Arsenal gæti þurft að endurgreiða aðdáendum sínum yfir 4 milljónir punda Ísak Hallmundarson skrifar 29. febrúar 2020 10:45 Mikel Arteta þjálfari Arsenal vísir/getty Slæmt gengi Arsenal í bikarkeppnum gæti haft áhrif á budduna hjá félaginu. Liðið gæti þurft að endurgreiða aðdáendum sínum miða ef það tapar í FA-bikarnum á mánudaginn. Þeir sem keyptu ársmiða á heimaleiki Arsenal borguðu fyrir að fá að horfa á sjö bikarleiki á Emirates-vellinum á leiktíðinni. Eins og staðan er núna hefur Arsenal einungis spilað fimm heimaleiki í bikarkeppnum, en liðið féll úr leik í Evrópudeildinni í vikunni. Fari svo að Arsenal tapi gegn Portsmouth á útivelli í FA-bikarnum næsta mánudag, þarf félagið að bjóða aðdáendum sínum endurgreiðslu fyrir tvo heimaleiki. Það myndi einnig gerast ef liðið kemst áfram á mánudaginn en er síðan dregið aftur á útivöll í næstu umferð og fellur þá úr leik. Upphæðin sem ársmiðahafar fá er breytileg eftir því hvar þeir eru með sæti á vellinum en Arsenal má búast við að þurfa að borga að meðaltali um 50 pund til hvers ársmiðahafa fyrir hvern heimaleik sem liðið spilar ekki. Reiknað er með að það verði yfir 4,5 milljónir punda allt í allt. Aðdáendurnir geta síðan valið hvort þeir fái peninginn lagðan inn á sig eða afslátt af ársmiðum næsta tímabils. Til að bæta gráu ofan á svart þýðir það að Arsenal féll úr leik í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir tap gegn Olympiakos í gær að félagið fær aðeins 15 milljónir punda fyrir þátttöku sína í Evrópudeildinni á þessari leiktíð. Til samanburðar fékk félagið 40 milljónir punda fyrir að fara í úrslitin á síðasta ári. Liðið er einnig í slæmri stöðu í ensku úrvalsdeildinni, fjórum stigum frá öruggu sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð, en það hefur ekki gerst síðan árið 1995 að Arsenal taki ekki þátt í Evrópukeppni. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu hvernig Aubameyang fór úr hetju í skúrk á mettíma | Myndband Pierre-Emerick Aubameyang skoraði eitt mark en hefði átt að skora tvö er Arsenal mætti Olympiakos í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Arsenal er úr leik eftir framlengdan leik. 28. febrúar 2020 12:00 Martin Keown hakkaði Arsenal í sig: „Þetta er hrikalegt“ Arsenal datt út úr Evrópudeildinni í gærkvöldi er liðið tapaði 2-1 á heimavelli gegn Olympiakos í síðari leik liðanna. Framlengja þurfti leikinn og kom sigurmarkið í uppbótartíma. 28. febrúar 2020 15:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Slæmt gengi Arsenal í bikarkeppnum gæti haft áhrif á budduna hjá félaginu. Liðið gæti þurft að endurgreiða aðdáendum sínum miða ef það tapar í FA-bikarnum á mánudaginn. Þeir sem keyptu ársmiða á heimaleiki Arsenal borguðu fyrir að fá að horfa á sjö bikarleiki á Emirates-vellinum á leiktíðinni. Eins og staðan er núna hefur Arsenal einungis spilað fimm heimaleiki í bikarkeppnum, en liðið féll úr leik í Evrópudeildinni í vikunni. Fari svo að Arsenal tapi gegn Portsmouth á útivelli í FA-bikarnum næsta mánudag, þarf félagið að bjóða aðdáendum sínum endurgreiðslu fyrir tvo heimaleiki. Það myndi einnig gerast ef liðið kemst áfram á mánudaginn en er síðan dregið aftur á útivöll í næstu umferð og fellur þá úr leik. Upphæðin sem ársmiðahafar fá er breytileg eftir því hvar þeir eru með sæti á vellinum en Arsenal má búast við að þurfa að borga að meðaltali um 50 pund til hvers ársmiðahafa fyrir hvern heimaleik sem liðið spilar ekki. Reiknað er með að það verði yfir 4,5 milljónir punda allt í allt. Aðdáendurnir geta síðan valið hvort þeir fái peninginn lagðan inn á sig eða afslátt af ársmiðum næsta tímabils. Til að bæta gráu ofan á svart þýðir það að Arsenal féll úr leik í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir tap gegn Olympiakos í gær að félagið fær aðeins 15 milljónir punda fyrir þátttöku sína í Evrópudeildinni á þessari leiktíð. Til samanburðar fékk félagið 40 milljónir punda fyrir að fara í úrslitin á síðasta ári. Liðið er einnig í slæmri stöðu í ensku úrvalsdeildinni, fjórum stigum frá öruggu sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð, en það hefur ekki gerst síðan árið 1995 að Arsenal taki ekki þátt í Evrópukeppni.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu hvernig Aubameyang fór úr hetju í skúrk á mettíma | Myndband Pierre-Emerick Aubameyang skoraði eitt mark en hefði átt að skora tvö er Arsenal mætti Olympiakos í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Arsenal er úr leik eftir framlengdan leik. 28. febrúar 2020 12:00 Martin Keown hakkaði Arsenal í sig: „Þetta er hrikalegt“ Arsenal datt út úr Evrópudeildinni í gærkvöldi er liðið tapaði 2-1 á heimavelli gegn Olympiakos í síðari leik liðanna. Framlengja þurfti leikinn og kom sigurmarkið í uppbótartíma. 28. febrúar 2020 15:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Sjáðu hvernig Aubameyang fór úr hetju í skúrk á mettíma | Myndband Pierre-Emerick Aubameyang skoraði eitt mark en hefði átt að skora tvö er Arsenal mætti Olympiakos í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Arsenal er úr leik eftir framlengdan leik. 28. febrúar 2020 12:00
Martin Keown hakkaði Arsenal í sig: „Þetta er hrikalegt“ Arsenal datt út úr Evrópudeildinni í gærkvöldi er liðið tapaði 2-1 á heimavelli gegn Olympiakos í síðari leik liðanna. Framlengja þurfti leikinn og kom sigurmarkið í uppbótartíma. 28. febrúar 2020 15:00