka vítaspyrnuna á Santiago Bernabéu á 83. mínútu leiksins í gærkvöld. Staðan 1-1 og City aðeins skorað úr tveimur af síðustu sjö vítaspyrnum sínum.
De Bruyne lét það ekki á sig fá og skoraði af öryggi. Það merkilega við spyrnuna var mögulega sú staðreynd að þetta var fyrsta vítið sem De Bruyne tekur á leiktíðinni.
Mögulega hefði Sergio Agüero tekið spyrnuna hefði hann verið inn á vellinum en hann hefur skorað úr þremur af fjórum spyrnum sínum á leiktíðinni. Hann klúðraði hins vegar síðustu spyrnu líkt og İlkay Gündoğan, Gabriel Jesus og Raheem Sterling en þeir þrír voru allir inn á vellinum er City fékk vítið í gær.
Man City's penalties in all competitions this season:
— WhoScored.com (@WhoScored) February 27, 2020
Aguero vs WHU
Aguero vs WAT
Aguero vs Atalanta
Jesus vs Atalanta
Gundogan vs LEI
Sterling vs WOL
Jesus vs SHU
Gundogan vs Fulham
Gundogan vs TOT
Aguero vs LEI
De Bruyne vs Madrid pic.twitter.com/gmb2fJ1DOr
Mikil umræða hefur verið í kringum vítaspyrnur Manchester City á leiktíðinni og umræða farið af stað hvort Ederson, markvörður liðsins, myndi taka næstu spyrnu en ef er að marka orð Pep Guardiola, þjálfara City, frá 2018 þá er það ekki að fara gerast.
Nú þarf þess heldur ekki ef De Bruyne heldur áfram að taka vítaspyrnur liðsins.