Fundu fjöldagrafir með fleiri en sex þúsund líkum Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2020 14:13 Frá mótmælum gegn ofbeldisverkum í Búrúndí sem voru haldin í Kenía árið 2015. Vísir/EPA Sannleiks- og sáttanefnd Sameinuðu þjóðanna í Búrúndí segist hafa fundið sex fjöldagrafir með fleiri en sex þúsund líkum í Karusi-héraði. Líkfundurinn er sá stærsti frá því að yfirvöld hófu marvisst að opna fjöldagrafir í janúar. Auk 6.032 líka fundust þúsundir byssukúlna í gröfunum sex. Föt, gleraugu og talnabönd voru notuð til að bera kennsl á sum líkanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Pierre Claver Ndayicariye, formaður nefndarinnar, tengdi fjöldagrafirnar við fjöldamorð á Hútum. Um þrjú hundruð þúsund íbúar Búrúndí féllu í borgarastríði sem bar keim af kynþáttastríði á milli Hútúmanna annars vegar og Tútsímanna hins vegar. Sannleiksnefndin var stofnuð til að rannsaka voðaverk sem áttu sér stað frá 1885, þegar Evrópumenn komu fyrst til Austur-Afríkulandsins, fram til 2008 þegar friðarsamningur batt endi á borgarastríðið tók gildi. Alls hafa um fjögur þúsund fjöldagrafir fundist um allt landið og hafa kennsl verið borin á fleiri en 142.000 manns sem voru grafnir í þeim. Rannsókn nefndarinnar nær aðeins að litlu leyti til valdatíðar Pierre Nkurunziza, núverandi forseta, sem tók við völdum árið 2005. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að mannréttindabrotum gæti fjölgað í Búrúndí í aðdraganda kosninga í maí. Hundruð landsmanna hafa fallið í átökum við öryggissveitir frá því að Nkurunziza bauð sig fram til forseta í þriðja skipti. Búrúndí Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Fleiri fréttir Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Sjá meira
Sannleiks- og sáttanefnd Sameinuðu þjóðanna í Búrúndí segist hafa fundið sex fjöldagrafir með fleiri en sex þúsund líkum í Karusi-héraði. Líkfundurinn er sá stærsti frá því að yfirvöld hófu marvisst að opna fjöldagrafir í janúar. Auk 6.032 líka fundust þúsundir byssukúlna í gröfunum sex. Föt, gleraugu og talnabönd voru notuð til að bera kennsl á sum líkanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Pierre Claver Ndayicariye, formaður nefndarinnar, tengdi fjöldagrafirnar við fjöldamorð á Hútum. Um þrjú hundruð þúsund íbúar Búrúndí féllu í borgarastríði sem bar keim af kynþáttastríði á milli Hútúmanna annars vegar og Tútsímanna hins vegar. Sannleiksnefndin var stofnuð til að rannsaka voðaverk sem áttu sér stað frá 1885, þegar Evrópumenn komu fyrst til Austur-Afríkulandsins, fram til 2008 þegar friðarsamningur batt endi á borgarastríðið tók gildi. Alls hafa um fjögur þúsund fjöldagrafir fundist um allt landið og hafa kennsl verið borin á fleiri en 142.000 manns sem voru grafnir í þeim. Rannsókn nefndarinnar nær aðeins að litlu leyti til valdatíðar Pierre Nkurunziza, núverandi forseta, sem tók við völdum árið 2005. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að mannréttindabrotum gæti fjölgað í Búrúndí í aðdraganda kosninga í maí. Hundruð landsmanna hafa fallið í átökum við öryggissveitir frá því að Nkurunziza bauð sig fram til forseta í þriðja skipti.
Búrúndí Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Fleiri fréttir Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Sjá meira