Ekkert gerræði er grimmara hinu opinbera Arnar Sverrisson skrifar 10. febrúar 2020 08:00 Í fyrstu og annarri bylgju kvenfrelsunar hafði auðvaldssamfélagið verið versti óvinur frelsara af mörgu tagi; jafnaðarmanna, byltingarmanna, stjórnleysingja og kvenfrelsara, svo einhverjir séu nefndir til sögu. Kvenfrelsarar höfðu túlkað lög nítjándu aldar í þá veru, að konur nytu ekki fullra mannréttinda í ljósi þess, að giftar konur væri ekki sjálfsstæður aðilji fyrir lögum, og hefðu þar af leiðandi ekki beinan rétt til að kjósa til þings, frekar en lungi karlmanna. En þær gátu þó höfðað mál á hendur eiginkörlum sínum. Í þessu var kúgun þeirra fólgin í þá daga. Kvenfrelsunarhreyfingar kröfðust uppúr þar síðustu aldamótum kosningaréttar handa öllum konum. (En þó ekki nauðsynlega fyrir alla karla.) Karlar þjóðþinganna urðu átakalítið við óskum kvenna um þingkosningarétt um svipað leyti og öllum kynbræðrum þeirra var hann einnig veittur. En nú voru góð ráð dýr. Hvernig skyldi áróðrinum haldið áfram? Og pyngjan nærri tóm! Einn áróðursherforingjanna, Gloria Steinem (f. 1934) fann lausnina: „Við verðum að afnema bannsett (fucking) feðraveldið. Afnám auðvaldsins er hégómi fyrir okkur.“ Þannig upphófust samfarir auðvalds og kvenfrelsunar. Kvenfrelsurum var ríkulega launað og fjárfesting auðjöfranna – og smám saman ríkisstjórna allra iðnríkja Vesturálfu – reyndist arðbær. Önnur hugmyndafræðisprauta kvenfrelsaranna, Camilla Paglia, lofaði þetta ástarsamband og þakkaði auðvaldssamfélaginu innvirðulega fyrir að skapa sér aðstæður til að rannsaka og skrifa. Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkja Norður-Ameríku (BNA), Madeleine Albright (f. 1937) hvatti kynsysturnar áfram á sinn sérstaka hátt: „Það er til ákveðinn kimi í helvíti fyrir konur, sem ekki leggja lið kynsystrum sínum,“ hvíslaði hún eyra þeirra. Nýir hugmyndafræðingar lögðu sitt af mörkum. Mary Daly (1928-2010) sagði t.d.: „Með þá viðurkenningu í huga, að reðurveldið hafi með goðsögum sínum og stofnunum unnið umtalsverð skemmdarverk á vitundinni, munum við halda uppteknum hætti og útnefna föðurveldið sem öfuguggaviðmið [um samfélag], og uppsprettu annarrar félagslegrar illsku.“ Skömmu eftir, að ástarævintýrið með auðvaldinu hófst, var saminn langur listi yfir þau áróðursatriði, sem sérstök áhersla skyldi lögð á. Eitt af þeim fyrstu var heimilisofbeldi svonefnt, sem í raun réttri snérist um ofbeldi karla gegn börnum og konum. Konur voru hvítskúraðar af ofbeldishneigð. Þessi kennisetning var afleidd af grundvallarkennisetningunni um karla sem rót alls ills, kúgara kvenna og barna. Áróður kvenfrelsaranna reið nú eins og flóðbylgja yfir vestræn iðnríki. En í áróðri felst „boðun hugmynda, upplýsinga eða söguburðar í þeim tilgangi að aðstoða eða baka tjón stofnun, málstaði eða einstaklingi. [Um er að ræða] hugmyndir, staðreyndir, [dylgjur] eða ásakanir, boðaðar í þeim [eina] ásetningi að efla eigin málstað ellegar skaða andstæðan slíkan. [Áróður] merkir einnig opinbera aðgerð, sem slík áhrif hefur.“ (Orðabók Merriam-Webster.) Kvenfrelsarar hafa leitast við að glæða lífi augljósa fásinnu, bábiljur, trölla- og goðsögur, með fræðum og vísindum, sem iðulega hafa reynst villuljós. „Kvenfrelsarar hafa verið óvandaðir að virðingu sinni í því, er lýtur að staðreyndum,“ segja hagfræðingarnir, Diana Furchtgott Roth og Christine Elba, í bók sinni „Kvenfrelsunarkreppunni.“ (The Feminist Paradox.) Kanadíski sálfræðingurinn, Steven Pinker, tekur í sama streng: „Kvenfrelsunarbarátta fyrir jafnrétti í stjórnmálalegu og félagslegu tilliti er mikilvæg, en kvenfrelsunarfræðaklíkur á háskólastigi, sem einbeita sér að furðukennisetningum, eru það ekki. ... [því] kynerfðakvenfrelsun steytir gegn vísindunum. ... [Kvenfrelsararnir] berjast með kjafti og klóm gegn rannsóknum á kynferði og mismuni kynjanna. ... [Það er] meginástæðan fyrir því, að heiftúðlega er spyrnt gegn beitingu vitneskju um þróun, erfðafræði og taugafræði, í umræðu um mannshugann.“ Norður-ameríski félagsfræðingurinn, Steven Goldberg ( f. 1941), sagði árið 1973, þegar áróðurherferð þriðju bylgju kvenfrelsunar, hafði verið ýtt úr vör: „Það er blekking, þegar kvenfrelsarar í nafni fræðilegra rannsókna, eru svo fúsir til að upphugsa staðreyndir, hafna þeim eða taka til sín eftir því, hvernig [staðreyndirnar] höfða til tilfinninga þeirra.“ Kvenfrelsararnir hafa lagt ofuráherslu á að telja stjórnmálamönnum og landslýði trú um, að konur væru fórnarlömb karla. „Kvenfrelsarar hafa víða komið við með boðskap sinn. Hér um bil allir skólar og vinnustaðir ... kynna kúgunarguðspjall kvenfrelsaranna þeim, sem hugljómunar er vant. ... Það stappar nærri guðlasti í margra augum að láta að því liggja, að konur séu ekki kúgaðar. ... Við búum í samfélagi, sem hefur tekið sjálfkunngerð fórnarlömb í dýrðlingatölu. ... [K]venfrelsunarhreyfingarnar ... staðhæfa þrálátlega, að konur séu fórnarlömb [karla]. Það eru kaldhæðnisleg skilaboð hreyfingar, sem upphaflega var knúin til dáða á þeirri forsendu, að konur væru jafnokar karla að greind og hæfni og skyldu af þeim sökum bjóðast sömu tækifæri til þátttöku í borgaralegu lífi.“ (Diana Furchtgott-Roth og Christine Elba) Önnur megináhersla hefur verið að þvinga gegnum þjóðþing og alþjóðastofnanir löggjöf og samningum, sem innsigla fórnarlambsstöðu kvenna. Þar hefur þeim vissulega tekist vel upp. Herförin gegn körlum sem barnaníðingum stóð sem hæst frá lokum áttunda áratugar síðustu aldar og fram undir aldamót. Fyrir kvenfrelsara í BNA kom árið 1974 svokallaður Mondale lagabálkur eins og hvalreki, kenndur við Walter F. Mondale (f. 1928), sem síðar varð varaforseti Richard Nixon. Sprautað var inn skattfé til rannsókna á heimilisofbeldi, stofnunar barnaverndar (child proection agencies) og þjálfunar starfsmanna. Barnaverndin tók til óspilltra málanna samkvæmt aðgerðaáætlun (Child Abuse Prevention and Treatment Program Act) við að spyrna gegn þeirri misnotkun barna, sem kvenfrelsararnir staðhæfðu að ætti sér stað. Fram að því voru tilkynningar um misferli gegn börnum sjaldgæfar. Í kjölfarið var sett á stofn gífurlegt skrifræði á vegum alríkisstjórnarinnar, sem skyldaði alþýðu og starfsmenn í heilbrigðis- og félagsþjónustu að tilkynna grun um brot af þessu tagi. Það var falið í vald tilkynnanda og „rannsakanda“ hjá barnaverndaryfirvöldum og lögreglu, hvort um brot væri að ræða og hvort það ætti heima í réttarsölum. Svipuð löggjöf er einnig í gildi á Norðurlöndunum. Einnig var stofnað fræðasetur (National Center on Child Abuse and Neglect) um málaflokkinn undir forystu Douglas J. Besharov. Víða í BNA voru settar á laggirnar gjaldlausir símar, þar sem mátti senda inn nafnlausar tilkynningar um misnotkun barna. Sömuleiðis voru gerðar skrár um sakborninga, án tillits til, hvort þeir væru sakfelldir eða ekki. Skráning stendur óhögguð árum saman. Tæp áttatíu af hundraði skráðra einstaklinga eru saklausir. Tilkynnandi nýtur réttarverndar eða friðhelgi laga, megi ætla, að hlutaðeigandi; þ.e. almennir borgarar, starfsmenn í dómskerfinu eða fagmenn, hafi tilkynnt ótilhlýðilega háttsemi í „góðri trú.