Allt á floti þegar sjór gekk á land á Siglufirði í dag Eiður Þór Árnason skrifar 10. febrúar 2020 18:45 Mikið gekk á við höfnina. Skjáskot Sjór gekk á land á Siglufirði í dag og má með sanni segja að allt hafi verið á floti við höfnina í bænum þar sem vegur fór meðal annars undir vatn. Hafnarstarfsmenn áttu í fullu fangi með gera flóðvarnargarða úr snjó til að reyna að bjarga verðmætum. Guðmundur Gauti Sveinsson starfar á hafnarsvæðinu og segist aldrei hafa upplifað annað eins þó hann hafi vissulega séð sjó flæða inn í bæinn áður.Sjá einnig: Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs: „Þetta er bara eins og stórfljót“ „Það hefur komið svona flóð áður, það hefur flætt þarna upp fyrir en ekkert í líkingu hreinlega við það sem var núna, svona svakalegt.“ Hann tók upp símann og skrásetti aðstæður við höfnina fyrir hádegi í dag. Svo merkilegt telst myndbandið að Veðurstofan hafði síðar samband við Guðmund og óskaði eftir því að fá að varðveita það sem heimild. Von á frekari flóðum í kvöld Í samtali við Vísi nú á sjötta tímanum segir Guðmundur að sjávarstaðan sé nú orðin góð og að allt sé komið í samt horf. Þó megi reikna með frekari flóðum á Siglufirði síðar í kvöld en það verður að öllum líkindum ekki eins slæmt og í dag. Guðmundur Gauti Sveinsson starfar hjá fiskmarkaðnum á Siglufirði.Aðsend Guðmundur segist hafa fengið þær skýringar hjá Veðurstofunni að flóðin skýrist af óvenjulega hárri sjávarstöðu í firðinum vegna lægðar sem gangi nú yfir landið. Veðrið ætti hins vegar að fara að lagast og draga á úr vindi í kvöld. Ekkert tjón hlaust af flóðunum í dag að sögn Guðmundar. Ekki neitt tjón „Ég held að það hafi ekki orðið neitt tjón neins staðar, þetta var bara meira sjónarspil heldur en hitt. Ef það hefði verið eitthvað veður með þessu þá hefðum við getað lent töluvert verr í þessu. Þetta slapp rosalega vel.“ Guðmundur veit ekki til þess að gripið verði til frekari ráðstafana við höfnina áður en næsta flóð skelli á síðar í kvöld. Erfitt sé að bregðast við slíkum sjógangi en hafnarstarfsmenn notuðust í dag við vinnuvélar eins og fyrr segir til að gera nokkurs konar varðargarða úr snjó. Var það einkum gert til þess að verja bílvogina á höfninni frá skemmdum og standa þeir skaflar enn. Fjallabyggð Veður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Sjór gekk á land á Siglufirði í dag og má með sanni segja að allt hafi verið á floti við höfnina í bænum þar sem vegur fór meðal annars undir vatn. Hafnarstarfsmenn áttu í fullu fangi með gera flóðvarnargarða úr snjó til að reyna að bjarga verðmætum. Guðmundur Gauti Sveinsson starfar á hafnarsvæðinu og segist aldrei hafa upplifað annað eins þó hann hafi vissulega séð sjó flæða inn í bæinn áður.Sjá einnig: Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs: „Þetta er bara eins og stórfljót“ „Það hefur komið svona flóð áður, það hefur flætt þarna upp fyrir en ekkert í líkingu hreinlega við það sem var núna, svona svakalegt.“ Hann tók upp símann og skrásetti aðstæður við höfnina fyrir hádegi í dag. Svo merkilegt telst myndbandið að Veðurstofan hafði síðar samband við Guðmund og óskaði eftir því að fá að varðveita það sem heimild. Von á frekari flóðum í kvöld Í samtali við Vísi nú á sjötta tímanum segir Guðmundur að sjávarstaðan sé nú orðin góð og að allt sé komið í samt horf. Þó megi reikna með frekari flóðum á Siglufirði síðar í kvöld en það verður að öllum líkindum ekki eins slæmt og í dag. Guðmundur Gauti Sveinsson starfar hjá fiskmarkaðnum á Siglufirði.Aðsend Guðmundur segist hafa fengið þær skýringar hjá Veðurstofunni að flóðin skýrist af óvenjulega hárri sjávarstöðu í firðinum vegna lægðar sem gangi nú yfir landið. Veðrið ætti hins vegar að fara að lagast og draga á úr vindi í kvöld. Ekkert tjón hlaust af flóðunum í dag að sögn Guðmundar. Ekki neitt tjón „Ég held að það hafi ekki orðið neitt tjón neins staðar, þetta var bara meira sjónarspil heldur en hitt. Ef það hefði verið eitthvað veður með þessu þá hefðum við getað lent töluvert verr í þessu. Þetta slapp rosalega vel.“ Guðmundur veit ekki til þess að gripið verði til frekari ráðstafana við höfnina áður en næsta flóð skelli á síðar í kvöld. Erfitt sé að bregðast við slíkum sjógangi en hafnarstarfsmenn notuðust í dag við vinnuvélar eins og fyrr segir til að gera nokkurs konar varðargarða úr snjó. Var það einkum gert til þess að verja bílvogina á höfninni frá skemmdum og standa þeir skaflar enn.
Fjallabyggð Veður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira