Bæði Haukar og Stjarnan hafa tilkynnt um nýja þjálfara meistaraflokka karla í handbolta á síðustu dögum.
Athygli vakti að Haukar og Stjarnan sendu bæði út tilkynningar um nýju þjálfarana í kringum miðnætti.
Þremur mínútum fyrir miðnætti á sunnudaginn birtu Haukar færslu á Facebook þar sem greint var frá því að Aron Kristjánsson tæki við liðinu af Gunnari Magnússyni eftir tímabilið.
Stjarnan fór sömu leið í gær þegar félagið kynnti Patrek Jóhannesson sem nýjan þjálfara liðsins.
Klukkan rúmlega hálf tólf birti Stjarnan tilkynningu þess efnis að Patrekur væri að koma heim í Garðabæinn.
Spurning er hvort þetta sé komið til vera, að félög sendi frá sér fréttatilkynningar skömmu áður en klukkan slær miðnætti.
Selfoss á t.d. eftir að ráða þjálfara fyrir næsta tímabil og spurning hvort félagið fari sömu leið og Haukar og Stjarnan þegar næsti þjálfari liðsins verður kynntur.