Foreldrar transbarna í öngum sínum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 15:30 María Bjarnadóttir er móðir transstúlku. Það geti verið lífshættulegt fyrir börnin fái ekki þá þjónustu sem þau þurfa. Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi. Í Mannlífi í dag er viðtal við þrjár mæður transbarna sem eru jafnframt í stjórn hagsmunasamtaka foreldra og aðstandenda transbarna og -ungmenna á Íslandi. Þær segja uppnám ríkja meðal fjölskyldna transbarna vegna niðurskurðar á BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans. 48 trans börn og ungmenni eru skráð hjá BUGL. Tölvupóstur hafi borist til aðstandenda þar sem kom fram að frá áramótum hafi ekki verið hægt að halda úti transteymi. Transteymið gerir börnunum t.d. kleift að komast á lyf vegna hormónastarfsemi, veitir sálfræðimeðferð og heldur utan um langt og strangt ferlið sem börnin ganga í gegnum. María Bjarnadóttir er móðir transstúlku. Hún bendir á að þetta þetta gangi þvert á ný lög um kynrænt sjálfræði og að viðbótarfé í tengslum við nýju lögin hafi ekki skilað sér til BUGL. „Það stendur í lögunum að það eigi að vera þverfaglegt teymi fyrir transbörn og með þessu er verið að brjóta á þessum börnum og fjölskyldum þeirra.“ María segir að þau börn sem eru þegar komin inn á BUGL fái nú skerta þjónustu og þau börn sem eru ekki enn komin inn fari aftar í röðina. Hún segir hvern dag skipta miklu máli þegar komi að hormónameðferð og sálrænum stuðningi. „Það getur verið lífshættulegt fyrir börnin fái þau ekki þá þjónustu sem þau þurfa. Það skiptir svo miklu máli að geta verið eins og maður upplifir sig.“ Margir foreldrar hafi reynslu af því að sitja yfir börnum sínum vegna þunglyndis og sjálfsvígshættu. Hópurinn þurfi greiðan aðgang að þjónustu. „Þau hafa það ekki ef þetta teymi er lagt niður. Teymið hefur ekki verið upp á sitt besta síðustu árin, helst vegna skorts á fjármagni. Fólk er ekki tilbúið að vera í þessum störfum á þessum launum, hópurinn er búinn að minnka með árunum og endar svona - að teymið er lagt niður,“ segir María Bjarnadóttir. Börn og uppeldi Hinsegin Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi. Í Mannlífi í dag er viðtal við þrjár mæður transbarna sem eru jafnframt í stjórn hagsmunasamtaka foreldra og aðstandenda transbarna og -ungmenna á Íslandi. Þær segja uppnám ríkja meðal fjölskyldna transbarna vegna niðurskurðar á BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans. 48 trans börn og ungmenni eru skráð hjá BUGL. Tölvupóstur hafi borist til aðstandenda þar sem kom fram að frá áramótum hafi ekki verið hægt að halda úti transteymi. Transteymið gerir börnunum t.d. kleift að komast á lyf vegna hormónastarfsemi, veitir sálfræðimeðferð og heldur utan um langt og strangt ferlið sem börnin ganga í gegnum. María Bjarnadóttir er móðir transstúlku. Hún bendir á að þetta þetta gangi þvert á ný lög um kynrænt sjálfræði og að viðbótarfé í tengslum við nýju lögin hafi ekki skilað sér til BUGL. „Það stendur í lögunum að það eigi að vera þverfaglegt teymi fyrir transbörn og með þessu er verið að brjóta á þessum börnum og fjölskyldum þeirra.“ María segir að þau börn sem eru þegar komin inn á BUGL fái nú skerta þjónustu og þau börn sem eru ekki enn komin inn fari aftar í röðina. Hún segir hvern dag skipta miklu máli þegar komi að hormónameðferð og sálrænum stuðningi. „Það getur verið lífshættulegt fyrir börnin fái þau ekki þá þjónustu sem þau þurfa. Það skiptir svo miklu máli að geta verið eins og maður upplifir sig.“ Margir foreldrar hafi reynslu af því að sitja yfir börnum sínum vegna þunglyndis og sjálfsvígshættu. Hópurinn þurfi greiðan aðgang að þjónustu. „Þau hafa það ekki ef þetta teymi er lagt niður. Teymið hefur ekki verið upp á sitt besta síðustu árin, helst vegna skorts á fjármagni. Fólk er ekki tilbúið að vera í þessum störfum á þessum launum, hópurinn er búinn að minnka með árunum og endar svona - að teymið er lagt niður,“ segir María Bjarnadóttir.
Börn og uppeldi Hinsegin Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda