Bæjarstjóri Hafnarfjarðar: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Atli Ísleifsson skrifar 12. febrúar 2020 09:56 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir álverið í Straumsvík mjög mikilvægt, bæði fyrir bæinn og þjóðfélagið. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir stöðuna sem upp er komin varðandi rekstur álvers Rio Tinto í Straumsvík vera grafalvarlega. „Það gefur augaleið. Þetta er einn fjölmennasti vinnustaðurinn í bæjarfélaginu og hefur starfað hérna í áratugi og haft gríðarlega mikla þýðingu fyrir allt bæjarfélagið. Ekki einungis er þetta stór og góður vinnustaður heldur hefur hann haft mikil samlegðaráhrif á öll fyrirtæki og fleira í bænum,“ segir Rósa í samtali við Vísi. Greint var frá því í morgun að Rio Tinto skoði nú hvort álverinu verði mögulega lokað. Fyrirtækið ætli að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. Hjá álverinu starfa um 500 manns, en haldinn var starfsmannafundur í álverinu í morgun vegna málsins. Í góðu sambandi við forsvarsmenn álversins Rósa segist vona að málið leysist farsællega, en á þessu stigi hafi fulltrúar bæjaryfirvalda verið í góðu sambandi við forsvarsmenn álversins í Straumsvík. „Við höfum rætt við þau í morgun og fylgjumst náið með. Á þessum tímapunkti snýst þetta augljóslega um raforkuverðið og það er á annarra höndum en okkar.“ Um 500 manns starfa í álverinu í Straumsvík.Vísir/Vilhelm Ertu bjartsýn? „Maður verður alltaf að vera bjartsýnn. Það þýðir ekkert annað. En við vitum svo sem að reksturinn hefur ekki gengið nógu vel í nokkur ár og þau hafa upplýst til dæmis okkur, bæjaryfirvöldum, um þá stöðu. Fyrirtækið er framsækið og hefur brugðist við því mjög vel í gegnum árin. Nú er þá komið að þessu að það snýst um raforkuverðið og við vonum að það leysist farsællega. Þetta er mjög mikilvægt fyrirtæki, bæði fyrir bæinn og þjóðfélagið,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir. Hafnarfjörður Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir stöðuna sem upp er komin varðandi rekstur álvers Rio Tinto í Straumsvík vera grafalvarlega. „Það gefur augaleið. Þetta er einn fjölmennasti vinnustaðurinn í bæjarfélaginu og hefur starfað hérna í áratugi og haft gríðarlega mikla þýðingu fyrir allt bæjarfélagið. Ekki einungis er þetta stór og góður vinnustaður heldur hefur hann haft mikil samlegðaráhrif á öll fyrirtæki og fleira í bænum,“ segir Rósa í samtali við Vísi. Greint var frá því í morgun að Rio Tinto skoði nú hvort álverinu verði mögulega lokað. Fyrirtækið ætli að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. Hjá álverinu starfa um 500 manns, en haldinn var starfsmannafundur í álverinu í morgun vegna málsins. Í góðu sambandi við forsvarsmenn álversins Rósa segist vona að málið leysist farsællega, en á þessu stigi hafi fulltrúar bæjaryfirvalda verið í góðu sambandi við forsvarsmenn álversins í Straumsvík. „Við höfum rætt við þau í morgun og fylgjumst náið með. Á þessum tímapunkti snýst þetta augljóslega um raforkuverðið og það er á annarra höndum en okkar.“ Um 500 manns starfa í álverinu í Straumsvík.Vísir/Vilhelm Ertu bjartsýn? „Maður verður alltaf að vera bjartsýnn. Það þýðir ekkert annað. En við vitum svo sem að reksturinn hefur ekki gengið nógu vel í nokkur ár og þau hafa upplýst til dæmis okkur, bæjaryfirvöldum, um þá stöðu. Fyrirtækið er framsækið og hefur brugðist við því mjög vel í gegnum árin. Nú er þá komið að þessu að það snýst um raforkuverðið og við vonum að það leysist farsællega. Þetta er mjög mikilvægt fyrirtæki, bæði fyrir bæinn og þjóðfélagið,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir.
Hafnarfjörður Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45