Lengstu geimdvöl konu lauk í morgun Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2020 12:00 Koch var alsæl þegar hún fann fyrir sólargeislum á eigin skinni í fyrsta skipti í tæpa ellefu mánuði í morgun. Vísir/EPA Bandaríski geimfarinn Christina Koch lauk hátt í árslangri dvöl í geimnum þegar hún og tveir félagar hennar lentu heilu og höldnu á gresjum Kasakstans í morgun. Koch sló met yfir lengstu samfelldu geimdvöl konu og var aðeins tólf dögum frá lengstu geimdvöl Bandaríkjamanns. Alls dvaldi Koch 328 daga, tæplega ellefu mánuði, um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðina. Hún sló fyrra met Peggy Whitson, annars bandarísks geimfara, sem var 289 dagar 28. desember. Scott Kelly á metið fyrir bandaríska geimfara, 340 daga frá 2015 til 2016. Whitson heldur enn metinu sem sú kona sem hefur dvalið lengst allra í geimnum sem hún setti í þremur geimferðum frá 2002 til 2017, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Geimför Koch hófst 14. mars í fyrra en upphaflega átti dvöl hennar í geimstöðinni að standa yfir í sex mánuði eins og hefðbundið er. Dvölin var framlengd í apríl þegar flækjur komu upp í skipulagningu á geimskotum. Á meðan á dvölinni stóð fór Koch 5.248 hringi um jörðina og ferðaðist 223 milljónir kílómetra. Til samanburðar eru um 286 milljónir kílómetrar að meðaltali á milli jarðarinnar og Mars. Koch lenti í rússneskri Soyuz-geimferju ásamt Luca Parmitano frá Ítölsku geimstofnunni og Aleksandr Skvortsov frá Rússnesku geimstofnuninni í Kasakstan eftir klukkan níu í morgun að íslenskum tíma. Heimamenn í Kasakstan tóku á móti geimferjunni á hestbaki í morgun.Vísir/EPA „Það þyrmir svo yfir mig og ég er svo hamingjusöm núna,“ sagði Koch við fréttamenn þegar hún var komin út úr ferjunni skömmu eftir lendinguna. Hún skráði sig einnig í sögubækurnar í október þegar hún og Jessica Meir, annar bandarískur geimfari, fóru saman í geimgöngu fyrir utan geimstöðina. Það var í fyrsta skipti sem allir geimfarar sem tóku þátt í geimgöngu voru konur. „Fyrir mér snýst þetta allt um heiðurinn sem ég upplifi að feta í fótspor hetjanna minna,“ sagði Koch við fréttamenn í beinni útsendingu frá geimstöðinni í síðustu viku og lagði áherslu á að hún vildi veita nýrri kynslóð geimfara innblástur. Koch er 41 árs gömul, fædd í Michigan árið 1979 og alin upp í Norður-Karólínu. Hún er eðlis- og rafmagnsverkfræðingur að mennt. Koch var engu að síður fjarri því að slá metið yfir lengstu samfelldu geimdvöl allra tíma. Þann heiður á rússneski geimfarinn Valerí Poljakov sem dvaldi í rúmlega 437 daga um borð í rússnesku geimstöðinni Mír frá 1994 til 1995. .@Astro_Christina is back on Earth after 328 days living in space. https://t.co/yuOTrYN8CV pic.twitter.com/SU1Vi1W4XU— Intl. Space Station (@Space_Station) February 6, 2020 Bandaríkin Geimurinn Kasakstan Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira
Bandaríski geimfarinn Christina Koch lauk hátt í árslangri dvöl í geimnum þegar hún og tveir félagar hennar lentu heilu og höldnu á gresjum Kasakstans í morgun. Koch sló met yfir lengstu samfelldu geimdvöl konu og var aðeins tólf dögum frá lengstu geimdvöl Bandaríkjamanns. Alls dvaldi Koch 328 daga, tæplega ellefu mánuði, um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðina. Hún sló fyrra met Peggy Whitson, annars bandarísks geimfara, sem var 289 dagar 28. desember. Scott Kelly á metið fyrir bandaríska geimfara, 340 daga frá 2015 til 2016. Whitson heldur enn metinu sem sú kona sem hefur dvalið lengst allra í geimnum sem hún setti í þremur geimferðum frá 2002 til 2017, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Geimför Koch hófst 14. mars í fyrra en upphaflega átti dvöl hennar í geimstöðinni að standa yfir í sex mánuði eins og hefðbundið er. Dvölin var framlengd í apríl þegar flækjur komu upp í skipulagningu á geimskotum. Á meðan á dvölinni stóð fór Koch 5.248 hringi um jörðina og ferðaðist 223 milljónir kílómetra. Til samanburðar eru um 286 milljónir kílómetrar að meðaltali á milli jarðarinnar og Mars. Koch lenti í rússneskri Soyuz-geimferju ásamt Luca Parmitano frá Ítölsku geimstofnunni og Aleksandr Skvortsov frá Rússnesku geimstofnuninni í Kasakstan eftir klukkan níu í morgun að íslenskum tíma. Heimamenn í Kasakstan tóku á móti geimferjunni á hestbaki í morgun.Vísir/EPA „Það þyrmir svo yfir mig og ég er svo hamingjusöm núna,“ sagði Koch við fréttamenn þegar hún var komin út úr ferjunni skömmu eftir lendinguna. Hún skráði sig einnig í sögubækurnar í október þegar hún og Jessica Meir, annar bandarískur geimfari, fóru saman í geimgöngu fyrir utan geimstöðina. Það var í fyrsta skipti sem allir geimfarar sem tóku þátt í geimgöngu voru konur. „Fyrir mér snýst þetta allt um heiðurinn sem ég upplifi að feta í fótspor hetjanna minna,“ sagði Koch við fréttamenn í beinni útsendingu frá geimstöðinni í síðustu viku og lagði áherslu á að hún vildi veita nýrri kynslóð geimfara innblástur. Koch er 41 árs gömul, fædd í Michigan árið 1979 og alin upp í Norður-Karólínu. Hún er eðlis- og rafmagnsverkfræðingur að mennt. Koch var engu að síður fjarri því að slá metið yfir lengstu samfelldu geimdvöl allra tíma. Þann heiður á rússneski geimfarinn Valerí Poljakov sem dvaldi í rúmlega 437 daga um borð í rússnesku geimstöðinni Mír frá 1994 til 1995. .@Astro_Christina is back on Earth after 328 days living in space. https://t.co/yuOTrYN8CV pic.twitter.com/SU1Vi1W4XU— Intl. Space Station (@Space_Station) February 6, 2020
Bandaríkin Geimurinn Kasakstan Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira