Sjerpar deila á áform um að hreinsa til á Everest-tindi Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2020 13:23 Sólin gægist á bak við tind Everest-fjalls. Göngufólk skilur eftir mikið af rusli á fjallinu og þá er þar fjöldi líka fjallgöngumanna sem hafa farist á leiðinni. Vísir/Getty Áform nepalskra stjórnvalda um að ráðast í hreinsunarstarf á Everest-fjalli og fleiri fjallstindum sæta gagnrýni frá sjerpum sem fullyrða að hermenn sem eiga að sjá um fjarlægja rusl skorti kunnáttu til að klífa hæstu tinda svæðisins. Til stendur að fjarlægja um 35 tonn af rusli af Everest-fjalli og fimm öðrum Himalajatindum. Nepölsk stjórnvöld ætla að fela hernum og sjá um hreinsunarstarfið og verja til þess um 7,5 milljónum dollara, jafnvirði um 950 milljóna íslenskra króna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sjerpar, sem hafa séð um leiðsögn um fjallstindana um áratugaskeið, eru ekki ánægðir með þessi áform. Kami Rita Sjerpa, sem hefur klifið Everest 24 sinnum, oftar en nokkur annar, segist að hermenn skorti kunnáttu til að komast á tindana sem á að hreinsa. Hann vill að stjórnvöld fái frekar sjerpa til þess að týna upp ruslið og greiði þeim sanngjörn laun fyrir. „Aðeins sjerpaleiðsögumenn og burðarmenn geta gert það. Þeir ættu að fá almennilega umbun til að hreinsa fjöllin,“ segir hann. Fjallgöngumenn skilja gjarnan eftir alls kyns búnað á fjöllunum sem þeir klífa, þar á meðal súrefnis- og gaskúta, fjallgöngubúnað og matvælaumbúðir. Auk þess láta nokkrir þeirra lífið á hverju ári. Lík þeirra eru í mörgum tilfellum skilin eftir á fjallinu og verða þau flutt niður í hreinsunarstarfinu sem stendur fyrir dyrum. Ellefu fjallgöngumenn fórust á Everest í fyrra. Ang Tshering Sjerpa, fyrrverandi forseti Fjallgöngumannasambands Nepals, segir að erfitt verði að koma sorpi og líkum niður af fjöllunum, jafnvel fyrir sjerpa. „Það er virkilega erfitt að færa þunga kúta eða lík úr efri búðunum. Sjerpar hætta oft lífi sínu til þess. Flest frosnu líkanna geta vegið allt að 150 kíló og það virðist ómögulegt fyrir sjerpa að bera niður,“ segir hann við BBC í Nepal. Auk Everest-fjalls ætla nepölsk stjórnvöld að hreinsa til á fjöllunum Lhotse, Umpor, Amadablam, Makalu og Dhaulagiri. Everest Nepal Tengdar fréttir Fleiri látist á Everest í ár en allt árið 2018 Alls hafa tíu látist í vikunni á Everest-fjalli eftir að tveir menn, Íri og Breti, létust í gær. 25. maí 2019 09:52 Einnota plast bannað í námunda við Everest Nepölsk yfirvöld hafa tekið þá ákvörðun að banna notkun einnota plasts í námunda við hæsta fjall í heimi, Everest 21. ágúst 2019 15:49 Íhuga reglubreytingar vegna tíðra dauðsfalla á Everest Ellefu manns hafa á síðustu vikum látið lífið í tilraunum sínum til að komast á tindinn. 30. maí 2019 10:27 Ekki bara röðin sem valdi auknum fjölda dauðsfalla á Everest Ferðamálayfirvöld í Nepal hafa þvertekið fyrir að rekja megi aukinn fjölda dauðsfalla á Everest-fjallinu, hæsta fjalli heims, til aukningu í fjölda þeirra sem fá leyfi til að klífa fjallið. 26. maí 2019 18:09 Æ fleiri örmagnast í biðröðinni og komast aldrei niður Samtals hafa nú fjórir fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls undanfarna daga. 24. maí 2019 22:03 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Áform nepalskra stjórnvalda um að ráðast í hreinsunarstarf á Everest-fjalli og fleiri fjallstindum sæta gagnrýni frá sjerpum sem fullyrða að hermenn sem eiga að sjá um fjarlægja rusl skorti kunnáttu til að klífa hæstu tinda svæðisins. Til stendur að fjarlægja um 35 tonn af rusli af Everest-fjalli og fimm öðrum Himalajatindum. Nepölsk stjórnvöld ætla að fela hernum og sjá um hreinsunarstarfið og verja til þess um 7,5 milljónum dollara, jafnvirði um 950 milljóna íslenskra króna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sjerpar, sem hafa séð um leiðsögn um fjallstindana um áratugaskeið, eru ekki ánægðir með þessi áform. Kami Rita Sjerpa, sem hefur klifið Everest 24 sinnum, oftar en nokkur annar, segist að hermenn skorti kunnáttu til að komast á tindana sem á að hreinsa. Hann vill að stjórnvöld fái frekar sjerpa til þess að týna upp ruslið og greiði þeim sanngjörn laun fyrir. „Aðeins sjerpaleiðsögumenn og burðarmenn geta gert það. Þeir ættu að fá almennilega umbun til að hreinsa fjöllin,“ segir hann. Fjallgöngumenn skilja gjarnan eftir alls kyns búnað á fjöllunum sem þeir klífa, þar á meðal súrefnis- og gaskúta, fjallgöngubúnað og matvælaumbúðir. Auk þess láta nokkrir þeirra lífið á hverju ári. Lík þeirra eru í mörgum tilfellum skilin eftir á fjallinu og verða þau flutt niður í hreinsunarstarfinu sem stendur fyrir dyrum. Ellefu fjallgöngumenn fórust á Everest í fyrra. Ang Tshering Sjerpa, fyrrverandi forseti Fjallgöngumannasambands Nepals, segir að erfitt verði að koma sorpi og líkum niður af fjöllunum, jafnvel fyrir sjerpa. „Það er virkilega erfitt að færa þunga kúta eða lík úr efri búðunum. Sjerpar hætta oft lífi sínu til þess. Flest frosnu líkanna geta vegið allt að 150 kíló og það virðist ómögulegt fyrir sjerpa að bera niður,“ segir hann við BBC í Nepal. Auk Everest-fjalls ætla nepölsk stjórnvöld að hreinsa til á fjöllunum Lhotse, Umpor, Amadablam, Makalu og Dhaulagiri.
Everest Nepal Tengdar fréttir Fleiri látist á Everest í ár en allt árið 2018 Alls hafa tíu látist í vikunni á Everest-fjalli eftir að tveir menn, Íri og Breti, létust í gær. 25. maí 2019 09:52 Einnota plast bannað í námunda við Everest Nepölsk yfirvöld hafa tekið þá ákvörðun að banna notkun einnota plasts í námunda við hæsta fjall í heimi, Everest 21. ágúst 2019 15:49 Íhuga reglubreytingar vegna tíðra dauðsfalla á Everest Ellefu manns hafa á síðustu vikum látið lífið í tilraunum sínum til að komast á tindinn. 30. maí 2019 10:27 Ekki bara röðin sem valdi auknum fjölda dauðsfalla á Everest Ferðamálayfirvöld í Nepal hafa þvertekið fyrir að rekja megi aukinn fjölda dauðsfalla á Everest-fjallinu, hæsta fjalli heims, til aukningu í fjölda þeirra sem fá leyfi til að klífa fjallið. 26. maí 2019 18:09 Æ fleiri örmagnast í biðröðinni og komast aldrei niður Samtals hafa nú fjórir fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls undanfarna daga. 24. maí 2019 22:03 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Fleiri látist á Everest í ár en allt árið 2018 Alls hafa tíu látist í vikunni á Everest-fjalli eftir að tveir menn, Íri og Breti, létust í gær. 25. maí 2019 09:52
Einnota plast bannað í námunda við Everest Nepölsk yfirvöld hafa tekið þá ákvörðun að banna notkun einnota plasts í námunda við hæsta fjall í heimi, Everest 21. ágúst 2019 15:49
Íhuga reglubreytingar vegna tíðra dauðsfalla á Everest Ellefu manns hafa á síðustu vikum látið lífið í tilraunum sínum til að komast á tindinn. 30. maí 2019 10:27
Ekki bara röðin sem valdi auknum fjölda dauðsfalla á Everest Ferðamálayfirvöld í Nepal hafa þvertekið fyrir að rekja megi aukinn fjölda dauðsfalla á Everest-fjallinu, hæsta fjalli heims, til aukningu í fjölda þeirra sem fá leyfi til að klífa fjallið. 26. maí 2019 18:09
Æ fleiri örmagnast í biðröðinni og komast aldrei niður Samtals hafa nú fjórir fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls undanfarna daga. 24. maí 2019 22:03