“ Og skiptir þá engu, hvert sé tilefni tilkynningar eða niðurstaða dóms. Eins og við mátti búast varð „tilkynningasprenging“ Árið 2009 bárust 3.3 milljónir tilkynninga eða aukning um 2.438% á tæpri hálfri öld. Samtímis unnu kvenfrelsarar ötullega að því að grafa undan trausti karlmann hvarvetna – ekki síst feðrum. Herferðin tók brátt á sig mynd galdraofsókna. Ofsóknir þessar urðu t.d. norður-ameríska blaðamanninum, Dorothy Rabinowitz, að rannsóknarefni. Hún hlaut hin virtu Pulitzer verðlaun fyrir gagnrýna umfjöllun sína. Skömmu eftir síðustu aldamót gaf hún út bók um rannsóknir sínar; „Grimmasta gerræðið. Ásakanir, ljúgvitni og önnur ódæðisverk á okkar méli“ (No Crueler Tyrannies. Accusation, False Witnes, And Other Terrors of Our Times). Titil bókarinnar sækir hún til orða franska stjórnvitringsins og dómarans, Charles-Louis de Secondat, Baron de La Bréde et de Montequieu (1689-1755). Honum féllu svo orð: „Ekkert gerræði er grimmara því, sem fram fer undir hlífiskildi laganna og í nafni réttvísinnar.“ Karlar urðu einkum skotspænir í ofsóknunum, sér í lagi þær, sem störfuðu með börnum eða tengdust slíkri starfsemi á einhvern hátt. Sefasýkin fór eins og logi yfir akur. Í nokkrum tilvikum voru konur einnig ákærðar, þó oftast taldir aðstoðarmenn barnaníðinga af karlkyni. Þeir hlutu eins og venja er miklu vægari dóma. Viðkvæðið: „Kvenkynskynferðisafbrotamenn eru færri að tölu. En þegar konur koma við sögu, er oftast um að ræða aðalskúrk, sem er karlkyns.“ (Dorothy Rabinowitz) Ákærur voru grundvallaðar á frásögnum barnanna, sem iðulega þurfti að yfirheyra með ýmsum, undarlegum aðferðum, til að fá þau til að segja haldgóða sögu. Alls kyns sérfræðingar voru boðaðir til leiks. Einn þeirra var Susan Kelly, hjúkrunarfræðingur. Hún lofaði verðlaunum, ef börnin segðu frá „slæmum hlutum“ og tjáði börnunum, að uppljóstrun þeirra myndi hjálpa hinum fórnarlömbunum. Hún lét börnin vita af því, að létu þau hjá líða, yrðu hún sorgmædd. Þrátt fyrir, að sum barnanna neituðu því hnakkakerrt, að misnotkun hefði átt sér stað, lagði hjúkrunarfræðingurinn að foreldrum að senda börnin í meðferð, þar sem hún engu að síður væri sannfærð um, að misnotkun hefði átt sér stað. Þau ólseigustu voru yfirheyrð klukkutímum saman af bæði lögreglu og barnaverndaryfirvöldum, sem sum hver voru opnuð dúkkum, þar sem kynfæri voru sérstaklega áberandi og sýnd í smáatriðum. Eitt stúlkubarnanna svaraði, þegar hún var spurð um, hvar „trúðurinn“ hefði snert hana; á fótinn. Því næst tók hjúkrunarfræðingurinn upp á því, að leiða börnin í sannleikann um níðið við hjálp ævintýra. Í einu slíku umhverfðist hali fíls í reður sakborningsins. Sum barnanna sáu sér leik á borði. Þau snéru taflinu við með „kaup kaups aðferð,“ þ.e. þau heimtuðu verðlaun, segðu þau „eitthvað sérstakt.“ Börnin voru sömuleiðis beitt annars konar þrýstingi. Þau voru brýnd til þess með frásögnum um einmitt „eitthvað sérstakt“ að gleðja foreldra sína og að segja betri sögur, heldur en leikfélagarnir. Einn drengjanna tók áskorun. Honum sagðist svo frá, að hann hefði verið eltur af lýsandi hnöttum (boltum) með bláum doppum, og að sextán börn í leikskólanum hefðu týnt lífi. Félagi hans sagði sögu um leyniherbergi eða töfraherbergi, þar sem trúðurinn misþyrmdi þeim. Þar var hann m.a. þvingaður til að leggja sér soðna hvítvoðunga til munns, stundum saur. Í vettvangsferð var hann særður til að éta frosk, sem var á bragðið eins og salat og sagði „kvakk, kvakk.“ Síðar hefði hann verið með stunginn með hnífi, dreginn inn í kirkjugarð og misþyrmt. Hjúkrunarfræðingurinn setti börnin sömuleiðis í hópmeðferð, þar sem þau léku sér með eftirlíkingar af nöktu fólki og spjölluðu um reynslu sína af leikskólanum. Susan og aðrir sérfræðingar slógu ekki slöku við. Þeir fræddu lögreglu, félagsmálayfirvöld, dómara og kviðdómara um illt eðli karla, lymskulegt hátterni barnaníðinga og misnotkunarheilkennið. Þegar best lék voru einkenni, sem börn gátu sýnt, orðin sextíu og sex að tölu. Færi svo, að þau vildu ekki samsinna túlkun sérfræðinganna, væri um að kenna „bældum minningum“ eða dauðans angist við barnaníðinginn. Sefasýkin varð að átrúnaði. Virðulegir dómarar og kviðdómarar af báðum kynjum skeggræddu ofangreind ævintýri. Það hlakkaði í kvenfrelsurunum. Þeir höfðu náð undirtökunum á almenningsálitinu. Fjölmiðlar studdu þá dyggilega. „[Á] níunda áratugi [síðustu aldar] drógu jafnvel skilningsríkustu ritstjórar lappirnar og guggnuðu við þá tilhugsun að draga í efa ásakanir á hendur dæmdum barnaníðingi.“ (Dorothy Rabinowitz) í viðtali við „Boston Globe,“ sagði Lawrence Hardoon, saksóknari, að stríðið gegn kynferðislegri misnotkun barna væri svo áríðandi að leggja þyrfti sig fram um að sakfella alla, sem ákærðir væru. Hann varpaði fram þessari spurningu: „[Æ]tti samfélagið ekki að sjá í gegnum fingur með það, að röng sakfelling eigi sér stað eins og tvisvar, í skiptum fyrir vernd hundraða barna.“ Annar saksóknari sagði það alkunnu, að börn lygju ekki til um kynferðislega misnotkun (frekar en konur). Eftir rétt um tuttugu ára galdraofsóknir fór fólk að rumska, þegar sífellt bárust niðurstöður rannsókna, sem afhjúpuðu vísindalegan óheiðarleika kvenfrelsaranna og fræðilegt fúsk. Fyrrgreindur, Douglas J. Besharov, segir: „Jafnvel í tilvikum, þar sem unnt er að færa sönnur á misnotkun, er hlutfall alvarlegra tilvika (þ.e. andlát, lífshættu eða alvarlega áverka) lágt. Í raun snúast langflest, staðfestra tilvika um „minniháttar“ misnotkun og vanrækslu eins og t.d. að slæma til hendi eða vanburðugt heimilishald. Hvað viðkemur kynferðislegu ofbeldi, var einungis sex af hundraði tilvika „álitinn af alvarlegu tagi.“ Þau tilvik, sem út af stóðu, fólu að líkindum í sér eitthvað í ætt við ótilhlýðilega snertingu, gælur.“ (Stephen M. Krason) Verulegur fjöldi réttarmorða hefur verið framin í BNA, Norðurlöndunum og víðar. Og enn tærast feður/karlar upp í fangelsum. „Að áliðnum tíunda áratugi síðustu aldar... hafði áfrýjunarréttur um gervöll BNA umsnúið málum, sem fjölmiðlar áður höfðu gert mikið fjaðrafok út af. ... Hin ævintýralegu réttarhöld skildu eftir sig spor. Sérhverju skólabarni og sérhverjum bitrum maka var nú ljóst það óviðjafnanlega vald, sem fólgið væri í ákæru um [kynferðislega] misnotkun barna.“ ... „Hvergi er hreyft við saksóknurum, rannsakendum, sérfróðum vitnum og ákærendum.“ (Dorothy Rabinowitz) Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðingar eru hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Í fyrstu og annarri bylgju kvenfrelsunar hafði auðvaldssamfélagið verið versti óvinur frelsara af mörgu tagi; jafnaðarmanna, byltingarmanna, stjórnleysingja og kvenfrelsara, svo einhverjir séu nefndir til sögu. Kvenfrelsarar höfðu túlkað lög nítjándu aldar í þá veru, að konur nytu ekki fullra mannréttinda í ljósi þess, að giftar konur væri ekki sjálfsstæður aðilji fyrir lögum, og hefðu þar af leiðandi ekki beinan rétt til að kjósa til þings, frekar en lungi karlmanna. En þær gátu þó höfðað mál á hendur eiginkörlum sínum. Í þessu var kúgun þeirra fólgin í þá daga. Kvenfrelsunarhreyfingar kröfðust uppúr þar síðustu aldamótum kosningaréttar handa öllum konum. (En þó ekki nauðsynlega fyrir alla karla.) Karlar þjóðþinganna urðu átakalítið við óskum kvenna um þingkosningarétt um svipað leyti og öllum kynbræðrum þeirra var hann einnig veittur. En nú voru góð ráð dýr. Hvernig skyldi áróðrinum haldið áfram? Og pyngjan nærri tóm! Einn áróðursherforingjanna, Gloria Steinem (f. 1934) fann lausnina: „Við verðum að afnema bannsett (fucking) feðraveldið. Afnám auðvaldsins er hégómi fyrir okkur.“ Þannig upphófust samfarir auðvalds og kvenfrelsunar. Kvenfrelsurum var ríkulega launað og fjárfesting auðjöfranna – og smám saman ríkisstjórna allra iðnríkja Vesturálfu – reyndist arðbær. Önnur hugmyndafræðisprauta kvenfrelsaranna, Camilla Paglia, lofaði þetta ástarsamband og þakkaði auðvaldssamfélaginu innvirðulega fyrir að skapa sér aðstæður til að rannsaka og skrifa. Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkja Norður-Ameríku (BNA), Madeleine Albright (f. 1937) hvatti kynsysturnar áfram á sinn sérstaka hátt: „Það er til ákveðinn kimi í helvíti fyrir konur, sem ekki leggja lið kynsystrum sínum,“ hvíslaði hún eyra þeirra. Nýir hugmyndafræðingar lögðu sitt af mörkum. Mary Daly (1928-2010) sagði t.d.: „Með þá viðurkenningu í huga, að reðurveldið hafi með goðsögum sínum og stofnunum unnið umtalsverð skemmdarverk á vitundinni, munum við halda uppteknum hætti og útnefna föðurveldið sem öfuguggaviðmið [um samfélag], og uppsprettu annarrar félagslegrar illsku.“ Skömmu eftir, að ástarævintýrið með auðvaldinu hófst, var saminn langur listi yfir þau áróðursatriði, sem sérstök áhersla skyldi lögð á. Eitt af þeim fyrstu var heimilisofbeldi svonefnt, sem í raun réttri snérist um ofbeldi karla gegn börnum og konum. Konur voru hvítskúraðar af ofbeldishneigð. Þessi kennisetning var afleidd af grundvallarkennisetningunni um karla sem rót alls ills, kúgara kvenna og barna. Áróður kvenfrelsaranna reið nú eins og flóðbylgja yfir vestræn iðnríki. En í áróðri felst „boðun hugmynda, upplýsinga eða söguburðar í þeim tilgangi að aðstoða eða baka tjón stofnun, málstaði eða einstaklingi. [Um er að ræða] hugmyndir, staðreyndir, [dylgjur] eða ásakanir, boðaðar í þeim [eina] ásetningi að efla eigin málstað ellegar skaða andstæðan slíkan. [Áróður] merkir einnig opinbera aðgerð, sem slík áhrif hefur.“ (Orðabók Merriam-Webster.) Kvenfrelsarar hafa leitast við að glæða lífi augljósa fásinnu, bábiljur, trölla- og goðsögur, með fræðum og vísindum, sem iðulega hafa reynst villuljós. „Kvenfrelsarar hafa verið óvandaðir að virðingu sinni í því, er lýtur að staðreyndum,“ segja hagfræðingarnir, Diana Furchtgott Roth og Christine Elba, í bók sinni „Kvenfrelsunarkreppunni.“ (The Feminist Paradox.) Kanadíski sálfræðingurinn, Steven Pinker, tekur í sama streng: „Kvenfrelsunarbarátta fyrir jafnrétti í stjórnmálalegu og félagslegu tilliti er mikilvæg, en kvenfrelsunarfræðaklíkur á háskólastigi, sem einbeita sér að furðukennisetningum, eru það ekki. ... [því] kynerfðakvenfrelsun steytir gegn vísindunum. ... [Kvenfrelsararnir] berjast með kjafti og klóm gegn rannsóknum á kynferði og mismuni kynjanna. ... [Það er] meginástæðan fyrir því, að heiftúðlega er spyrnt gegn beitingu vitneskju um þróun, erfðafræði og taugafræði, í umræðu um mannshugann.“ Norður-ameríski félagsfræðingurinn, Steven Goldberg ( f. 1941), sagði árið 1973, þegar áróðurherferð þriðju bylgju kvenfrelsunar, hafði verið ýtt úr vör: „Það er blekking, þegar kvenfrelsarar í nafni fræðilegra rannsókna, eru svo fúsir til að upphugsa staðreyndir, hafna þeim eða taka til sín eftir því, hvernig [staðreyndirnar] höfða til tilfinninga þeirra.“ Kvenfrelsararnir hafa lagt ofuráherslu á að telja stjórnmálamönnum og landslýði trú um, að konur væru fórnarlömb karla. „Kvenfrelsarar hafa víða komið við með boðskap sinn. Hér um bil allir skólar og vinnustaðir ... kynna kúgunarguðspjall kvenfrelsaranna þeim, sem hugljómunar er vant. ... Það stappar nærri guðlasti í margra augum að láta að því liggja, að konur séu ekki kúgaðar. ... Við búum í samfélagi, sem hefur tekið sjálfkunngerð fórnarlömb í dýrðlingatölu. ... [K]venfrelsunarhreyfingarnar ... staðhæfa þrálátlega, að konur séu fórnarlömb [karla]. Það eru kaldhæðnisleg skilaboð hreyfingar, sem upphaflega var knúin til dáða á þeirri forsendu, að konur væru jafnokar karla að greind og hæfni og skyldu af þeim sökum bjóðast sömu tækifæri til þátttöku í borgaralegu lífi.“ (Diana Furchtgott-Roth og Christine Elba) Önnur megináhersla hefur verið að þvinga gegnum þjóðþing og alþjóðastofnanir löggjöf og samningum, sem innsigla fórnarlambsstöðu kvenna. Þar hefur þeim vissulega tekist vel upp. Herförin gegn körlum sem barnaníðingum stóð sem hæst frá lokum áttunda áratugar síðustu aldar og fram undir aldamót. Fyrir kvenfrelsara í BNA kom árið 1974 svokallaður Mondale lagabálkur eins og hvalreki, kenndur við Walter F. Mondale (f. 1928), sem síðar varð varaforseti Richard Nixon. Sprautað var inn skattfé til rannsókna á heimilisofbeldi, stofnunar barnaverndar (child proection agencies) og þjálfunar starfsmanna. Barnaverndin tók til óspilltra málanna samkvæmt aðgerðaáætlun (Child Abuse Prevention and Treatment Program Act) við að spyrna gegn þeirri misnotkun barna, sem kvenfrelsararnir staðhæfðu að ætti sér stað. Fram að því voru tilkynningar um misferli gegn börnum sjaldgæfar. Í kjölfarið var sett á stofn gífurlegt skrifræði á vegum alríkisstjórnarinnar, sem skyldaði alþýðu og starfsmenn í heilbrigðis- og félagsþjónustu að tilkynna grun um brot af þessu tagi. Það var falið í vald tilkynnanda og „rannsakanda“ hjá barnaverndaryfirvöldum og lögreglu, hvort um brot væri að ræða og hvort það ætti heima í réttarsölum. Svipuð löggjöf er einnig í gildi á Norðurlöndunum. Einnig var stofnað fræðasetur (National Center on Child Abuse and Neglect) um málaflokkinn undir forystu Douglas J. Besharov. Víða í BNA voru settar á laggirnar gjaldlausir símar, þar sem mátti senda inn nafnlausar tilkynningar um misnotkun barna. Sömuleiðis voru gerðar skrár um sakborninga, án tillits til, hvort þeir væru sakfelldir eða ekki. Skráning stendur óhögguð árum saman. Tæp áttatíu af hundraði skráðra einstaklinga eru saklausir. Tilkynnandi nýtur réttarverndar eða friðhelgi laga, megi ætla, að hlutaðeigandi; þ.e. almennir borgarar, starfsmenn í dómskerfinu eða fagmenn, hafi tilkynnt ótilhlýðilega háttsemi í „góðri trú.“ Og skiptir þá engu, hvert sé tilefni tilkynningar eða niðurstaða dóms. Eins og við mátti búast varð „tilkynningasprenging“ Árið 2009 bárust 3.3 milljónir tilkynninga eða aukning um 2.438% á tæpri hálfri öld. Samtímis unnu kvenfrelsarar ötullega að því að grafa undan trausti karlmann hvarvetna – ekki síst feðrum. Herferðin tók brátt á sig mynd galdraofsókna. Ofsóknir þessar urðu t.d. norður-ameríska blaðamanninum, Dorothy Rabinowitz, að rannsóknarefni. Hún hlaut hin virtu Pulitzer verðlaun fyrir gagnrýna umfjöllun sína. Skömmu eftir síðustu aldamót gaf hún út bók um rannsóknir sínar; „Grimmasta gerræðið. Ásakanir, ljúgvitni og önnur ódæðisverk á okkar méli“ (No Crueler Tyrannies. Accusation, False Witnes, And Other Terrors of Our Times). Titil bókarinnar sækir hún til orða franska stjórnvitringsins og dómarans, Charles-Louis de Secondat, Baron de La Bréde et de Montequieu (1689-1755). Honum féllu svo orð: „Ekkert gerræði er grimmara því, sem fram fer undir hlífiskildi laganna og í nafni réttvísinnar.“ Karlar urðu einkum skotspænir í ofsóknunum, sér í lagi þær, sem störfuðu með börnum eða tengdust slíkri starfsemi á einhvern hátt. Sefasýkin fór eins og logi yfir akur. Í nokkrum tilvikum voru konur einnig ákærðar, þó oftast taldir aðstoðarmenn barnaníðinga af karlkyni. Þeir hlutu eins og venja er miklu vægari dóma. Viðkvæðið: „Kvenkynskynferðisafbrotamenn eru færri að tölu. En þegar konur koma við sögu, er oftast um að ræða aðalskúrk, sem er karlkyns.“ (Dorothy Rabinowitz) Ákærur voru grundvallaðar á frásögnum barnanna, sem iðulega þurfti að yfirheyra með ýmsum, undarlegum aðferðum, til að fá þau til að segja haldgóða sögu. Alls kyns sérfræðingar voru boðaðir til leiks. Einn þeirra var Susan Kelly, hjúkrunarfræðingur. Hún lofaði verðlaunum, ef börnin segðu frá „slæmum hlutum“ og tjáði börnunum, að uppljóstrun þeirra myndi hjálpa hinum fórnarlömbunum. Hún lét börnin vita af því, að létu þau hjá líða, yrðu hún sorgmædd. Þrátt fyrir, að sum barnanna neituðu því hnakkakerrt, að misnotkun hefði átt sér stað, lagði hjúkrunarfræðingurinn að foreldrum að senda börnin í meðferð, þar sem hún engu að síður væri sannfærð um, að misnotkun hefði átt sér stað. Þau ólseigustu voru yfirheyrð klukkutímum saman af bæði lögreglu og barnaverndaryfirvöldum, sem sum hver voru opnuð dúkkum, þar sem kynfæri voru sérstaklega áberandi og sýnd í smáatriðum. Eitt stúlkubarnanna svaraði, þegar hún var spurð um, hvar „trúðurinn“ hefði snert hana; á fótinn. Því næst tók hjúkrunarfræðingurinn upp á því, að leiða börnin í sannleikann um níðið við hjálp ævintýra. Í einu slíku umhverfðist hali fíls í reður sakborningsins. Sum barnanna sáu sér leik á borði. Þau snéru taflinu við með „kaup kaups aðferð,“ þ.e. þau heimtuðu verðlaun, segðu þau „eitthvað sérstakt.“ Börnin voru sömuleiðis beitt annars konar þrýstingi. Þau voru brýnd til þess með frásögnum um einmitt „eitthvað sérstakt“ að gleðja foreldra sína og að segja betri sögur, heldur en leikfélagarnir. Einn drengjanna tók áskorun. Honum sagðist svo frá, að hann hefði verið eltur af lýsandi hnöttum (boltum) með bláum doppum, og að sextán börn í leikskólanum hefðu týnt lífi. Félagi hans sagði sögu um leyniherbergi eða töfraherbergi, þar sem trúðurinn misþyrmdi þeim. Þar var hann m.a. þvingaður til að leggja sér soðna hvítvoðunga til munns, stundum saur. Í vettvangsferð var hann særður til að éta frosk, sem var á bragðið eins og salat og sagði „kvakk, kvakk.“ Síðar hefði hann verið með stunginn með hnífi, dreginn inn í kirkjugarð og misþyrmt. Hjúkrunarfræðingurinn setti börnin sömuleiðis í hópmeðferð, þar sem þau léku sér með eftirlíkingar af nöktu fólki og spjölluðu um reynslu sína af leikskólanum. Susan og aðrir sérfræðingar slógu ekki slöku við. Þeir fræddu lögreglu, félagsmálayfirvöld, dómara og kviðdómara um illt eðli karla, lymskulegt hátterni barnaníðinga og misnotkunarheilkennið. Þegar best lék voru einkenni, sem börn gátu sýnt, orðin sextíu og sex að tölu. Færi svo, að þau vildu ekki samsinna túlkun sérfræðinganna, væri um að kenna „bældum minningum“ eða dauðans angist við barnaníðinginn. Sefasýkin varð að átrúnaði. Virðulegir dómarar og kviðdómarar af báðum kynjum skeggræddu ofangreind ævintýri. Það hlakkaði í kvenfrelsurunum. Þeir höfðu náð undirtökunum á almenningsálitinu. Fjölmiðlar studdu þá dyggilega. „[Á] níunda áratugi [síðustu aldar] drógu jafnvel skilningsríkustu ritstjórar lappirnar og guggnuðu við þá tilhugsun að draga í efa ásakanir á hendur dæmdum barnaníðingi.“ (Dorothy Rabinowitz) í viðtali við „Boston Globe,“ sagði Lawrence Hardoon, saksóknari, að stríðið gegn kynferðislegri misnotkun barna væri svo áríðandi að leggja þyrfti sig fram um að sakfella alla, sem ákærðir væru. Hann varpaði fram þessari spurningu: „[Æ]tti samfélagið ekki að sjá í gegnum fingur með það, að röng sakfelling eigi sér stað eins og tvisvar, í skiptum fyrir vernd hundraða barna.“ Annar saksóknari sagði það alkunnu, að börn lygju ekki til um kynferðislega misnotkun (frekar en konur). Eftir rétt um tuttugu ára galdraofsóknir fór fólk að rumska, þegar sífellt bárust niðurstöður rannsókna, sem afhjúpuðu vísindalegan óheiðarleika kvenfrelsaranna og fræðilegt fúsk. Fyrrgreindur, Douglas J. Besharov, segir: „Jafnvel í tilvikum, þar sem unnt er að færa sönnur á misnotkun, er hlutfall alvarlegra tilvika (þ.e. andlát, lífshættu eða alvarlega áverka) lágt. Í raun snúast langflest, staðfestra tilvika um „minniháttar“ misnotkun og vanrækslu eins og t.d. að slæma til hendi eða vanburðugt heimilishald. Hvað viðkemur kynferðislegu ofbeldi, var einungis sex af hundraði tilvika „álitinn af alvarlegu tagi.“ Þau tilvik, sem út af stóðu, fólu að líkindum í sér eitthvað í ætt við ótilhlýðilega snertingu, gælur.“ (Stephen M. Krason) Verulegur fjöldi réttarmorða hefur verið framin í BNA, Norðurlöndunum og víðar. Og enn tærast feður/karlar upp í fangelsum. „Að áliðnum tíunda áratugi síðustu aldar... hafði áfrýjunarréttur um gervöll BNA umsnúið málum, sem fjölmiðlar áður höfðu gert mikið fjaðrafok út af. ... Hin ævintýralegu réttarhöld skildu eftir sig spor. Sérhverju skólabarni og sérhverjum bitrum maka var nú ljóst það óviðjafnanlega vald, sem fólgið væri í ákæru um [kynferðislega] misnotkun barna.“ ... „Hvergi er hreyft við saksóknurum, rannsakendum, sérfróðum vitnum og ákærendum.“ (Dorothy Rabinowitz) Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðingar eru hans.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun