Akureyrarbær mátti ekki afturkalla ráðningu í starf verkefnastjóra upplýsingamiðlunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 22:51 Umboðsmaður beindi þeim tilmælum til Akureyrarbæjar að leita leiða til að rétta hlut konunnar og taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram koma í álitinu. vísir/vilhelm Akureyrarbæ var ekki heimilt að afturkalla ráðningu konu í starf verkefnastjóra upplýsingamiðlunar hjá bænum eftir að henni hafði verið tilkynnt um ráðninguna. Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis sem birt hefur álit sitt á vefnum en fyrst var greint frá á vef RÚV. Í áliti umboðsmanns kemur fram að konunni hafi verið boðið starfið að loknu ráðningarferli. Skömmu síðar hafi Akureyrarbær hins vegar tilkynnt henni að ekki gæti orðið af ráðningunni vegna þess að háskólapróf konunnar væri annars eðlis en gengið hefði verið út frá þegar umsóknir um starfið voru metnar. Laut athugun umboðsmanns að því menntunarskilyrði sem bærinn ákvað að leggja til grundvallar ráðningunni auk málsmeðferðar sveitarfélagsins við undirbúning þess að ráðning konunnar var afturkölluð. Þegar starfið var auglýst í febrúar 2019 var eitt skilyrðið að umsækjendur hefðu háskólapróf sem nýttist í starfi. Konan sem ráðin var hafði meðal annars lokið einu ári í grunnnámi við Háskóla Íslands og síðar lokaprófi í tveggja ára blaðamennskunámi við norskan háskóla. Rök bæjarins fyrir því að afturkalla ráðninguna voru þau að konan hefði ekki lokið BA-, BS-prófi eða sambærilegu prófi en litið hefði verið svo á að skilyrðið um „háskólapróf“ í auglýsingunni hefði falið það í sér. Ekki minnst á bakkalárpróf í auglýsingunni Að mati umboðsmanns er Akureyrarbær bundinn af orðalaginu í auglýsingunni og getur ekki breytt hæfniskröfunum fyrir starfið eftir á. Ekki hafi verið minnst á bakkalárpróf í auglýsingunni og hugtakið „háskólapróf“ væri almennt ekki skilið svo að þar væri eingöngu um að ræða bakkalárpróf. „Þar þyrfti m.a. að líta til þess að prófgráðum við háskóla gæti lokið á styttri tíma en þau teldust engu að síður fullnaðarpróf, og þá eftir atvikum í samræmi við kröfur sem gerðar hefðu verið á þeim tíma sem þeim var lokið. Af því leiddi, með hliðsjón af gögnum málsins, að ekki yrði annað ráðið en að A hafi uppfyllt það skilyrði að vera með háskólapróf þar sem hún hefði lokið tveggja ára námi í blaðamennsku á háskólastigi. Jafnframt hefði orðalag auglýsingar um starfið ekki gefið ótvírætt til kynna þá ætlan sveitarfélagsins að krefjast bakkalárprófs,“ segir á vef umboðsmanns. Það er því niðurstaða umboðsmanns að sveitarfélagið hafi brostið skilyrði til þess að afturkalla ráðningu á þeim grundvelli sem það var gert. Enn fremur benti umboðsmaður á það að við undirbúning þess að ráðningin var afturkölluð hefði bærinn látið hjá líða að tilkynna konunni með skýrum og ótvíræðum hætti að til stæði að afturkalla ráðninguna og veita henni tiltekinn frest til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Málsmeðferðin hefði því að þessu leyti ekki verið í samræmi við rannsóknarreglu og andmælareglu stjórnsýslulaga. Umboðsmaður beindi þeim tilmælum til Akureyrarbæjar að leita leiða til að rétta hlut konunnar og taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram koma í álitinu. Akureyri Stjórnsýsla Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Akureyrarbæ var ekki heimilt að afturkalla ráðningu konu í starf verkefnastjóra upplýsingamiðlunar hjá bænum eftir að henni hafði verið tilkynnt um ráðninguna. Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis sem birt hefur álit sitt á vefnum en fyrst var greint frá á vef RÚV. Í áliti umboðsmanns kemur fram að konunni hafi verið boðið starfið að loknu ráðningarferli. Skömmu síðar hafi Akureyrarbær hins vegar tilkynnt henni að ekki gæti orðið af ráðningunni vegna þess að háskólapróf konunnar væri annars eðlis en gengið hefði verið út frá þegar umsóknir um starfið voru metnar. Laut athugun umboðsmanns að því menntunarskilyrði sem bærinn ákvað að leggja til grundvallar ráðningunni auk málsmeðferðar sveitarfélagsins við undirbúning þess að ráðning konunnar var afturkölluð. Þegar starfið var auglýst í febrúar 2019 var eitt skilyrðið að umsækjendur hefðu háskólapróf sem nýttist í starfi. Konan sem ráðin var hafði meðal annars lokið einu ári í grunnnámi við Háskóla Íslands og síðar lokaprófi í tveggja ára blaðamennskunámi við norskan háskóla. Rök bæjarins fyrir því að afturkalla ráðninguna voru þau að konan hefði ekki lokið BA-, BS-prófi eða sambærilegu prófi en litið hefði verið svo á að skilyrðið um „háskólapróf“ í auglýsingunni hefði falið það í sér. Ekki minnst á bakkalárpróf í auglýsingunni Að mati umboðsmanns er Akureyrarbær bundinn af orðalaginu í auglýsingunni og getur ekki breytt hæfniskröfunum fyrir starfið eftir á. Ekki hafi verið minnst á bakkalárpróf í auglýsingunni og hugtakið „háskólapróf“ væri almennt ekki skilið svo að þar væri eingöngu um að ræða bakkalárpróf. „Þar þyrfti m.a. að líta til þess að prófgráðum við háskóla gæti lokið á styttri tíma en þau teldust engu að síður fullnaðarpróf, og þá eftir atvikum í samræmi við kröfur sem gerðar hefðu verið á þeim tíma sem þeim var lokið. Af því leiddi, með hliðsjón af gögnum málsins, að ekki yrði annað ráðið en að A hafi uppfyllt það skilyrði að vera með háskólapróf þar sem hún hefði lokið tveggja ára námi í blaðamennsku á háskólastigi. Jafnframt hefði orðalag auglýsingar um starfið ekki gefið ótvírætt til kynna þá ætlan sveitarfélagsins að krefjast bakkalárprófs,“ segir á vef umboðsmanns. Það er því niðurstaða umboðsmanns að sveitarfélagið hafi brostið skilyrði til þess að afturkalla ráðningu á þeim grundvelli sem það var gert. Enn fremur benti umboðsmaður á það að við undirbúning þess að ráðningin var afturkölluð hefði bærinn látið hjá líða að tilkynna konunni með skýrum og ótvíræðum hætti að til stæði að afturkalla ráðninguna og veita henni tiltekinn frest til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Málsmeðferðin hefði því að þessu leyti ekki verið í samræmi við rannsóknarreglu og andmælareglu stjórnsýslulaga. Umboðsmaður beindi þeim tilmælum til Akureyrarbæjar að leita leiða til að rétta hlut konunnar og taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram koma í álitinu.
Akureyri Stjórnsýsla Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira