Paul Scholes, sparkspekingur BT Sport, hrósaði Bruno Fernandes í hástert eftir leik Manchester United gegn Club Brugge í Evrópudeildinni í gær.
Bruno skoraði eitt mark og átti þátt í hinum mörkunum er United vann 5-0 sigur á Club Brugge. Samanlagt vann United einvígið 6-1.
Portúgalinn hefur gert það gott síðan hann kom til félagsins frá Sporting í janúar og Scholes er hrifinn.
„Lið sem var án lífs sóknarleag er á lífi núna. Maður spyr sig hvar þeir væru ef hann hefði komið í sumar. Hann hefur gert lið sem var nánast ekki hægt að horfa á, horfanlegt á nýjan leik,“ sagði Scholes við BT Sport.
Owen Hargreaves, fyrrum samherji Scholes hjá United, var einnig í settinu í gær og tók undir með þeim enska.
"He looks like he can be a hero of the fans."
— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 27, 2020
"His awareness on the pitch is special."
Paul Scholes and Owen Hargreaves are suitably impressed with Bruno Fernandes' start to life at Old Trafford! pic.twitter.com/ZtptiluPct
„Hann lítur ótrúlega vel út. Það eru margir brosandi eftir leikinn og hinir leikmennirnir líta svo miklu betru út. Hann er svo klókur. Þetta er eins og þegar ég spilaði með Scholes, hann var alltaf einu eða tveimur skrefum á undan öðrum. Stuðningsmennirnir kalla nafn hans.“
Það var ekki bara Bruno Fernandes sem fékk hrós því einnig hrósuðu þeir Odion Ighalo.
„Hann gerði vel í kvöld og leit vel út. Hann hefur ekki spilað síðan 1. desember. Hann kom inn í liðið á réttum tíma, þegar skapandi leikmaður eins og Bruno kom,“ sagði Scholes.