Slettu blóðrauðri málningu á forsetahöllina til að mótmæla hrottalegu morði Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2020 08:01 Kona mótmælir kyndbundnu ofbeldi á Valentíunsardaginn í Mexíkóborg. Vísir/EPA Hundruð manna söfnuðust saman í Mexíkóborg í gær til að mótmæla kynbundnu ofbeldi í kjölfar hrottafengins morðs á ungri konu. Mótmælendur slettu rauðri málningu á forsetahöllina og kveiktu í bíl dagblaðs sem birti mynd af líki konunnar á forsíðu sinni. Frekari mótmæli hafa verið boðuð í dag. Morðið á Ingrid Escamilla, 25 ára gamalli konu, vakti mikla reiði í Mexíkó í vikunni. Sambýlismaður Escamilla er grunaður um að hafa stungið hana til bana og limlest lík hennar til að reyna að fela verksummerki um glæpinn um síðustu helgi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Dagblað sem birti mynd af illa förnu líki konunnar á forsíðu sinni með fyrirsögninni „Þetta var ástarguðinum að kenna“ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir myndbirtinguna. Ofbeldi gegn konum er vaxandi vandamál í Mexíkó og eru fleiri en 700 morð á konum sögð til rannsóknar. Aðgerðasinnar telja þá tölu þó mun hærri í raunveruleikanum. Alls voru 3.825 konur myrtar í landinu í fyrra og hafa þær aldrei verið fleiri. Í fæstum tilfellum er nokkur dreginn til ábyrgðar fyrir morðin. Mótmælendur, sem voru flestir konur, beindu reiði sinni að stjórnvöldum fyrir framan forsetahöllina þar sem Andrés Manuel López Obrador býr með fjölskyldu sinni. Skvettu mótmælendurnir rauðri málningu við inngang hallarinnar. López Obrador kom sér í klandur í vikunni þegar hann gerði lítið úr spurningu blaðamanns um morð á konum þegar forsetinn var að kynna hlutaveltu á vegum ríkisins, að sögn Washington Post. „Ég vil ekki að morð á konum dragi athyglina frá hlutaveltunni,“ sagði forsetinn. „Eins og ég hef sagt erum við á móti morðum á konum. Við erum að gera hluti á hverjum degi til að tryggja frið og ró,“ sagði forsetinn vegna mótmælanna í gær. Síðar hélt hópurinn að skrifstofum dagblaðsins La Prensa, sem birti myndirnar af líki konunnar, þar sem til átaka kom við lögreglumenn sem reyndu að varna mótmælendum inngöngu. Kveikt var í að minnsta kosti einum bíl í eigu dagblaðsins. Myndbirtingin þótti sérstaklega svívirðileg. Eiginmaður Escamilla, sem er sagður hafa játað verknaðinn, bútaði lík hennar í sundur og fláði að hluta til. Í kjölfarið tóku margir Mexíkóar þátt í samfélagsmiðlaherferð til að tryggja að þegar leitað væri að nafni Escamilla á netinu kæmu upp fallegar dýra- og náttúrulífsmyndir frekar en hrottalegar myndir af líki hennar. Mexíkó Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Hundruð manna söfnuðust saman í Mexíkóborg í gær til að mótmæla kynbundnu ofbeldi í kjölfar hrottafengins morðs á ungri konu. Mótmælendur slettu rauðri málningu á forsetahöllina og kveiktu í bíl dagblaðs sem birti mynd af líki konunnar á forsíðu sinni. Frekari mótmæli hafa verið boðuð í dag. Morðið á Ingrid Escamilla, 25 ára gamalli konu, vakti mikla reiði í Mexíkó í vikunni. Sambýlismaður Escamilla er grunaður um að hafa stungið hana til bana og limlest lík hennar til að reyna að fela verksummerki um glæpinn um síðustu helgi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Dagblað sem birti mynd af illa förnu líki konunnar á forsíðu sinni með fyrirsögninni „Þetta var ástarguðinum að kenna“ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir myndbirtinguna. Ofbeldi gegn konum er vaxandi vandamál í Mexíkó og eru fleiri en 700 morð á konum sögð til rannsóknar. Aðgerðasinnar telja þá tölu þó mun hærri í raunveruleikanum. Alls voru 3.825 konur myrtar í landinu í fyrra og hafa þær aldrei verið fleiri. Í fæstum tilfellum er nokkur dreginn til ábyrgðar fyrir morðin. Mótmælendur, sem voru flestir konur, beindu reiði sinni að stjórnvöldum fyrir framan forsetahöllina þar sem Andrés Manuel López Obrador býr með fjölskyldu sinni. Skvettu mótmælendurnir rauðri málningu við inngang hallarinnar. López Obrador kom sér í klandur í vikunni þegar hann gerði lítið úr spurningu blaðamanns um morð á konum þegar forsetinn var að kynna hlutaveltu á vegum ríkisins, að sögn Washington Post. „Ég vil ekki að morð á konum dragi athyglina frá hlutaveltunni,“ sagði forsetinn. „Eins og ég hef sagt erum við á móti morðum á konum. Við erum að gera hluti á hverjum degi til að tryggja frið og ró,“ sagði forsetinn vegna mótmælanna í gær. Síðar hélt hópurinn að skrifstofum dagblaðsins La Prensa, sem birti myndirnar af líki konunnar, þar sem til átaka kom við lögreglumenn sem reyndu að varna mótmælendum inngöngu. Kveikt var í að minnsta kosti einum bíl í eigu dagblaðsins. Myndbirtingin þótti sérstaklega svívirðileg. Eiginmaður Escamilla, sem er sagður hafa játað verknaðinn, bútaði lík hennar í sundur og fláði að hluta til. Í kjölfarið tóku margir Mexíkóar þátt í samfélagsmiðlaherferð til að tryggja að þegar leitað væri að nafni Escamilla á netinu kæmu upp fallegar dýra- og náttúrulífsmyndir frekar en hrottalegar myndir af líki hennar.
Mexíkó Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira