Gunnar: Við skulum horfa á staðreyndir Einar Kárason skrifar 16. febrúar 2020 20:15 Gunnar var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. Vísir/Daníel Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, játaði því að það hafi oft verið skemmtilegra að vera í Vestmannaeyjum en núna. Lið hans mátti þola átta marka tap, 36-28, og hefur þar af leiðandi tapað síðustu þremur leikjum sínum.„Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var bara ekki til staðar. Við vorum í miklu barsli og miklu passífari en við ætluðum okkur að vera. Sóknarlega skoruðum við 28 mörk og förum illa með aragrúa af færum. Það kemur kafli í fyrri hálfleik þar sem við förum í tæknifeilana og misstum aðeins agann. En varnarlega, sérstaklega í fyrri hálfleik, vantaði mikið upp á.”Um miðjan fyrri hálfleik misstu Haukarnir tökin á leiknum og áttu erfitt uppdráttar eftir það.„Í stöðunni 13-10 dettum við í tæknifeilana. Köstuðum boltanum frá okkur nokkrum sinnum og þeir ganga á lagið og við vorum fljótir að missa tökin á þessu. En heilt yfir, eins og ég segi, er þetta varnarleikurinn. Við vorum mjög óánægðir með hvernig við komum inn, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við náum ekki að klukka þá og erum alltof passífir. Þar finnst mér þetta liggja fyrst og fremst.”Ljóst er að Gunnar mun ekki stjórna liði Hauka eftir tímabilið en eftir að þær fréttir brutust út hefur liðinu ekki gengið of vel og nú tapað síðustu þremur leikjum sínum.„Við skulum horfa á staðreyndir. Við erum búnir að tapa þremur leikjum. Tapa fyrir ÍBV í Eyjum, Val sem margir telja besta liðið í dag og FH sem eru á góðri siglingu og ekki illa mannað. Það er engin krísa að tapa fyrir þessum þremur liðum en ég er ekki ánægður með spilamennskuna. Við getum betur. Það er fyrst og fremst það sem ég horfi á. Við getum miklu betur.” „Auðvitað þegar illa gengur erum við ekki sáttir. Við viljum spila betur og þá þurfum við að bretta upp ermar og stöndum saman og komum sterkari til baka. Þetta þéttir raðirnar. Þegar á móti blæs. Við höfum gert það nokkrum sinnum síðustu fjögur og hálft ár. Brettum upp ermar og leggjum helmingi harðar af okkur og komum sterkari til baka.” Þessi lið mætast aftur eftir tvær vikur í bikarnum og vonast Gunnar eftir betri frammistöðu þá en í dag. „Við þurfum að klára leik í deildinni fyrst. Besta meðalið er bara að vinna. Við þurfum bara að fara að vinna leik. Það verður gaman að mæta þeim í bikarnum. Þessi lið eru alltaf að mætast. Sama hvort það er í bikar, úrslitakeppni eða Olís deildinni. Þetta eru alltaf Haukar-ÍBV og við höfum oftar en ekki lagt þá af velli. Við slógum þá út í síðustu úrslitakeppni." „Við lærum af þessum leik hér og þurfum fyrst og fremst að horfa inn á við núna. Við þurfum að gera betur. Þetta er ekki ásættanlegt. Við erum ekki ánægðir með þetta en þegar á móti blæs sýnum við úr hverju við erum gerðir. Auðvitað er ástandið ekki upp á 10 hjá okkur en engu að síður fáum við smá tíma til að komum mönnum í betra stand. Æfa vel og nýtum mótlætið í að koma sterkir til baka og ennþá þéttari,” sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Kristinn: Held að öll lið á Íslandi dreymi um að hafa þann stuðning sem við erum með Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara ÍBV, var gífurlega ánægður með öruggan sigur ÍBV á toppliði Hauka í Vestmannaeyjum í dag. Lokatölur 36-28 Eyjamönnum í vil. 16. febrúar 2020 19:15 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 36-28 | Haukar áttu aldrei möguleika í Eyjum Topplið Hauka virðist endanlega hafa misst flugið en liðið steinlá í Vestmannaeyjum í dag. Lokatölur 36-28 Eyjamönnum í vil sem eru nú jafnir FH og ÍR að stigum. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. febrúar 2020 19:15 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Fleiri fréttir HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Sjá meira
Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, játaði því að það hafi oft verið skemmtilegra að vera í Vestmannaeyjum en núna. Lið hans mátti þola átta marka tap, 36-28, og hefur þar af leiðandi tapað síðustu þremur leikjum sínum.„Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var bara ekki til staðar. Við vorum í miklu barsli og miklu passífari en við ætluðum okkur að vera. Sóknarlega skoruðum við 28 mörk og förum illa með aragrúa af færum. Það kemur kafli í fyrri hálfleik þar sem við förum í tæknifeilana og misstum aðeins agann. En varnarlega, sérstaklega í fyrri hálfleik, vantaði mikið upp á.”Um miðjan fyrri hálfleik misstu Haukarnir tökin á leiknum og áttu erfitt uppdráttar eftir það.„Í stöðunni 13-10 dettum við í tæknifeilana. Köstuðum boltanum frá okkur nokkrum sinnum og þeir ganga á lagið og við vorum fljótir að missa tökin á þessu. En heilt yfir, eins og ég segi, er þetta varnarleikurinn. Við vorum mjög óánægðir með hvernig við komum inn, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við náum ekki að klukka þá og erum alltof passífir. Þar finnst mér þetta liggja fyrst og fremst.”Ljóst er að Gunnar mun ekki stjórna liði Hauka eftir tímabilið en eftir að þær fréttir brutust út hefur liðinu ekki gengið of vel og nú tapað síðustu þremur leikjum sínum.„Við skulum horfa á staðreyndir. Við erum búnir að tapa þremur leikjum. Tapa fyrir ÍBV í Eyjum, Val sem margir telja besta liðið í dag og FH sem eru á góðri siglingu og ekki illa mannað. Það er engin krísa að tapa fyrir þessum þremur liðum en ég er ekki ánægður með spilamennskuna. Við getum betur. Það er fyrst og fremst það sem ég horfi á. Við getum miklu betur.” „Auðvitað þegar illa gengur erum við ekki sáttir. Við viljum spila betur og þá þurfum við að bretta upp ermar og stöndum saman og komum sterkari til baka. Þetta þéttir raðirnar. Þegar á móti blæs. Við höfum gert það nokkrum sinnum síðustu fjögur og hálft ár. Brettum upp ermar og leggjum helmingi harðar af okkur og komum sterkari til baka.” Þessi lið mætast aftur eftir tvær vikur í bikarnum og vonast Gunnar eftir betri frammistöðu þá en í dag. „Við þurfum að klára leik í deildinni fyrst. Besta meðalið er bara að vinna. Við þurfum bara að fara að vinna leik. Það verður gaman að mæta þeim í bikarnum. Þessi lið eru alltaf að mætast. Sama hvort það er í bikar, úrslitakeppni eða Olís deildinni. Þetta eru alltaf Haukar-ÍBV og við höfum oftar en ekki lagt þá af velli. Við slógum þá út í síðustu úrslitakeppni." „Við lærum af þessum leik hér og þurfum fyrst og fremst að horfa inn á við núna. Við þurfum að gera betur. Þetta er ekki ásættanlegt. Við erum ekki ánægðir með þetta en þegar á móti blæs sýnum við úr hverju við erum gerðir. Auðvitað er ástandið ekki upp á 10 hjá okkur en engu að síður fáum við smá tíma til að komum mönnum í betra stand. Æfa vel og nýtum mótlætið í að koma sterkir til baka og ennþá þéttari,” sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Kristinn: Held að öll lið á Íslandi dreymi um að hafa þann stuðning sem við erum með Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara ÍBV, var gífurlega ánægður með öruggan sigur ÍBV á toppliði Hauka í Vestmannaeyjum í dag. Lokatölur 36-28 Eyjamönnum í vil. 16. febrúar 2020 19:15 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 36-28 | Haukar áttu aldrei möguleika í Eyjum Topplið Hauka virðist endanlega hafa misst flugið en liðið steinlá í Vestmannaeyjum í dag. Lokatölur 36-28 Eyjamönnum í vil sem eru nú jafnir FH og ÍR að stigum. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. febrúar 2020 19:15 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Fleiri fréttir HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Sjá meira
Kristinn: Held að öll lið á Íslandi dreymi um að hafa þann stuðning sem við erum með Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara ÍBV, var gífurlega ánægður með öruggan sigur ÍBV á toppliði Hauka í Vestmannaeyjum í dag. Lokatölur 36-28 Eyjamönnum í vil. 16. febrúar 2020 19:15
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 36-28 | Haukar áttu aldrei möguleika í Eyjum Topplið Hauka virðist endanlega hafa misst flugið en liðið steinlá í Vestmannaeyjum í dag. Lokatölur 36-28 Eyjamönnum í vil sem eru nú jafnir FH og ÍR að stigum. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. febrúar 2020 19:15