Hristu af sér hræðsluna og kynntu nýjan Royal-búðing til leiks Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. febrúar 2020 11:00 Nýjasti meðlimur Royal-búðingafjölskyldunnar er með saltkaramellubragði. Í fyrsta sinn síðan sítrónubúðingurinn kom á markað fyrir 55 árum hefur Royal kynnt nýja búðingabragðtegund til sögunnar. Um er að ræða saltkaramellubragð sem markaðsstjóri John Lindsay hf., móðurfélags Agnars Ludvigssonar sem framleiðir Royal-búðing, segir vera afsprengi vöruþróunartilrauna undanfarinna ára. Starfsmenn hafi smakkað margskonar bragð og að endingum hafi saltkaramellan borið sigurorð af mokkabragði. Hún segist vonast til að Royal geti boðið upp á enn fleiri nýja búðinga á næstu árum. „Bannað“ að breyta Royal-búðingarnir hafa verið framleiddir á Íslandi í 66 ár. Andrea Björnsdóttir, fyrrnefndur markaðsstjóri, útskýrir að þrátt fyrir að Agnar Ludvigsson leigi Royal vörumerkið að utan fari öll framleiðsla og vöruþróun fyrir búðingana fram á Íslandi. Sömu sögu sé að segja af umbúðunum, sem hafa ekki breyst í áratugi. Andrea Björnsdóttir, markaðsstjóri John Lindsay hf. „Umbúðirnar erlendis breyttust náttúrulega fyrir löngu en hérna á Íslandi höfum við haldið þeim eins. Það mætti þannig segja að við höfum myndað okkur eigin vörumerki út frá því,“ segir Andrea. „Við höfum oft fengið að heyra það að okkur sé bannað að breyta umbúðunum. Þær mynda svo mikla fortíðarþrá og fólk segist eiga svo góðar minningar af því að búa til Royal-búðing þegar það var lítið. Svo er þetta líka bara svo skemmtilegt, gamaldags útlit.“ Smeyk að stíga skrefið Það er þó ekki aðeins útlitið sem á sér langa sögu; búðingavörulínan sjálf hefur ekki breyst í áratugi - þangað til nú. Síðasta nýja bragðtegundin var kynnt til leiks árið 1965 og fagnar sítrónubúðingurinn því 55 ára afmæli í ár. Aðspurð hvers vegna Royalistar hafi ákveðið að kynna nýtt bragð til leiks segir Andrea að það eigi sér nokkurra ára aðdraganda. Þróunarvinna hafi staðið yfir innanhúss undanfarin misseri - „og við höfum verið að prófa ýmislegt,“ segir Andrea. „En við höfum kannski verið svolítið hrædd við að stíga skrefið.“ Nefnir hún í því samhengi að nýrri bragðtegund fylgi vitaskuld nýjar umbúðir, sem eins og fyrr segir er lítið hægt að breyta. Andrea segir sitt fólk þó ánægt með útkomuna enda séu saltkaramelluumbúðirnar nokkuð líkar öðrum í vörulínunni. Royal-fjölskyldan Hún segir sig og framleiðslustjóra hjá Agnari Ludvigssyni, Sigurð Finn Kristjánsson eða „Sigga Royal,“ hafa kannski hvað helst hafa átt frumkvæði að nýja bragðinu. „Okkur langaði að lyfta öllu vörumerkinu upp með því að koma með nýja tegund.“ Aðrir starfsmenn hafi þó vitaskuld komið að ferlinu, ekki síst þegar kom að því að skera úr um hvaða bragðtegund ætti að verða fyrir valinu. Saltkaramellan hafi verið klár sigurvegari. Nokkrar komu til greina að sögn Andreu en sú sem komst næst saltkaramellunni hafi verið mokkabragð. Hún útilokar ekki að það muni kannski einn daginn líta dagsins ljós. „Svo vonandi komum við með fleiri tegundir reglulega á næstu árum,“ segir Andrea sem gerir ráð fyrir að saltkaramellubragðið verið fáanlegt í byrjun næstu viku. Matur Neytendur Tímamót Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Sjá meira
Í fyrsta sinn síðan sítrónubúðingurinn kom á markað fyrir 55 árum hefur Royal kynnt nýja búðingabragðtegund til sögunnar. Um er að ræða saltkaramellubragð sem markaðsstjóri John Lindsay hf., móðurfélags Agnars Ludvigssonar sem framleiðir Royal-búðing, segir vera afsprengi vöruþróunartilrauna undanfarinna ára. Starfsmenn hafi smakkað margskonar bragð og að endingum hafi saltkaramellan borið sigurorð af mokkabragði. Hún segist vonast til að Royal geti boðið upp á enn fleiri nýja búðinga á næstu árum. „Bannað“ að breyta Royal-búðingarnir hafa verið framleiddir á Íslandi í 66 ár. Andrea Björnsdóttir, fyrrnefndur markaðsstjóri, útskýrir að þrátt fyrir að Agnar Ludvigsson leigi Royal vörumerkið að utan fari öll framleiðsla og vöruþróun fyrir búðingana fram á Íslandi. Sömu sögu sé að segja af umbúðunum, sem hafa ekki breyst í áratugi. Andrea Björnsdóttir, markaðsstjóri John Lindsay hf. „Umbúðirnar erlendis breyttust náttúrulega fyrir löngu en hérna á Íslandi höfum við haldið þeim eins. Það mætti þannig segja að við höfum myndað okkur eigin vörumerki út frá því,“ segir Andrea. „Við höfum oft fengið að heyra það að okkur sé bannað að breyta umbúðunum. Þær mynda svo mikla fortíðarþrá og fólk segist eiga svo góðar minningar af því að búa til Royal-búðing þegar það var lítið. Svo er þetta líka bara svo skemmtilegt, gamaldags útlit.“ Smeyk að stíga skrefið Það er þó ekki aðeins útlitið sem á sér langa sögu; búðingavörulínan sjálf hefur ekki breyst í áratugi - þangað til nú. Síðasta nýja bragðtegundin var kynnt til leiks árið 1965 og fagnar sítrónubúðingurinn því 55 ára afmæli í ár. Aðspurð hvers vegna Royalistar hafi ákveðið að kynna nýtt bragð til leiks segir Andrea að það eigi sér nokkurra ára aðdraganda. Þróunarvinna hafi staðið yfir innanhúss undanfarin misseri - „og við höfum verið að prófa ýmislegt,“ segir Andrea. „En við höfum kannski verið svolítið hrædd við að stíga skrefið.“ Nefnir hún í því samhengi að nýrri bragðtegund fylgi vitaskuld nýjar umbúðir, sem eins og fyrr segir er lítið hægt að breyta. Andrea segir sitt fólk þó ánægt með útkomuna enda séu saltkaramelluumbúðirnar nokkuð líkar öðrum í vörulínunni. Royal-fjölskyldan Hún segir sig og framleiðslustjóra hjá Agnari Ludvigssyni, Sigurð Finn Kristjánsson eða „Sigga Royal,“ hafa kannski hvað helst hafa átt frumkvæði að nýja bragðinu. „Okkur langaði að lyfta öllu vörumerkinu upp með því að koma með nýja tegund.“ Aðrir starfsmenn hafi þó vitaskuld komið að ferlinu, ekki síst þegar kom að því að skera úr um hvaða bragðtegund ætti að verða fyrir valinu. Saltkaramellan hafi verið klár sigurvegari. Nokkrar komu til greina að sögn Andreu en sú sem komst næst saltkaramellunni hafi verið mokkabragð. Hún útilokar ekki að það muni kannski einn daginn líta dagsins ljós. „Svo vonandi komum við með fleiri tegundir reglulega á næstu árum,“ segir Andrea sem gerir ráð fyrir að saltkaramellubragðið verið fáanlegt í byrjun næstu viku.
Matur Neytendur Tímamót Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Sjá meira