Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. Farið verður yfir málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Í fréttatímanum verður líka rætt við Ragnar Guðmundsson, stjórnanda rannsóknar á brotlendingu farþegaþotu Icelandair á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku, en atvikið þykir það alvarlegt að brotlendingin hefur nú verið skilgreind sem flugslys.
Þá förum við yfir sviðsmyndina í forkosningum vegna komandi forsetakjörs í Bandaríkjunum og fylgjumst með munaðarlausum bjarnarhúni sem lifir við gott atlæti í Moskvu.
Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.