Þverpólitísk nálgun hinnar kröfuhörðu Amy Klobuchar sem ætlar í Hvíta húsið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 10:00 Klobuchar umkringd stuðningsmönnum sínum eftir forvalið í New Hampshire í síðustu viku. vísir/getty Það styttist óðum í að forval Demókrata fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í Bandaríkjunum í nóvember nái hámarki sínu á svokölluðum Ofurþriðjudegi þann 3. mars þegar forval fer fram í fjórtán ríkjum. Nokkrir eru um hituna en eftir annars vegar forval í Iowa og hins vegar í New Hampshire er Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, efstur með 23 fulltrúa á landsþing Demókrata. Fast á hæla hans kemur öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders með 21 fulltrúa en á eftir þeim koma tvær konur, öldungadeildarþingmennirnir Elizabeth Warren (átta fulltrúar) og Amy Klobuchar (sjö fulltrúar). Sú fyrrnefnda myndi teljast þekktari en sú síðarnefnda en Klobuchar náði engu að síður þriðja sætinu í New Hampshire með 19,7 prósent atkvæða og rúmlega 30 þúsund fleiri atkvæði en Warren. Þessi árangur Klobuchar kom nokkuð á óvart en hver er þessi kona sem stal fyrirsögnunum í forvalinu í New Hampshire í síðustu viku? Miðjumanneskja í pólitík Amy Klobuchar er fædd í Plymouth í Minnesota árið 1960. Hún stundaði nám við Yale-háskóla og háskólann í Chicago þaðan sem hún lauk prófi í lögfræði árið 1985. Hún starfaði sem lögmaður frá útskrift og til ársins 1999 þegar hún varð saksóknari Hennepin-sýslu í Minnesota en sýslan er sú fjölmennasta í ríkinu. Því starfi gegndi Klobuchar þar til hún var kjörin í öldungadeild Bandaríkjaþings árið 2006 fyrir Minnesota. Klobuchar er lýst sem miðjumanneskju í pólitík. Hún leggur áherslu á þverpólitíska sátt og beitir sér oftar en ekki fyrir málum sem bæði Demókratar og Repúblikanar styðja. Klobuchar hefur hlotið lof frá bæði flokksfélögum sínum og andstæðingum fyrir vinnu sína í öldungadeildinni og hefur henni tekist að koma tugum lagafrumvarpa í gegnum þingið. Í kosningabaráttu sinni í forvalinu hefur hún lagt áherslu á að hennar þverpólitíska nálgun á stjórnmál sé besti möguleiki Demókrata á að komast aftur til valda í Hvíta húsinu. Klobuchar sést hér við hlið Bernie Sanders í kappræðunum sem fóru fram fyrir forvalið í New Hampshire.vísir/getty Mjög vinsæl í Minnesota en sögð erfiður yfirmaður Klobuchar er mjög vinsæl meðal kjósenda í heimaríki sínu Minnesota en hún er þó ekki óumdeild. Þannig hefur hún verið sökuð um að leggja starfsfólk sitt í einelti og er hún sögð afar erfiður yfirmaður. Til marks um það voru starfsmannaskipti tíðust á skrifstofu Klobuchar í öldungadeildinni af öllum öldungadeildarþingmönnum á árunum 2001 til 2016. Í þessu samhengi hefur Klobuchar fúslega viðurkennt að vera kröfuhörð og hafa gengið of hart að fólki sem vinnur fyrir hana. Klobuchar vakti töluverða athygli þegar Brett Kavanaugh, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði tilnefnt sem hæstaréttardómara, kom fyrir öldungadeildina og gaf skýrslu vegna tilnefningarinnar. Þrjár konur höfðu stigið fram og sakað Kavanaugh um að hafa brotið kynferðislega gegn sér á námsárum þeirra í framhalds- og háskóla. Atvikin sem þær lýstu áttu það sammerkt að Kavanaugh átti að hafa verið mjög ölvaður þegar þau áttu sér stað. Við skýrslutökuna spurði Klobuchar Kavanaugh hvort hann hefði einhvern tímann orðið svo drukkinn að hann hefði ekki munað eftir sér (e. blackout). „Ég veit það ekki. Hefur það komið fyrir þig?“ spurði Kavanaugh. Klobuchar bað hann um að svara spurningunni en hann spurði hana aftur hvort þetta hefði komið fyrir hana. „Ég á ekki við drykkjuvandamál að stríða,“ svaraði Klobuchar og Kavanaugh svaraði því til að hann væri ekki heldur að glíma við slíkt vandamál. Nokkru áður en Klobuchar spurði Kavanaugh út í þetta hafði hún sagt frá föður sínum sem var alkóhólisti. Kavanaugh baðst síðar afsökunar á framkomu sinni. Kavanaugh asks Sen Klobuchar multiple times if she's had alcoholic blackouts. pic.twitter.com/3huBRb2JEo— Josh Marshall (@joshtpm) September 27, 2018 Áfengis- og vímuefnavandinn, geðheilbrigði og loftslagsmálin Að takast á við áfengis- og vímuefnavandann og bæta geðheilbrigðisþjónustu er eitt af þeim málum sem Klobuchar hefur sagt að hún muni setja í forgang nái hún kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Þá lagði hún áherslu á loftslagsmálin þegar hún tilkynnti um framboð sitt í forvali Demókrata. Hún vill til að mynda að Bandaríkin gangist aftur undir þær alþjóðlegu skuldbindingar sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu og verði leiðandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Klobuchar hefur síðan kynnt aðgerðaáætlun um það sem hún hyggst gera á fyrstu 100 dögunum ef hún verður kjörin forseti. Er þar meðal annars að finna loforð um að byggja aftur upp samband Bandaríkjanna við bandamenn sína, lækka verð á lyfseðilsskyldum lyfjum, herða byssulöggjöfina og auka fjármagn í menntakerfinu. Hvort Klobuchar nái einhverju flugi í forvalinu og veiti þeim sem eru efstir nú, Sanders og Buttigieg, alvöru samkeppni um útnefningu Demókrata á eftir að koma í ljós. Enn eru þó litlar líkur taldar á því að hún verði forsetaefni Demókrataflokksins, að minnsta kosti ef marka má útreikninga vefsíðunnar FiveThirtyEight. Næsta forval fer fram í Nevada á laugardag en kappræður vegna forvalsins fóru fram í gærkvöldi. Byggt á umfjöllunum New York Times, ABC, Guardian, Vox, FiveThirtyEight og CNN. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttaskýringar Tengdar fréttir Bloomberg nú með næstmestan stuðning á eftir Sanders Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg mælist nú með næstmestan stuðning meðal Demókrata á eftir öldungadeildarþingmanninum Bernie Sanders, ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar sem birt var af fréttaveitunni Reuters. 18. febrúar 2020 23:30 Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15 Sterk staða hjá Sanders og veik von fyrir Biden Bernie Sanders fékk flest atkvæði í prófkjöri Demókrata í New Hampshire fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nótt. 12. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Það styttist óðum í að forval Demókrata fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í Bandaríkjunum í nóvember nái hámarki sínu á svokölluðum Ofurþriðjudegi þann 3. mars þegar forval fer fram í fjórtán ríkjum. Nokkrir eru um hituna en eftir annars vegar forval í Iowa og hins vegar í New Hampshire er Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, efstur með 23 fulltrúa á landsþing Demókrata. Fast á hæla hans kemur öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders með 21 fulltrúa en á eftir þeim koma tvær konur, öldungadeildarþingmennirnir Elizabeth Warren (átta fulltrúar) og Amy Klobuchar (sjö fulltrúar). Sú fyrrnefnda myndi teljast þekktari en sú síðarnefnda en Klobuchar náði engu að síður þriðja sætinu í New Hampshire með 19,7 prósent atkvæða og rúmlega 30 þúsund fleiri atkvæði en Warren. Þessi árangur Klobuchar kom nokkuð á óvart en hver er þessi kona sem stal fyrirsögnunum í forvalinu í New Hampshire í síðustu viku? Miðjumanneskja í pólitík Amy Klobuchar er fædd í Plymouth í Minnesota árið 1960. Hún stundaði nám við Yale-háskóla og háskólann í Chicago þaðan sem hún lauk prófi í lögfræði árið 1985. Hún starfaði sem lögmaður frá útskrift og til ársins 1999 þegar hún varð saksóknari Hennepin-sýslu í Minnesota en sýslan er sú fjölmennasta í ríkinu. Því starfi gegndi Klobuchar þar til hún var kjörin í öldungadeild Bandaríkjaþings árið 2006 fyrir Minnesota. Klobuchar er lýst sem miðjumanneskju í pólitík. Hún leggur áherslu á þverpólitíska sátt og beitir sér oftar en ekki fyrir málum sem bæði Demókratar og Repúblikanar styðja. Klobuchar hefur hlotið lof frá bæði flokksfélögum sínum og andstæðingum fyrir vinnu sína í öldungadeildinni og hefur henni tekist að koma tugum lagafrumvarpa í gegnum þingið. Í kosningabaráttu sinni í forvalinu hefur hún lagt áherslu á að hennar þverpólitíska nálgun á stjórnmál sé besti möguleiki Demókrata á að komast aftur til valda í Hvíta húsinu. Klobuchar sést hér við hlið Bernie Sanders í kappræðunum sem fóru fram fyrir forvalið í New Hampshire.vísir/getty Mjög vinsæl í Minnesota en sögð erfiður yfirmaður Klobuchar er mjög vinsæl meðal kjósenda í heimaríki sínu Minnesota en hún er þó ekki óumdeild. Þannig hefur hún verið sökuð um að leggja starfsfólk sitt í einelti og er hún sögð afar erfiður yfirmaður. Til marks um það voru starfsmannaskipti tíðust á skrifstofu Klobuchar í öldungadeildinni af öllum öldungadeildarþingmönnum á árunum 2001 til 2016. Í þessu samhengi hefur Klobuchar fúslega viðurkennt að vera kröfuhörð og hafa gengið of hart að fólki sem vinnur fyrir hana. Klobuchar vakti töluverða athygli þegar Brett Kavanaugh, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði tilnefnt sem hæstaréttardómara, kom fyrir öldungadeildina og gaf skýrslu vegna tilnefningarinnar. Þrjár konur höfðu stigið fram og sakað Kavanaugh um að hafa brotið kynferðislega gegn sér á námsárum þeirra í framhalds- og háskóla. Atvikin sem þær lýstu áttu það sammerkt að Kavanaugh átti að hafa verið mjög ölvaður þegar þau áttu sér stað. Við skýrslutökuna spurði Klobuchar Kavanaugh hvort hann hefði einhvern tímann orðið svo drukkinn að hann hefði ekki munað eftir sér (e. blackout). „Ég veit það ekki. Hefur það komið fyrir þig?“ spurði Kavanaugh. Klobuchar bað hann um að svara spurningunni en hann spurði hana aftur hvort þetta hefði komið fyrir hana. „Ég á ekki við drykkjuvandamál að stríða,“ svaraði Klobuchar og Kavanaugh svaraði því til að hann væri ekki heldur að glíma við slíkt vandamál. Nokkru áður en Klobuchar spurði Kavanaugh út í þetta hafði hún sagt frá föður sínum sem var alkóhólisti. Kavanaugh baðst síðar afsökunar á framkomu sinni. Kavanaugh asks Sen Klobuchar multiple times if she's had alcoholic blackouts. pic.twitter.com/3huBRb2JEo— Josh Marshall (@joshtpm) September 27, 2018 Áfengis- og vímuefnavandinn, geðheilbrigði og loftslagsmálin Að takast á við áfengis- og vímuefnavandann og bæta geðheilbrigðisþjónustu er eitt af þeim málum sem Klobuchar hefur sagt að hún muni setja í forgang nái hún kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Þá lagði hún áherslu á loftslagsmálin þegar hún tilkynnti um framboð sitt í forvali Demókrata. Hún vill til að mynda að Bandaríkin gangist aftur undir þær alþjóðlegu skuldbindingar sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu og verði leiðandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Klobuchar hefur síðan kynnt aðgerðaáætlun um það sem hún hyggst gera á fyrstu 100 dögunum ef hún verður kjörin forseti. Er þar meðal annars að finna loforð um að byggja aftur upp samband Bandaríkjanna við bandamenn sína, lækka verð á lyfseðilsskyldum lyfjum, herða byssulöggjöfina og auka fjármagn í menntakerfinu. Hvort Klobuchar nái einhverju flugi í forvalinu og veiti þeim sem eru efstir nú, Sanders og Buttigieg, alvöru samkeppni um útnefningu Demókrata á eftir að koma í ljós. Enn eru þó litlar líkur taldar á því að hún verði forsetaefni Demókrataflokksins, að minnsta kosti ef marka má útreikninga vefsíðunnar FiveThirtyEight. Næsta forval fer fram í Nevada á laugardag en kappræður vegna forvalsins fóru fram í gærkvöldi. Byggt á umfjöllunum New York Times, ABC, Guardian, Vox, FiveThirtyEight og CNN.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttaskýringar Tengdar fréttir Bloomberg nú með næstmestan stuðning á eftir Sanders Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg mælist nú með næstmestan stuðning meðal Demókrata á eftir öldungadeildarþingmanninum Bernie Sanders, ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar sem birt var af fréttaveitunni Reuters. 18. febrúar 2020 23:30 Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15 Sterk staða hjá Sanders og veik von fyrir Biden Bernie Sanders fékk flest atkvæði í prófkjöri Demókrata í New Hampshire fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nótt. 12. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Bloomberg nú með næstmestan stuðning á eftir Sanders Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg mælist nú með næstmestan stuðning meðal Demókrata á eftir öldungadeildarþingmanninum Bernie Sanders, ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar sem birt var af fréttaveitunni Reuters. 18. febrúar 2020 23:30
Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15
Sterk staða hjá Sanders og veik von fyrir Biden Bernie Sanders fékk flest atkvæði í prófkjöri Demókrata í New Hampshire fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nótt. 12. febrúar 2020 20:00