Enn mjótt á munum hjá Demókrötum í Iowa Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. febrúar 2020 18:30 Hér má sjá hvað hver frambjóðandi fær af svokölluðum ríkisfulltrúaígildum. Vísir/Hafsteinn Niðurstöður úr prófkjöri Demókrata í Iowa fyrir bandarísku forsetakosningarnar fóru loks að berast í gærkvöldi eftir langa töf. Mjótt er á munum á milli efstu frambjóðenda. Tölur frá 71 prósenti kjörstaða hafa verið birtar og þótt of snemmt sé að lýsa yfir sigri nokkurs frambjóðanda er ljóst að fyrrverandi borgarstjórinn Pete Buttigieg og öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders komu best út. Óvenjulegt kosningakerfi Kosningakerfið í Iowa er þannig að fólk skiptir sér upp í hópa á kjörstað eftir því hvaða frambjóðanda það styður. Til að vinna sér inn fulltrúa þarf að fá fimmtán prósent atkvæða. Eftir fyrstu talningu má skipta um hóp, til dæmis ef frambjóðandi naut ekki nægilegs stuðnings. Fjöldi atkvæða er svo nýttur, og staðsetning þeirra, til að reikna út svokölluð ríkisfulltrúaígildi. Við þessi ígildi er stuðst í útreikningum á því hvað frambjóðendur hafa unnið sér inn marga fulltrúa á landsfund Demókrata. Þetta er það sem er raunverulega keppst um. Atkvæðin skiptust svona. Það er að segja eftir að fólk fékk tækifæri til að skipta um hóp á kjörstað.Vísir/Hafsteinn Misvægi atkvæða Staðan í Iowa með tilliti til ríkisfulltrúaígilda samkvæmt nýjustu tölum erþannig að Buttigieg er efstur, svo Sanders. Elizabeth Warren, Joe Biden og Amy Klobuchar þar á eftir. En ef við lítum til atkvæðafjölda er Sanders aftur á móti efstur. Þetta skýrist af misvægi atkvæða. Verði úrslitin þessi munu Buttigieg og Sanders báðir fá ellefu fulltrúa. Þeir voru því báðir hressir með niðurstöðurnar. „Ég get stoltur sagt ykkur að í Iowa fengum við fleiri atkvæði í fyrstu og annari lotu en nokkur annar frambjóðandi,“ sagði Sanders í gærkvöldi. „Þótt endanlegar tölur liggi ekki fyrir eru komnar niðurstöður frá meirihluta kjörstaða. Þær sýna að við erum í fyrsta sæti,“ sagði Buttigieg. Iowa er búið að kjósa. Næst er komið að New Hampshire, svo Nevada og þá Suður-Karólínu. Þarna eru þeir Bernie og Biden sterkir.Vísir/Hafsteinn Nóg eftir Prófkjörinu er þó hvergi nærri lokið. Á þriðjudag verður kosið í New Hampshire. Þar hefur Sanders verið að mælast með gott forskot. 22. febrúar er förinni svo heitið til Nevada þar sem kannanir sýna Biden efstan. Hann mælist einnig efstur í Suður-Karólínu en þar er kosið þann 29. febrúar. Stærsti dagurinn í náinni framtíð er svo hinn svokallaði ofurþriðjudagur, 3. mars, þar sem kosið er í fjórtán ríkjum í einu. Eftir það verða línurnar farnar að skýrast. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Buttigieg efstur í forvali Demókrata sem stendur Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, er sem stendur efstur í forvali Demókrataflokksins í Iowa fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember næstkomandi. 4. febrúar 2020 22:29 Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00 Hætta við að nota forrit sem setti forval í Iowa í uppnám Ekki er búist við endanlegum úrslitum í forvali demókrata í Iowa fyrr en í fyrsta lagi síðar í dag. Göllum í snjallforriti hefur verið kennt um tafirnar. 5. febrúar 2020 12:00 Vonast til þess að úrslit í fyrsta forvali demókrata liggi fyrir í dag Ringulreið ríkir um úrslit fyrsta forvals demókrata fyrir forsetakosningarnar vegna misræmis í tilkynningum kjörstaða um tölur. 4. febrúar 2020 10:20 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Niðurstöður úr prófkjöri Demókrata í Iowa fyrir bandarísku forsetakosningarnar fóru loks að berast í gærkvöldi eftir langa töf. Mjótt er á munum á milli efstu frambjóðenda. Tölur frá 71 prósenti kjörstaða hafa verið birtar og þótt of snemmt sé að lýsa yfir sigri nokkurs frambjóðanda er ljóst að fyrrverandi borgarstjórinn Pete Buttigieg og öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders komu best út. Óvenjulegt kosningakerfi Kosningakerfið í Iowa er þannig að fólk skiptir sér upp í hópa á kjörstað eftir því hvaða frambjóðanda það styður. Til að vinna sér inn fulltrúa þarf að fá fimmtán prósent atkvæða. Eftir fyrstu talningu má skipta um hóp, til dæmis ef frambjóðandi naut ekki nægilegs stuðnings. Fjöldi atkvæða er svo nýttur, og staðsetning þeirra, til að reikna út svokölluð ríkisfulltrúaígildi. Við þessi ígildi er stuðst í útreikningum á því hvað frambjóðendur hafa unnið sér inn marga fulltrúa á landsfund Demókrata. Þetta er það sem er raunverulega keppst um. Atkvæðin skiptust svona. Það er að segja eftir að fólk fékk tækifæri til að skipta um hóp á kjörstað.Vísir/Hafsteinn Misvægi atkvæða Staðan í Iowa með tilliti til ríkisfulltrúaígilda samkvæmt nýjustu tölum erþannig að Buttigieg er efstur, svo Sanders. Elizabeth Warren, Joe Biden og Amy Klobuchar þar á eftir. En ef við lítum til atkvæðafjölda er Sanders aftur á móti efstur. Þetta skýrist af misvægi atkvæða. Verði úrslitin þessi munu Buttigieg og Sanders báðir fá ellefu fulltrúa. Þeir voru því báðir hressir með niðurstöðurnar. „Ég get stoltur sagt ykkur að í Iowa fengum við fleiri atkvæði í fyrstu og annari lotu en nokkur annar frambjóðandi,“ sagði Sanders í gærkvöldi. „Þótt endanlegar tölur liggi ekki fyrir eru komnar niðurstöður frá meirihluta kjörstaða. Þær sýna að við erum í fyrsta sæti,“ sagði Buttigieg. Iowa er búið að kjósa. Næst er komið að New Hampshire, svo Nevada og þá Suður-Karólínu. Þarna eru þeir Bernie og Biden sterkir.Vísir/Hafsteinn Nóg eftir Prófkjörinu er þó hvergi nærri lokið. Á þriðjudag verður kosið í New Hampshire. Þar hefur Sanders verið að mælast með gott forskot. 22. febrúar er förinni svo heitið til Nevada þar sem kannanir sýna Biden efstan. Hann mælist einnig efstur í Suður-Karólínu en þar er kosið þann 29. febrúar. Stærsti dagurinn í náinni framtíð er svo hinn svokallaði ofurþriðjudagur, 3. mars, þar sem kosið er í fjórtán ríkjum í einu. Eftir það verða línurnar farnar að skýrast.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Buttigieg efstur í forvali Demókrata sem stendur Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, er sem stendur efstur í forvali Demókrataflokksins í Iowa fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember næstkomandi. 4. febrúar 2020 22:29 Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00 Hætta við að nota forrit sem setti forval í Iowa í uppnám Ekki er búist við endanlegum úrslitum í forvali demókrata í Iowa fyrr en í fyrsta lagi síðar í dag. Göllum í snjallforriti hefur verið kennt um tafirnar. 5. febrúar 2020 12:00 Vonast til þess að úrslit í fyrsta forvali demókrata liggi fyrir í dag Ringulreið ríkir um úrslit fyrsta forvals demókrata fyrir forsetakosningarnar vegna misræmis í tilkynningum kjörstaða um tölur. 4. febrúar 2020 10:20 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Buttigieg efstur í forvali Demókrata sem stendur Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, er sem stendur efstur í forvali Demókrataflokksins í Iowa fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember næstkomandi. 4. febrúar 2020 22:29
Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00
Hætta við að nota forrit sem setti forval í Iowa í uppnám Ekki er búist við endanlegum úrslitum í forvali demókrata í Iowa fyrr en í fyrsta lagi síðar í dag. Göllum í snjallforriti hefur verið kennt um tafirnar. 5. febrúar 2020 12:00
Vonast til þess að úrslit í fyrsta forvali demókrata liggi fyrir í dag Ringulreið ríkir um úrslit fyrsta forvals demókrata fyrir forsetakosningarnar vegna misræmis í tilkynningum kjörstaða um tölur. 4. febrúar 2020 10:20