Bezos ætlar að leggja milljarða í baráttuna gegn loftslagsbreytingum Kjartan Kjartansson skrifar 18. febrúar 2020 23:18 Bezos ætti ekki að muna um að leggja sitt af mörkum enda er hann talinn ríkasti maður heims með eignir sem eru metnar á tugi þúsunda milljarða króna. Vísir/EPA Bandaríski milljarðamæringurinn og stofnandi tæknirisans Amazons, ætlar að leggja baráttunni gegn loftslagsbreytingum til á annað þúsund milljarða íslenskra króna á næstu árum. Bezos segir loftslagsbreytingar stærstu ógnina sem steðjar að jörðinni. Tilkynnt var um stofnun Bezos Jarðarsjóðsins í gær og sagðist Bezos þá ætla að leggja tíu milljarða dollara, jafnvirði tæpra 1.300 milljarða íslenskra króna, í sjóðinn. Sjóðurinn á að styrkja einstaklinga og samtök um allan heim og verður byrjað að úthluta úr honum í sumar. Bezos er talinn ríkasti maður jarðar og eru auðæfi hans metin á um 130 milljarða dollara, jafnvirði um 16.600 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar námu tekjur íslenska ríkisins tæpum 882 milljörðum króna árið 2018 samkvæmt tölum Hagstofunnar. „Loftslagsbreytingar eru stærsta ógnin við plánetuna okkar. Ég vil vinna með öðrum bæði til að halda á lofti þekktum leiðum og að kanna nýjar leiðir til að berjast gegn hræðilegum afleiðingum loftslagsbreytinga fyrir þessa plánetu sem við deilum öll,“ sagði Bezos í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Tíðindin af sjóðnum koma á sama tíma og hópur starfsmanna Amazon hefur mótmælt athafnaleysi fyrirtækisins í loftslagsmálum. Fyrirtækið er stórlosandi gróðurhúsaloftegundanna sem valda hnattrænni hlýnun með umsvifamiklum vöruflutningum og orkufreku tölvuskýi sem það rekur, að sögn Washington Post sem er sömuleiðis í eigu Bezos. Loftslagssamtök starfsmanna Amazon fögnuðu ákvörðun Bezos um að stofna loftslagssjóðinn en settu á sama tíma spurningamerki við að fyrirtækið héldi áfram að gera olíu- og gasfyrirtækjum kleift að dæla upp meira af jarðefnaeldsneyti. Amazon CEO Jeff Bezos announces he will commit $10 billion to fund scientists, activists, nonprofits and other groups fighting to protect the environment and counter the effects of climate change https://t.co/gtQ3VNHIi5 pic.twitter.com/MBElH4cUPi— Reuters (@Reuters) February 18, 2020 Amazon Loftslagsmál Tengdar fréttir Jeff Bezos kaupir dýrasta húsið í Los Angeles Jeff Bezos, forstjóri Amazon og ríkasti maður heims, hefur fest kaup á dýrustu eign Los Angeles borgar. 14. febrúar 2020 14:30 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Bandaríski milljarðamæringurinn og stofnandi tæknirisans Amazons, ætlar að leggja baráttunni gegn loftslagsbreytingum til á annað þúsund milljarða íslenskra króna á næstu árum. Bezos segir loftslagsbreytingar stærstu ógnina sem steðjar að jörðinni. Tilkynnt var um stofnun Bezos Jarðarsjóðsins í gær og sagðist Bezos þá ætla að leggja tíu milljarða dollara, jafnvirði tæpra 1.300 milljarða íslenskra króna, í sjóðinn. Sjóðurinn á að styrkja einstaklinga og samtök um allan heim og verður byrjað að úthluta úr honum í sumar. Bezos er talinn ríkasti maður jarðar og eru auðæfi hans metin á um 130 milljarða dollara, jafnvirði um 16.600 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar námu tekjur íslenska ríkisins tæpum 882 milljörðum króna árið 2018 samkvæmt tölum Hagstofunnar. „Loftslagsbreytingar eru stærsta ógnin við plánetuna okkar. Ég vil vinna með öðrum bæði til að halda á lofti þekktum leiðum og að kanna nýjar leiðir til að berjast gegn hræðilegum afleiðingum loftslagsbreytinga fyrir þessa plánetu sem við deilum öll,“ sagði Bezos í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Tíðindin af sjóðnum koma á sama tíma og hópur starfsmanna Amazon hefur mótmælt athafnaleysi fyrirtækisins í loftslagsmálum. Fyrirtækið er stórlosandi gróðurhúsaloftegundanna sem valda hnattrænni hlýnun með umsvifamiklum vöruflutningum og orkufreku tölvuskýi sem það rekur, að sögn Washington Post sem er sömuleiðis í eigu Bezos. Loftslagssamtök starfsmanna Amazon fögnuðu ákvörðun Bezos um að stofna loftslagssjóðinn en settu á sama tíma spurningamerki við að fyrirtækið héldi áfram að gera olíu- og gasfyrirtækjum kleift að dæla upp meira af jarðefnaeldsneyti. Amazon CEO Jeff Bezos announces he will commit $10 billion to fund scientists, activists, nonprofits and other groups fighting to protect the environment and counter the effects of climate change https://t.co/gtQ3VNHIi5 pic.twitter.com/MBElH4cUPi— Reuters (@Reuters) February 18, 2020
Amazon Loftslagsmál Tengdar fréttir Jeff Bezos kaupir dýrasta húsið í Los Angeles Jeff Bezos, forstjóri Amazon og ríkasti maður heims, hefur fest kaup á dýrustu eign Los Angeles borgar. 14. febrúar 2020 14:30 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Jeff Bezos kaupir dýrasta húsið í Los Angeles Jeff Bezos, forstjóri Amazon og ríkasti maður heims, hefur fest kaup á dýrustu eign Los Angeles borgar. 14. febrúar 2020 14:30