Ummæli Bloomberg um minnihlutahópa og glæpi vekja umtal Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2020 23:30 Frambjóðandinn Michael Bloomberg er eigandi Bloomberg News. Getty/Jim Spellman Ummæli sem Michael Bloomberg, einn af forsetaframbjóðendum Demókrata og einn ríkasti maður heims, lét falla árið 2015 um að lögregla ætti að einbeita sér að hverfum þar sem minnihlutahópar búi vegna þar séu „allir glæpirnir framdir“ gætu komið honum í klandur.BBC fjallar um ummælin sem Bloomberg lét falla á fundi hugveitunnar Aspen Institute í Colorado-ríki Bandaríkjanna í febrúar 2015. Er frétt BBC byggð á hljóðupptöku af fundinum. Þar má heyra Bloomberg, sem var borgarstjóri New York borgar á árunum 2002 til 2014, segja að 95 prósent allra morða, morðingja og fórnarlamba þeirra falli í einn flokk.„Það er hægt að taka lýsinguna, ljósrita hana og láta löggurnar fá hana. Þetta eru karlar sem tilheyra minnihlutahópi á aldrinum 15 til 25. Þetta gildir um New York,“ sagði Bloomberg og bætti við að þetta mætti heimfæra á flestar borgir.Þá ræddi hann einnig af hverju algengt væri að löggur einbeittu sér að hverfum þar sem minnihlutahópar eru í meirihluta.„Af hverju gerum við það? Vegna þess að þar eru allir glæpirnir framdir,“ sagði Bloomberg.Bloomberg hefur nýtt gríðarleg auðævi sín til þess að koma sér fyrir í kosningabaráttu forsetaframbjóðenda demókrata þar sem þröngt er á þingi. Forkosningarnar demókrata eru nýhafnar og fara kosningar númer tvo á dagatalinu fram í New Hampshire í dag. Bloomberg er þó ekki á kjörskrá í New Hampshire, sem þykir óvenjulegt. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Buttigieg er enginn Obama“ Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi, þar munu Demókratar freista þess að koma í veg fyrir annað kjörtímabil Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Kosningabaráttan innan Demókrataflokksins er í fullum gangi en þegar hafa farið fram forkosningar í ríkinu Iowa. 9. febrúar 2020 11:18 Trump siglir seglum þöndum að endurkjöri Ef allt fer sem horfir þá verður Donald Trump endurkjörinn forseti Bandaríkjanna eftir rúma níu mánuði. 7. febrúar 2020 09:00 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Ummæli sem Michael Bloomberg, einn af forsetaframbjóðendum Demókrata og einn ríkasti maður heims, lét falla árið 2015 um að lögregla ætti að einbeita sér að hverfum þar sem minnihlutahópar búi vegna þar séu „allir glæpirnir framdir“ gætu komið honum í klandur.BBC fjallar um ummælin sem Bloomberg lét falla á fundi hugveitunnar Aspen Institute í Colorado-ríki Bandaríkjanna í febrúar 2015. Er frétt BBC byggð á hljóðupptöku af fundinum. Þar má heyra Bloomberg, sem var borgarstjóri New York borgar á árunum 2002 til 2014, segja að 95 prósent allra morða, morðingja og fórnarlamba þeirra falli í einn flokk.„Það er hægt að taka lýsinguna, ljósrita hana og láta löggurnar fá hana. Þetta eru karlar sem tilheyra minnihlutahópi á aldrinum 15 til 25. Þetta gildir um New York,“ sagði Bloomberg og bætti við að þetta mætti heimfæra á flestar borgir.Þá ræddi hann einnig af hverju algengt væri að löggur einbeittu sér að hverfum þar sem minnihlutahópar eru í meirihluta.„Af hverju gerum við það? Vegna þess að þar eru allir glæpirnir framdir,“ sagði Bloomberg.Bloomberg hefur nýtt gríðarleg auðævi sín til þess að koma sér fyrir í kosningabaráttu forsetaframbjóðenda demókrata þar sem þröngt er á þingi. Forkosningarnar demókrata eru nýhafnar og fara kosningar númer tvo á dagatalinu fram í New Hampshire í dag. Bloomberg er þó ekki á kjörskrá í New Hampshire, sem þykir óvenjulegt.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Buttigieg er enginn Obama“ Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi, þar munu Demókratar freista þess að koma í veg fyrir annað kjörtímabil Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Kosningabaráttan innan Demókrataflokksins er í fullum gangi en þegar hafa farið fram forkosningar í ríkinu Iowa. 9. febrúar 2020 11:18 Trump siglir seglum þöndum að endurkjöri Ef allt fer sem horfir þá verður Donald Trump endurkjörinn forseti Bandaríkjanna eftir rúma níu mánuði. 7. febrúar 2020 09:00 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
„Buttigieg er enginn Obama“ Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi, þar munu Demókratar freista þess að koma í veg fyrir annað kjörtímabil Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Kosningabaráttan innan Demókrataflokksins er í fullum gangi en þegar hafa farið fram forkosningar í ríkinu Iowa. 9. febrúar 2020 11:18
Trump siglir seglum þöndum að endurkjöri Ef allt fer sem horfir þá verður Donald Trump endurkjörinn forseti Bandaríkjanna eftir rúma níu mánuði. 7. febrúar 2020 09:00