Minni skjálftavirkni við Þorbjörn og lítið landris Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 16:00 Frá Grindavík en fjallið Þorbjörn er í nágrenni bæjarins. vísir/vilhelm „Þetta er nú allt að róast. Ég myndi nú ekki segja að þetta væri búið, það eru alveg að koma inn skjálftar þarna og við sjáum alveg á Grindavíkurstöðinni að það er enn þá svolítil virkni en hún er mjög lítil þannig að við náum ekki að staðsetja þá,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi spurður út í stöðuna við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Enn er í gildi óvissustig vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir svæðinu við Þorbjörn. Frá 21. janúar hafa yfir 1600 skjálftar verið staðsettir á svæðinu og hafa þeir flestir orðið í suðvestur/norðaustur stefnu um tvo kílómetra norðaustur af Grindavík, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Þá hefur verið líka verið landris á svæðinu, mest um fimm sentimetrar, en Benedikt segir að landrisið sé orðið frekar flatt, það er að punktarnir sem mæla það færast ekki upp á við heldur eru alltaf í sömu stöðu meira og minna. „Og við sjáum það líka í þenslunni eða landrisinu að það er eiginlega orðið svolítið flatt. En við erum aftur á móti að sjá landbreytingar enn þá. Við erum að sjá aflögun á svæðinu þannig að þetta er svolítið öðruvísi merki,“ segir Benedikt. Þannig sé lárétt aflögun í gangi sem geti verið þensla en hún sé svo lítil að ekkert landris sjáist. „En það getur líka verið jarðskorpan að laga sig að því sem var í gangi síðustu tvær, þrjár vikur og ég myndi halda að það væri bæði, það lítur þannig út, að það sé enn þá eitthvað í gangi en bara minna,“ segir Benedikt. Þrátt fyrir að rólegra sé yfir svæðinu nú en verið hefur síðustu vikur fylgjast vísindamenn áfram með allan sólarhringinn enda er alls ekki hægt að segja að þetta sé búið að sögn Benedikts þótt þetta sé á rólegri nótunum. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Telja nú að kvikan sé á þriggja til fimm kílómetra dýpi Vísindaráð Almannavarna kom saman til fundar í dag þar sem farið var yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. 6. febrúar 2020 17:53 „Þetta magn af kviku myndi aldrei geta búið til neitt eldgos“ Kvikan sem er að safnast saman á um þriggja til fimm kílómetra dýpi við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi er í mjög litlu magni að sögn Benedikts Ófeigssonar, jarðeðlisfræðings á Veðurstofu Íslands. 7. febrúar 2020 12:00 Þrjátíu skjálftar frá miðnætti Áfram hafa mælst skjálftar í grennd við Grindavík og einkenndist nóttin af smáskjálftavirkni. 4. febrúar 2020 09:02 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
„Þetta er nú allt að róast. Ég myndi nú ekki segja að þetta væri búið, það eru alveg að koma inn skjálftar þarna og við sjáum alveg á Grindavíkurstöðinni að það er enn þá svolítil virkni en hún er mjög lítil þannig að við náum ekki að staðsetja þá,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi spurður út í stöðuna við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Enn er í gildi óvissustig vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir svæðinu við Þorbjörn. Frá 21. janúar hafa yfir 1600 skjálftar verið staðsettir á svæðinu og hafa þeir flestir orðið í suðvestur/norðaustur stefnu um tvo kílómetra norðaustur af Grindavík, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Þá hefur verið líka verið landris á svæðinu, mest um fimm sentimetrar, en Benedikt segir að landrisið sé orðið frekar flatt, það er að punktarnir sem mæla það færast ekki upp á við heldur eru alltaf í sömu stöðu meira og minna. „Og við sjáum það líka í þenslunni eða landrisinu að það er eiginlega orðið svolítið flatt. En við erum aftur á móti að sjá landbreytingar enn þá. Við erum að sjá aflögun á svæðinu þannig að þetta er svolítið öðruvísi merki,“ segir Benedikt. Þannig sé lárétt aflögun í gangi sem geti verið þensla en hún sé svo lítil að ekkert landris sjáist. „En það getur líka verið jarðskorpan að laga sig að því sem var í gangi síðustu tvær, þrjár vikur og ég myndi halda að það væri bæði, það lítur þannig út, að það sé enn þá eitthvað í gangi en bara minna,“ segir Benedikt. Þrátt fyrir að rólegra sé yfir svæðinu nú en verið hefur síðustu vikur fylgjast vísindamenn áfram með allan sólarhringinn enda er alls ekki hægt að segja að þetta sé búið að sögn Benedikts þótt þetta sé á rólegri nótunum.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Telja nú að kvikan sé á þriggja til fimm kílómetra dýpi Vísindaráð Almannavarna kom saman til fundar í dag þar sem farið var yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. 6. febrúar 2020 17:53 „Þetta magn af kviku myndi aldrei geta búið til neitt eldgos“ Kvikan sem er að safnast saman á um þriggja til fimm kílómetra dýpi við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi er í mjög litlu magni að sögn Benedikts Ófeigssonar, jarðeðlisfræðings á Veðurstofu Íslands. 7. febrúar 2020 12:00 Þrjátíu skjálftar frá miðnætti Áfram hafa mælst skjálftar í grennd við Grindavík og einkenndist nóttin af smáskjálftavirkni. 4. febrúar 2020 09:02 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Telja nú að kvikan sé á þriggja til fimm kílómetra dýpi Vísindaráð Almannavarna kom saman til fundar í dag þar sem farið var yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. 6. febrúar 2020 17:53
„Þetta magn af kviku myndi aldrei geta búið til neitt eldgos“ Kvikan sem er að safnast saman á um þriggja til fimm kílómetra dýpi við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi er í mjög litlu magni að sögn Benedikts Ófeigssonar, jarðeðlisfræðings á Veðurstofu Íslands. 7. febrúar 2020 12:00
Þrjátíu skjálftar frá miðnætti Áfram hafa mælst skjálftar í grennd við Grindavík og einkenndist nóttin af smáskjálftavirkni. 4. febrúar 2020 09:02