Sjerpar deila á áform um að hreinsa til á Everest-tindi Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2020 13:23 Sólin gægist á bak við tind Everest-fjalls. Göngufólk skilur eftir mikið af rusli á fjallinu og þá er þar fjöldi líka fjallgöngumanna sem hafa farist á leiðinni. Vísir/Getty Áform nepalskra stjórnvalda um að ráðast í hreinsunarstarf á Everest-fjalli og fleiri fjallstindum sæta gagnrýni frá sjerpum sem fullyrða að hermenn sem eiga að sjá um fjarlægja rusl skorti kunnáttu til að klífa hæstu tinda svæðisins. Til stendur að fjarlægja um 35 tonn af rusli af Everest-fjalli og fimm öðrum Himalajatindum. Nepölsk stjórnvöld ætla að fela hernum og sjá um hreinsunarstarfið og verja til þess um 7,5 milljónum dollara, jafnvirði um 950 milljóna íslenskra króna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sjerpar, sem hafa séð um leiðsögn um fjallstindana um áratugaskeið, eru ekki ánægðir með þessi áform. Kami Rita Sjerpa, sem hefur klifið Everest 24 sinnum, oftar en nokkur annar, segist að hermenn skorti kunnáttu til að komast á tindana sem á að hreinsa. Hann vill að stjórnvöld fái frekar sjerpa til þess að týna upp ruslið og greiði þeim sanngjörn laun fyrir. „Aðeins sjerpaleiðsögumenn og burðarmenn geta gert það. Þeir ættu að fá almennilega umbun til að hreinsa fjöllin,“ segir hann. Fjallgöngumenn skilja gjarnan eftir alls kyns búnað á fjöllunum sem þeir klífa, þar á meðal súrefnis- og gaskúta, fjallgöngubúnað og matvælaumbúðir. Auk þess láta nokkrir þeirra lífið á hverju ári. Lík þeirra eru í mörgum tilfellum skilin eftir á fjallinu og verða þau flutt niður í hreinsunarstarfinu sem stendur fyrir dyrum. Ellefu fjallgöngumenn fórust á Everest í fyrra. Ang Tshering Sjerpa, fyrrverandi forseti Fjallgöngumannasambands Nepals, segir að erfitt verði að koma sorpi og líkum niður af fjöllunum, jafnvel fyrir sjerpa. „Það er virkilega erfitt að færa þunga kúta eða lík úr efri búðunum. Sjerpar hætta oft lífi sínu til þess. Flest frosnu líkanna geta vegið allt að 150 kíló og það virðist ómögulegt fyrir sjerpa að bera niður,“ segir hann við BBC í Nepal. Auk Everest-fjalls ætla nepölsk stjórnvöld að hreinsa til á fjöllunum Lhotse, Umpor, Amadablam, Makalu og Dhaulagiri. Everest Nepal Tengdar fréttir Fleiri látist á Everest í ár en allt árið 2018 Alls hafa tíu látist í vikunni á Everest-fjalli eftir að tveir menn, Íri og Breti, létust í gær. 25. maí 2019 09:52 Einnota plast bannað í námunda við Everest Nepölsk yfirvöld hafa tekið þá ákvörðun að banna notkun einnota plasts í námunda við hæsta fjall í heimi, Everest 21. ágúst 2019 15:49 Íhuga reglubreytingar vegna tíðra dauðsfalla á Everest Ellefu manns hafa á síðustu vikum látið lífið í tilraunum sínum til að komast á tindinn. 30. maí 2019 10:27 Ekki bara röðin sem valdi auknum fjölda dauðsfalla á Everest Ferðamálayfirvöld í Nepal hafa þvertekið fyrir að rekja megi aukinn fjölda dauðsfalla á Everest-fjallinu, hæsta fjalli heims, til aukningu í fjölda þeirra sem fá leyfi til að klífa fjallið. 26. maí 2019 18:09 Æ fleiri örmagnast í biðröðinni og komast aldrei niður Samtals hafa nú fjórir fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls undanfarna daga. 24. maí 2019 22:03 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Áform nepalskra stjórnvalda um að ráðast í hreinsunarstarf á Everest-fjalli og fleiri fjallstindum sæta gagnrýni frá sjerpum sem fullyrða að hermenn sem eiga að sjá um fjarlægja rusl skorti kunnáttu til að klífa hæstu tinda svæðisins. Til stendur að fjarlægja um 35 tonn af rusli af Everest-fjalli og fimm öðrum Himalajatindum. Nepölsk stjórnvöld ætla að fela hernum og sjá um hreinsunarstarfið og verja til þess um 7,5 milljónum dollara, jafnvirði um 950 milljóna íslenskra króna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sjerpar, sem hafa séð um leiðsögn um fjallstindana um áratugaskeið, eru ekki ánægðir með þessi áform. Kami Rita Sjerpa, sem hefur klifið Everest 24 sinnum, oftar en nokkur annar, segist að hermenn skorti kunnáttu til að komast á tindana sem á að hreinsa. Hann vill að stjórnvöld fái frekar sjerpa til þess að týna upp ruslið og greiði þeim sanngjörn laun fyrir. „Aðeins sjerpaleiðsögumenn og burðarmenn geta gert það. Þeir ættu að fá almennilega umbun til að hreinsa fjöllin,“ segir hann. Fjallgöngumenn skilja gjarnan eftir alls kyns búnað á fjöllunum sem þeir klífa, þar á meðal súrefnis- og gaskúta, fjallgöngubúnað og matvælaumbúðir. Auk þess láta nokkrir þeirra lífið á hverju ári. Lík þeirra eru í mörgum tilfellum skilin eftir á fjallinu og verða þau flutt niður í hreinsunarstarfinu sem stendur fyrir dyrum. Ellefu fjallgöngumenn fórust á Everest í fyrra. Ang Tshering Sjerpa, fyrrverandi forseti Fjallgöngumannasambands Nepals, segir að erfitt verði að koma sorpi og líkum niður af fjöllunum, jafnvel fyrir sjerpa. „Það er virkilega erfitt að færa þunga kúta eða lík úr efri búðunum. Sjerpar hætta oft lífi sínu til þess. Flest frosnu líkanna geta vegið allt að 150 kíló og það virðist ómögulegt fyrir sjerpa að bera niður,“ segir hann við BBC í Nepal. Auk Everest-fjalls ætla nepölsk stjórnvöld að hreinsa til á fjöllunum Lhotse, Umpor, Amadablam, Makalu og Dhaulagiri.
Everest Nepal Tengdar fréttir Fleiri látist á Everest í ár en allt árið 2018 Alls hafa tíu látist í vikunni á Everest-fjalli eftir að tveir menn, Íri og Breti, létust í gær. 25. maí 2019 09:52 Einnota plast bannað í námunda við Everest Nepölsk yfirvöld hafa tekið þá ákvörðun að banna notkun einnota plasts í námunda við hæsta fjall í heimi, Everest 21. ágúst 2019 15:49 Íhuga reglubreytingar vegna tíðra dauðsfalla á Everest Ellefu manns hafa á síðustu vikum látið lífið í tilraunum sínum til að komast á tindinn. 30. maí 2019 10:27 Ekki bara röðin sem valdi auknum fjölda dauðsfalla á Everest Ferðamálayfirvöld í Nepal hafa þvertekið fyrir að rekja megi aukinn fjölda dauðsfalla á Everest-fjallinu, hæsta fjalli heims, til aukningu í fjölda þeirra sem fá leyfi til að klífa fjallið. 26. maí 2019 18:09 Æ fleiri örmagnast í biðröðinni og komast aldrei niður Samtals hafa nú fjórir fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls undanfarna daga. 24. maí 2019 22:03 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Fleiri látist á Everest í ár en allt árið 2018 Alls hafa tíu látist í vikunni á Everest-fjalli eftir að tveir menn, Íri og Breti, létust í gær. 25. maí 2019 09:52
Einnota plast bannað í námunda við Everest Nepölsk yfirvöld hafa tekið þá ákvörðun að banna notkun einnota plasts í námunda við hæsta fjall í heimi, Everest 21. ágúst 2019 15:49
Íhuga reglubreytingar vegna tíðra dauðsfalla á Everest Ellefu manns hafa á síðustu vikum látið lífið í tilraunum sínum til að komast á tindinn. 30. maí 2019 10:27
Ekki bara röðin sem valdi auknum fjölda dauðsfalla á Everest Ferðamálayfirvöld í Nepal hafa þvertekið fyrir að rekja megi aukinn fjölda dauðsfalla á Everest-fjallinu, hæsta fjalli heims, til aukningu í fjölda þeirra sem fá leyfi til að klífa fjallið. 26. maí 2019 18:09
Æ fleiri örmagnast í biðröðinni og komast aldrei niður Samtals hafa nú fjórir fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls undanfarna daga. 24. maí 2019 22:03
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“