Ólafía keppti við karla | Skrýtið fyrst en gaman að mæta þeim Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2020 07:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun leika á Symetra mótaröðinni líkt og í fyrra. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var ein af tólf íslenskum kylfingum sem tóku þátt á móti sem lauk í Murcia á Spáni í gær. Mótið er hluti af Evolve-mótaröðinni þar sem bæði karlar og konur keppa. Ólafía náði næstbesta árangri kvenna á mótinu en hún átti sinn besta hring í gær þegar hún lék á -4 höggum. Samtals lék hún hringina þrjá á -5 höggum og endaði í 6.-7. sæti, jöfn Bjarka Péturssyni. Andri Þór Björnsson náði bestum árangri Íslendinganna en hann var um tíma í forystu og endaði jafn hinni suður-kóresku Jee Hyun Ahn í 2.-3. sæti á -8 höggum. Gyu Ho Lee frá Suður-Kóreu vann mótið á -10 höggum. Ólafía heldur brátt til Bandaríkjanna þar sem hún mun keppa á Symetra-mótaröðinni, þeirri næstbestu vestanhafs. Í samtali við Klefann sagðist hún hafa notið þess að prófa sig gegn karlkyns kylfingum á alvöru móti: „Það var gaman að spreyta sig á móti strákunum. Það var smá skrýtið fyrst að vera að keppa með þeim en það vandist fljótt. Fyrir mig var þetta mót mest til þess að dusta rykið af kylfunum og taka smá keppnisgolf áður en ég fer til Bandaríkjanna að keppa á Symetra mótaröðinni. Ég get ekki annað en verið ánægð með spilamennskuna. Það er jú keppnisskap í mér þannig að ég var ekki sú allra sáttasta í gær [í fyrradag], fannst ég eiga mikið inni fyrstu tvo dagana. En ég fékk örn í dag [í gær] og margt gott að gerast. Ég leyfi mér að vera þolinmóð að koma mér aftur í keppnisform,“ sagði Ólafía við Klefann.is. Golf Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var ein af tólf íslenskum kylfingum sem tóku þátt á móti sem lauk í Murcia á Spáni í gær. Mótið er hluti af Evolve-mótaröðinni þar sem bæði karlar og konur keppa. Ólafía náði næstbesta árangri kvenna á mótinu en hún átti sinn besta hring í gær þegar hún lék á -4 höggum. Samtals lék hún hringina þrjá á -5 höggum og endaði í 6.-7. sæti, jöfn Bjarka Péturssyni. Andri Þór Björnsson náði bestum árangri Íslendinganna en hann var um tíma í forystu og endaði jafn hinni suður-kóresku Jee Hyun Ahn í 2.-3. sæti á -8 höggum. Gyu Ho Lee frá Suður-Kóreu vann mótið á -10 höggum. Ólafía heldur brátt til Bandaríkjanna þar sem hún mun keppa á Symetra-mótaröðinni, þeirri næstbestu vestanhafs. Í samtali við Klefann sagðist hún hafa notið þess að prófa sig gegn karlkyns kylfingum á alvöru móti: „Það var gaman að spreyta sig á móti strákunum. Það var smá skrýtið fyrst að vera að keppa með þeim en það vandist fljótt. Fyrir mig var þetta mót mest til þess að dusta rykið af kylfunum og taka smá keppnisgolf áður en ég fer til Bandaríkjanna að keppa á Symetra mótaröðinni. Ég get ekki annað en verið ánægð með spilamennskuna. Það er jú keppnisskap í mér þannig að ég var ekki sú allra sáttasta í gær [í fyrradag], fannst ég eiga mikið inni fyrstu tvo dagana. En ég fékk örn í dag [í gær] og margt gott að gerast. Ég leyfi mér að vera þolinmóð að koma mér aftur í keppnisform,“ sagði Ólafía við Klefann.is.
Golf Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira