Senda menn að flugvélarflakinu til að smala fólki burt í tæka tíð fyrir storminn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. febrúar 2020 18:00 Flugvélarflakið er vinsæll áningarstaður ferðamanna. Vísir/Landmælingar Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið björgunarsveitina Víkverja í Vík í Mýrdal til þess að smala þeim saman sem kunna að vera á ferli á göngustígnum að flugvélaflakinu á Sólheimasandi í dag burt svo enginn verði á ferli þar þegar óveðrið sem spáð hefur verið skellur yfir. Þetta staðfestir Sigurður Sigurbjörnsson varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi í samtali við Vísi. Lögreglan vilji hafa vaðið fyrir neðan sig í þessum efnum í ljósi þess atviks sem varð þegar tveir erlendir ferðamenn urðu úti á Sólheimasandi í vonskuveðri í janúar. Eftir að björgunarsveitarmann hafa komið þeim sem kunni að vera á ferli við flakið aftur upp á þjóðveg eitt verður göngustígnum að flakinu lokað með lögregluborða. Rauð veðurviðvörun er í gildi fyrir svæðið frá klukkan sex á morgun til hádegis en búist er við austan ofsaveðri, jafn vel fáriviðri á Suðurlandi á morgun. Þannig er gert ráð fyrir miklu hvassviðri og hættulegum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 55 m/s, einkum undir Eyjafjöllum, við Ingólfsfjall og á heiðum. Snjókoma með köflum og mikill skafrenningur líklegur. Miklar samgöngutruflanir og niðurfelling þjónustu líkleg. Sjávarstaða er hækkuð og mikill áhlaðandi og ölduhæð. Hætta er á foktjóni og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki er bent á að ganga frá lausum munum og vera ekki á ferð.Fylgjast má með nýjustu tíðindum af veðrinu í veðurvakt Vísis hér. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Rauð viðvörun gefin út Viðvaranir Veðurstofunnar vegna aftakaveðurs morgundagsins hafa víða verið færðar upp á rautt stig. 13. febrúar 2020 16:02 Krufning bendir til þess að ferðamennirnir hafi orðið úti á Sólheimasandi Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líkum tveggja kínverskra ferðamanna sem fundust á Sólheimasandi þann 16. janúar síðastliðinn bendir til þess að þau hafi orðið úti í óveðri sem gekk yfir þar dagana á undan. 22. janúar 2020 11:31 Aukinn viðbúnaður hjá Landhelgisgæslunni vegna óveðursins Þór á sjó og Týr til taks. Umsjónarmenn skipa og báta hvattir til að huga að þeim. 13. febrúar 2020 15:46 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið björgunarsveitina Víkverja í Vík í Mýrdal til þess að smala þeim saman sem kunna að vera á ferli á göngustígnum að flugvélaflakinu á Sólheimasandi í dag burt svo enginn verði á ferli þar þegar óveðrið sem spáð hefur verið skellur yfir. Þetta staðfestir Sigurður Sigurbjörnsson varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi í samtali við Vísi. Lögreglan vilji hafa vaðið fyrir neðan sig í þessum efnum í ljósi þess atviks sem varð þegar tveir erlendir ferðamenn urðu úti á Sólheimasandi í vonskuveðri í janúar. Eftir að björgunarsveitarmann hafa komið þeim sem kunni að vera á ferli við flakið aftur upp á þjóðveg eitt verður göngustígnum að flakinu lokað með lögregluborða. Rauð veðurviðvörun er í gildi fyrir svæðið frá klukkan sex á morgun til hádegis en búist er við austan ofsaveðri, jafn vel fáriviðri á Suðurlandi á morgun. Þannig er gert ráð fyrir miklu hvassviðri og hættulegum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 55 m/s, einkum undir Eyjafjöllum, við Ingólfsfjall og á heiðum. Snjókoma með köflum og mikill skafrenningur líklegur. Miklar samgöngutruflanir og niðurfelling þjónustu líkleg. Sjávarstaða er hækkuð og mikill áhlaðandi og ölduhæð. Hætta er á foktjóni og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki er bent á að ganga frá lausum munum og vera ekki á ferð.Fylgjast má með nýjustu tíðindum af veðrinu í veðurvakt Vísis hér.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Rauð viðvörun gefin út Viðvaranir Veðurstofunnar vegna aftakaveðurs morgundagsins hafa víða verið færðar upp á rautt stig. 13. febrúar 2020 16:02 Krufning bendir til þess að ferðamennirnir hafi orðið úti á Sólheimasandi Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líkum tveggja kínverskra ferðamanna sem fundust á Sólheimasandi þann 16. janúar síðastliðinn bendir til þess að þau hafi orðið úti í óveðri sem gekk yfir þar dagana á undan. 22. janúar 2020 11:31 Aukinn viðbúnaður hjá Landhelgisgæslunni vegna óveðursins Þór á sjó og Týr til taks. Umsjónarmenn skipa og báta hvattir til að huga að þeim. 13. febrúar 2020 15:46 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Óveðursvaktin: Rauð viðvörun gefin út Viðvaranir Veðurstofunnar vegna aftakaveðurs morgundagsins hafa víða verið færðar upp á rautt stig. 13. febrúar 2020 16:02
Krufning bendir til þess að ferðamennirnir hafi orðið úti á Sólheimasandi Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líkum tveggja kínverskra ferðamanna sem fundust á Sólheimasandi þann 16. janúar síðastliðinn bendir til þess að þau hafi orðið úti í óveðri sem gekk yfir þar dagana á undan. 22. janúar 2020 11:31
Aukinn viðbúnaður hjá Landhelgisgæslunni vegna óveðursins Þór á sjó og Týr til taks. Umsjónarmenn skipa og báta hvattir til að huga að þeim. 13. febrúar 2020 15:46