Telur innskot kviku líklegra en eldgos á Reykjanesskaga Kristján Már Unnarsson skrifar 2. febrúar 2020 11:15 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur við rætur Snæfellsjökuls í viðtali í þættinum Um land allt, sem sýndur var í febrúar 2015. Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Mig grunar að kvikan fari öll í innskot í efri hluta skorpunnar,“ segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, í eldfjallabloggi sínu um umbrotin við fjallið Þorbjörn. Þar bendir Haraldur á að kvikuinnskot séu algengari en eldgos. „Kvika sem leitar upp úr möttlinum og í átt að yfirborði Íslands getur annað hvort gosið á yfirborði eða myndað innskot í jarðskorpunni rétt undir yfirborði,“ segir Haraldur og telur einkum tvennt koma til greina á Reykjanesskaga: „Annað hvort leitar kvikan frekar fljótlega upp á yfirborð og gýs, oftast sem sprungugos af basalt kviku. Eða þá að kvikan treðst inn á milli jarðlaga í efri hluta skorpunnar og myndar innskot, án þess að gos verði, en myndar bólu eða landris á yfirborði.“ Haraldur segir að hafa beri í huga í þessu sambandi að eðlisþyngd kvikunnar sé frekar há. Þá leiti kvikan sér oft leiða innan skorpunnar og finni sér farveg, án þess að gjósa. Hann nefnir nýleg dæmi eins og atburðina við Upptyppinga fyrir austan Öskju árin 2007 til 2009, en þar var mikið landris og skjálftavirkni á 15 til 17 km dýpi. „Mikill titringur var þá lengi í öllum jarðvísindamönnum á Íslandi, en ekki kom gos. Sennilega myndaði kvikan stóran gang af basalti á þessu dýpi. Sömu sögu er að segja með atburði undir Hengli árin 1994 til 1998 og svo nýlega í Krísuvík árið 2009: staðbundin skjálftavirkni, landris og merki um að innskot hafi orðið í skorpuna án þess að gjósa,“ segir Haraldur. „Það verður fróðlegt að fylgjast með gangi mála í grennd við Þorbjörn, en mig grunar að kvikan fari öll í innskot í efri hluta skorpunnar,“ eru lokaorð greinar Haraldar, sem hann birti á vefnum þann 02.02.2020 kl. 02.22. Haraldur sýnir berggang við Stykkishólmshöfn en slík fyrirbæri myndast í kvikuinnskotum. Haraldur stofnaði Eldfjallasafnið í Stykkishólmi.Mynd/Stöð 2. Í eldgosinu í Holuhrauni árið 2014 vakti Haraldur athygli þegar hann spáði því í október það ár, á grundvelli stærðfræðiútreikninga, að gosinu lyki í lok febrúar eða byrjun mars 2015. Sú spá rættist og gat vart verið nákvæmari.Sjá hér: Spá Haraldar rættist um goslok Haraldur benti á það í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í febrúar 2015 að sprungukerfi Reykjanesskagans teygðu sig til úthverfa Reykjavíkur. Sprungur í Heiðmörk, Norðlingaholtshverfi, við Rauðavatn og Árbæjarhverfi tengdust sennilega Krýsuvíkureldstöðinni. -Þannig að við gætum fengið eldstöð uppi í Árbæ? „Það er ekki óhugsanlegt,” svaraði eldfjallafræðingurinn.Sjá má þáttinn hér: Undur í eldgarði Snæfellsness. Fréttaviðtal úr þættinum má sjá hér: Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Stykkishólmur Um land allt Tengdar fréttir Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13 Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45 Kvika á ferð undir Upptyppingum Niðurstöður rannsóknarleiðangurs jarðvísindamanna að Upptyppingum og Álftadalsdyngju í síðasta mánuði staðfesta svo ekki verður um villst að þar undir er kvika á uppleið. 14. maí 2008 18:46 Almannavörnum tilkynnt um landris í Krýsuvík Landris mælist nú við Kleifarvatn og er talið að kvika geti verið að byggja upp þrýsting á litlu dýpi í eldstöðvakerfi Krýsuvíkur. Jarðvísindamenn hafa upplýst Almannavarnir og lögregluyfirvöld um stöðuna og mælt með því að sérstök aðgæsla verði höfð með svæðinu vegna hættu á lífshættulegum gufusprengingum. 27. nóvember 2009 18:41 Spá Haraldar rættist um goslok „í lok febrúar eða byrjun mars“ "Kúrfan spáir því um goslok í lok febrúar eða byrjun mars 2015,“ skrifaði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur þann 15. nóvember. 28. febrúar 2015 12:39 Gagnrýnir Almannavarnir fyrir andvaraleysi Almannavarnir huga ekki að hættunni sem steðjar að höfuðborgarsvæðinu þegar eldsumbrot verða næst á Reykjanessvæðinu og yfirvöld hafa leyft byggingar á stöðum sem ekki ætti að byggja á. Þetta segir Haraldur Sigurðsson, einn helsti eldfjallasérfræðingur heims 2. júní 2012 19:45 Auknar líkur taldar á eldgosi við Upptyppinga Þeirra breytinga verður nú vart á járðskjálftavirkninni í Upptyppingum, austan við Öskju, að upptökin eru grynnri en áður. Við upphaf virkninnar fyrr á árinu voru upptökin yfirleitt á 15 til 20 kílómetra dýpi, en hafa verið á 13 til 15 kílómetra dýpi upp á síðkastið. 17. desember 2007 08:06 Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32 Kvika við Upptyppinga virðist færast nær yfirborði Jarðskjálftavirkni norðan við Upptyppinga síðustu daga bendir til að kvika færist þar nær yfirborði en áður. Fjórar virkustu eldstöðvar Íslands virðast allar vera að undirbúa gos. 19. júlí 2009 19:00 Skaftáreldar komu upp úr löngum kvikugangi Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að kvikugangar, eins og sá sem nú vex undir norðanverðum Vatnajökli, geti orsakað hættuleg hamfaragos. 26. ágúst 2014 21:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
„Mig grunar að kvikan fari öll í innskot í efri hluta skorpunnar,“ segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, í eldfjallabloggi sínu um umbrotin við fjallið Þorbjörn. Þar bendir Haraldur á að kvikuinnskot séu algengari en eldgos. „Kvika sem leitar upp úr möttlinum og í átt að yfirborði Íslands getur annað hvort gosið á yfirborði eða myndað innskot í jarðskorpunni rétt undir yfirborði,“ segir Haraldur og telur einkum tvennt koma til greina á Reykjanesskaga: „Annað hvort leitar kvikan frekar fljótlega upp á yfirborð og gýs, oftast sem sprungugos af basalt kviku. Eða þá að kvikan treðst inn á milli jarðlaga í efri hluta skorpunnar og myndar innskot, án þess að gos verði, en myndar bólu eða landris á yfirborði.“ Haraldur segir að hafa beri í huga í þessu sambandi að eðlisþyngd kvikunnar sé frekar há. Þá leiti kvikan sér oft leiða innan skorpunnar og finni sér farveg, án þess að gjósa. Hann nefnir nýleg dæmi eins og atburðina við Upptyppinga fyrir austan Öskju árin 2007 til 2009, en þar var mikið landris og skjálftavirkni á 15 til 17 km dýpi. „Mikill titringur var þá lengi í öllum jarðvísindamönnum á Íslandi, en ekki kom gos. Sennilega myndaði kvikan stóran gang af basalti á þessu dýpi. Sömu sögu er að segja með atburði undir Hengli árin 1994 til 1998 og svo nýlega í Krísuvík árið 2009: staðbundin skjálftavirkni, landris og merki um að innskot hafi orðið í skorpuna án þess að gjósa,“ segir Haraldur. „Það verður fróðlegt að fylgjast með gangi mála í grennd við Þorbjörn, en mig grunar að kvikan fari öll í innskot í efri hluta skorpunnar,“ eru lokaorð greinar Haraldar, sem hann birti á vefnum þann 02.02.2020 kl. 02.22. Haraldur sýnir berggang við Stykkishólmshöfn en slík fyrirbæri myndast í kvikuinnskotum. Haraldur stofnaði Eldfjallasafnið í Stykkishólmi.Mynd/Stöð 2. Í eldgosinu í Holuhrauni árið 2014 vakti Haraldur athygli þegar hann spáði því í október það ár, á grundvelli stærðfræðiútreikninga, að gosinu lyki í lok febrúar eða byrjun mars 2015. Sú spá rættist og gat vart verið nákvæmari.Sjá hér: Spá Haraldar rættist um goslok Haraldur benti á það í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í febrúar 2015 að sprungukerfi Reykjanesskagans teygðu sig til úthverfa Reykjavíkur. Sprungur í Heiðmörk, Norðlingaholtshverfi, við Rauðavatn og Árbæjarhverfi tengdust sennilega Krýsuvíkureldstöðinni. -Þannig að við gætum fengið eldstöð uppi í Árbæ? „Það er ekki óhugsanlegt,” svaraði eldfjallafræðingurinn.Sjá má þáttinn hér: Undur í eldgarði Snæfellsness. Fréttaviðtal úr þættinum má sjá hér:
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Stykkishólmur Um land allt Tengdar fréttir Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13 Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45 Kvika á ferð undir Upptyppingum Niðurstöður rannsóknarleiðangurs jarðvísindamanna að Upptyppingum og Álftadalsdyngju í síðasta mánuði staðfesta svo ekki verður um villst að þar undir er kvika á uppleið. 14. maí 2008 18:46 Almannavörnum tilkynnt um landris í Krýsuvík Landris mælist nú við Kleifarvatn og er talið að kvika geti verið að byggja upp þrýsting á litlu dýpi í eldstöðvakerfi Krýsuvíkur. Jarðvísindamenn hafa upplýst Almannavarnir og lögregluyfirvöld um stöðuna og mælt með því að sérstök aðgæsla verði höfð með svæðinu vegna hættu á lífshættulegum gufusprengingum. 27. nóvember 2009 18:41 Spá Haraldar rættist um goslok „í lok febrúar eða byrjun mars“ "Kúrfan spáir því um goslok í lok febrúar eða byrjun mars 2015,“ skrifaði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur þann 15. nóvember. 28. febrúar 2015 12:39 Gagnrýnir Almannavarnir fyrir andvaraleysi Almannavarnir huga ekki að hættunni sem steðjar að höfuðborgarsvæðinu þegar eldsumbrot verða næst á Reykjanessvæðinu og yfirvöld hafa leyft byggingar á stöðum sem ekki ætti að byggja á. Þetta segir Haraldur Sigurðsson, einn helsti eldfjallasérfræðingur heims 2. júní 2012 19:45 Auknar líkur taldar á eldgosi við Upptyppinga Þeirra breytinga verður nú vart á járðskjálftavirkninni í Upptyppingum, austan við Öskju, að upptökin eru grynnri en áður. Við upphaf virkninnar fyrr á árinu voru upptökin yfirleitt á 15 til 20 kílómetra dýpi, en hafa verið á 13 til 15 kílómetra dýpi upp á síðkastið. 17. desember 2007 08:06 Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32 Kvika við Upptyppinga virðist færast nær yfirborði Jarðskjálftavirkni norðan við Upptyppinga síðustu daga bendir til að kvika færist þar nær yfirborði en áður. Fjórar virkustu eldstöðvar Íslands virðast allar vera að undirbúa gos. 19. júlí 2009 19:00 Skaftáreldar komu upp úr löngum kvikugangi Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að kvikugangar, eins og sá sem nú vex undir norðanverðum Vatnajökli, geti orsakað hættuleg hamfaragos. 26. ágúst 2014 21:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13
Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45
Kvika á ferð undir Upptyppingum Niðurstöður rannsóknarleiðangurs jarðvísindamanna að Upptyppingum og Álftadalsdyngju í síðasta mánuði staðfesta svo ekki verður um villst að þar undir er kvika á uppleið. 14. maí 2008 18:46
Almannavörnum tilkynnt um landris í Krýsuvík Landris mælist nú við Kleifarvatn og er talið að kvika geti verið að byggja upp þrýsting á litlu dýpi í eldstöðvakerfi Krýsuvíkur. Jarðvísindamenn hafa upplýst Almannavarnir og lögregluyfirvöld um stöðuna og mælt með því að sérstök aðgæsla verði höfð með svæðinu vegna hættu á lífshættulegum gufusprengingum. 27. nóvember 2009 18:41
Spá Haraldar rættist um goslok „í lok febrúar eða byrjun mars“ "Kúrfan spáir því um goslok í lok febrúar eða byrjun mars 2015,“ skrifaði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur þann 15. nóvember. 28. febrúar 2015 12:39
Gagnrýnir Almannavarnir fyrir andvaraleysi Almannavarnir huga ekki að hættunni sem steðjar að höfuðborgarsvæðinu þegar eldsumbrot verða næst á Reykjanessvæðinu og yfirvöld hafa leyft byggingar á stöðum sem ekki ætti að byggja á. Þetta segir Haraldur Sigurðsson, einn helsti eldfjallasérfræðingur heims 2. júní 2012 19:45
Auknar líkur taldar á eldgosi við Upptyppinga Þeirra breytinga verður nú vart á járðskjálftavirkninni í Upptyppingum, austan við Öskju, að upptökin eru grynnri en áður. Við upphaf virkninnar fyrr á árinu voru upptökin yfirleitt á 15 til 20 kílómetra dýpi, en hafa verið á 13 til 15 kílómetra dýpi upp á síðkastið. 17. desember 2007 08:06
Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32
Kvika við Upptyppinga virðist færast nær yfirborði Jarðskjálftavirkni norðan við Upptyppinga síðustu daga bendir til að kvika færist þar nær yfirborði en áður. Fjórar virkustu eldstöðvar Íslands virðast allar vera að undirbúa gos. 19. júlí 2009 19:00
Skaftáreldar komu upp úr löngum kvikugangi Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að kvikugangar, eins og sá sem nú vex undir norðanverðum Vatnajökli, geti orsakað hættuleg hamfaragos. 26. ágúst 2014 21:00