Handbolti

Lykil­leik­menn fram­lengja í Eyjum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fannar og Sunna eftir að hafa framlengt samninga sína.
Fannar og Sunna eftir að hafa framlengt samninga sína. mynd/íbvhandbolti

Stuðningsmenn handboltaliða ÍBV fengu góðar fréttir í kvöld þegar greint var frá því að Sunna Jónsdóttir og Fannar Þór Friðgeirsson hefðu framlengt samning sína við félagið.

Bæði Fannar og Sunna hafa leikið í Vestmannaeyjum síðustu tvö tímabil og munu leika með liðinu næstu tvö árin.

„Sunna og Fannar hafa verið í lykilhlutverkum hjá liðunum okkar og er því gleðilegt og ekki síður mikilvægt fyrir félagið að tryggja sér krafta þeirra áfram,“ segir í tilkynningu ÍBV.

Fannar hefur skorað 44 mörk í 18 deildarleikjum fyrir ÍBV í vetur auk þess að gefa 41 stoðsendingu. ÍBV er komið í undanúrslit bikarsins og situr í 6. sæti Olís-deildarinnar.

Sunna hefur skorað 75 mörk í 17 deildarleikjum. Hún hefur gefið 32 stoðsendingar en Eyjaliðið er í 5. sæti Olís-deildar kvenna og berst um sæti í úrslitakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×