Fjármálafyrirtæki greiddu launakostnað RÚV við framleiðslu á fræðsluefni Eiður Þór Árnason skrifar 3. febrúar 2020 08:15 Þættirnir sem báru nafnið Klink voru í umsjón Júlí Heiðars Halldórssonar og Þórdísar Birnu Borgarsdóttur. Rúv núll Fræðsluþættir RÚV núll um fjármál fyrir ungt fólk voru að hluta til fjármagnaðir af Samtökum fjármálafyrirtækja og Landssamtökum lífeyrissjóða. Fjármálavit, fræðsluvettvangur á vegum samtakanna greiddi laun þáttastjórnendanna tveggja og ekki var upplýst um að sumir viðmælendur þáttanna væru starfsmenn bankastofnananna. Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri ungmennaþjónustu RÚV sem ber heitið RÚV núll, segir það skýrt að um samstarfsverkefni hafi verið að ræða og að þættirnir hafi ekki verið kostað efni. Stundin greindi fyrst frá málinu. Hún segist hafa leitast eftir samstarfi við Fjármálavit snemma í þróunarferli þáttanna í ljósi þess að þar væri starfsfólk með reynslu af fjármálafræðslu fyrir ungt fólk. Fjármálavit hafi í kjölfarið greitt framlag sem nemi launum dagskrárgerðarfólksins en RÚV staðið undir öðrum framleiðslukostnaði. Í staðinn hafi Fjármálavit fengið að nota efnið í sínu fræðslustarfi. Segir þetta vera sambærilegt öðrum samstarfsverkefnum Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri RÚV núll.RÚV/Ragnar Visage „Þetta er samstarfsverkefni að því leitinu til og þetta er bara fullkomlega sambærilegt við það sem tíðkast í öðrum samstarfsverkefnum.“ Þetta er nú samt ekki alveg eins og hvert og annað framleiðslufyrirtæki í kvikmyndagerð, er hér ekki um að ræða hagsmunaaðila? „Já og nei. Fjármálavit, sem eru þeir sem við gerðum dílinn við, og ég hef einungis verið í samskiptum við þeirra verkefnastjóra, er í eigu Samtaka fjármálafyrirtækja sem standa fyrir sextíu fjármálafyrirtæki. Þetta er eins breitt og það verður.“ Þættirnir sem báru nafnið Klink voru sýndir seint á síðasta ári og voru í umsjón Júlí Heiðars Halldórssonar og Þórdísar Birnu Borgarsdóttur. Ekki um að ræða auglýsingu fyrir fjármálastofnanir Snærós segir að ekkert sé fjallað í þáttunum um kjör einstakra fjármálafyrirtækja og að alls hlutleysis hafi verið gætt. Til að mynda sé ekki talað um það hvar fólk geti fengið hagstæðustu vextina eða lánskjör. „Við veljum að fara í breiðari átt. Þetta er ekki auglýsing, þetta eru ekki hagsmunir eins eða neins.“ Aðspurð hvort að það hafi komið skýrt fram í þáttunum að þeir væru fjármagnaðir að hluta af félagi á vegum fjármálafyrirtækja, tryggingafélaga og lífeyrissjóða segir hún það hafi komið skýrt fram í lok hvers einasta þáttar að þeir væru unnir í samstarfi við Fjármálavit. Þættirnir ekki keypt umfjöllun „Það er mjög skýrt, alveg eins og í öllum öðrum þáttum ef þeir eru unnir í samstarfi við einhvern þá þýðir það að þarna eru sameiginlegar fjárhagslegar skuldbindingar.“ Snærós ítrekar að ekki sé um keypta umfjöllun að ræða og að RÚV hafi haft fullkomið ritstjórnarlegt sjálfstæði við framleiðslu þáttanna. „Ef þetta væri kostun þá hefði MS eða einhver haft samband við okkur og borgað okkur peninga til þess að búa til kynningarefni fyrir sig. Það er ekki það sem þetta er, bara engan veginn.“ Einnig segir hún að RÚV sé óheimilt að senda út kostað efni. „Það er mjög í skýrt í lokin á kreditlista að þetta sé unnið í samstarfi við Fjármálavit og það veit þorri almennings held ég hvað það þýðir.“ Stílbragð að sleppa titlum viðmælenda Aðspurð um það hvort að það hafi verið yfirsjón að titla ekki suma viðmælendur þáttanna sem starfsmenn banka, segir Snærós að um hafi verið að ræða ákveðið stílbragð í þáttunum þar sem engir viðmælendur báru titil. „Kannski hefði verið betra ef það hefði staðið hjá hvaða fyrirtækjum þeir vinna , en aftur engar markaðslegar tölur eru þarna, svo að þeir eru fyrst og fremst fengnir sem sérfræðingar.“ Fjölmiðlar Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira
Fræðsluþættir RÚV núll um fjármál fyrir ungt fólk voru að hluta til fjármagnaðir af Samtökum fjármálafyrirtækja og Landssamtökum lífeyrissjóða. Fjármálavit, fræðsluvettvangur á vegum samtakanna greiddi laun þáttastjórnendanna tveggja og ekki var upplýst um að sumir viðmælendur þáttanna væru starfsmenn bankastofnananna. Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri ungmennaþjónustu RÚV sem ber heitið RÚV núll, segir það skýrt að um samstarfsverkefni hafi verið að ræða og að þættirnir hafi ekki verið kostað efni. Stundin greindi fyrst frá málinu. Hún segist hafa leitast eftir samstarfi við Fjármálavit snemma í þróunarferli þáttanna í ljósi þess að þar væri starfsfólk með reynslu af fjármálafræðslu fyrir ungt fólk. Fjármálavit hafi í kjölfarið greitt framlag sem nemi launum dagskrárgerðarfólksins en RÚV staðið undir öðrum framleiðslukostnaði. Í staðinn hafi Fjármálavit fengið að nota efnið í sínu fræðslustarfi. Segir þetta vera sambærilegt öðrum samstarfsverkefnum Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri RÚV núll.RÚV/Ragnar Visage „Þetta er samstarfsverkefni að því leitinu til og þetta er bara fullkomlega sambærilegt við það sem tíðkast í öðrum samstarfsverkefnum.“ Þetta er nú samt ekki alveg eins og hvert og annað framleiðslufyrirtæki í kvikmyndagerð, er hér ekki um að ræða hagsmunaaðila? „Já og nei. Fjármálavit, sem eru þeir sem við gerðum dílinn við, og ég hef einungis verið í samskiptum við þeirra verkefnastjóra, er í eigu Samtaka fjármálafyrirtækja sem standa fyrir sextíu fjármálafyrirtæki. Þetta er eins breitt og það verður.“ Þættirnir sem báru nafnið Klink voru sýndir seint á síðasta ári og voru í umsjón Júlí Heiðars Halldórssonar og Þórdísar Birnu Borgarsdóttur. Ekki um að ræða auglýsingu fyrir fjármálastofnanir Snærós segir að ekkert sé fjallað í þáttunum um kjör einstakra fjármálafyrirtækja og að alls hlutleysis hafi verið gætt. Til að mynda sé ekki talað um það hvar fólk geti fengið hagstæðustu vextina eða lánskjör. „Við veljum að fara í breiðari átt. Þetta er ekki auglýsing, þetta eru ekki hagsmunir eins eða neins.“ Aðspurð hvort að það hafi komið skýrt fram í þáttunum að þeir væru fjármagnaðir að hluta af félagi á vegum fjármálafyrirtækja, tryggingafélaga og lífeyrissjóða segir hún það hafi komið skýrt fram í lok hvers einasta þáttar að þeir væru unnir í samstarfi við Fjármálavit. Þættirnir ekki keypt umfjöllun „Það er mjög skýrt, alveg eins og í öllum öðrum þáttum ef þeir eru unnir í samstarfi við einhvern þá þýðir það að þarna eru sameiginlegar fjárhagslegar skuldbindingar.“ Snærós ítrekar að ekki sé um keypta umfjöllun að ræða og að RÚV hafi haft fullkomið ritstjórnarlegt sjálfstæði við framleiðslu þáttanna. „Ef þetta væri kostun þá hefði MS eða einhver haft samband við okkur og borgað okkur peninga til þess að búa til kynningarefni fyrir sig. Það er ekki það sem þetta er, bara engan veginn.“ Einnig segir hún að RÚV sé óheimilt að senda út kostað efni. „Það er mjög í skýrt í lokin á kreditlista að þetta sé unnið í samstarfi við Fjármálavit og það veit þorri almennings held ég hvað það þýðir.“ Stílbragð að sleppa titlum viðmælenda Aðspurð um það hvort að það hafi verið yfirsjón að titla ekki suma viðmælendur þáttanna sem starfsmenn banka, segir Snærós að um hafi verið að ræða ákveðið stílbragð í þáttunum þar sem engir viðmælendur báru titil. „Kannski hefði verið betra ef það hefði staðið hjá hvaða fyrirtækjum þeir vinna , en aftur engar markaðslegar tölur eru þarna, svo að þeir eru fyrst og fremst fengnir sem sérfræðingar.“
Fjölmiðlar Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira