Dómstóll heimilar sviptingu ríkisborgararéttar Begum Sylvía Hall skrifar 7. febrúar 2020 19:42 Shamima Begum fór til Sýrlands árið 2015 til að ganga til liðs við ISIS ásamt tveimur öðrum stúlkum. Vísir/Getty Dómstóll í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að innanríkisráðherra Bretlands hafi verið heimilt að svipta hina tvítugu Shamima Begum ríkisborgararétti sínum. Begum gekk til liðs við Íslamska ríkið árið 2015, þá aðeins fimmtán ára gömul. Begum fannst í flóttabúðum í Sýrlandi í febrúar árið 2019 og var hún svipt ríkisborgararétti sínum í sama mánuði. Þá var hún langt gengin með þriðja barn sitt og vildi komast aftur heim til Bretlands. Öll börn Begum hafa látið lífið, það síðasta úr lungnabólgu. Dómstóllinn sagði yfirvöldum vera heimilt að svipta Begum ríkisborgararétti í ljósi þess að hún væri ekki án ríkisfangs þrátt fyrir sviptinguna. Samkvæmt alþjóðalögum er ólöglegt að svipta íbúa lands ríkisborgararétti ef þeir yrðu án ríkisfangs en Begum gæti fengið ríkisborgararétt í Bangladess vegna uppruna síns. Begum getur þó áfrýjað niðurstöðunni til hærra dómstigs. Þrátt fyrir niðurstöðu dómstólsins hefur utanríkisráðuneytið í Bangladess gefið það út að hún sé ekki ríkisborgari landsins. Hún væri jafnframt ekki velkomin þangað og ef hún kæmi til landsins ætti hún yfir höfði sér dauðarefsingu. „Lög Bangladesh eru mjög skýr. Hryðjuverkamenn eiga yfir höfði sér dauðarefsingu,“ sagði Abdul Momen, utanríkisráðherra Bangladess. Bretland Tengdar fréttir Dauðarefsing bíður Begum haldi hún til Bangladess Shamimu Begum, sem komst í fréttirnar fyrr á árinu þegar hún vildi snúa aftur til Bretlands eftir að hafa gengið til liðs við ISIS árið 2015, bíður dauðarefsing haldi hún til Asíuríkisins Bangladess. Begum var í febrúar svipt breskum ríkisborgararétti á grundvelli þess að hún væri einnig bangladesskur ríkisborgari 4. maí 2019 19:34 Móðir Shamimu Begum biður um miskunn Begum, sem er nú nítján ára gömul, er nú í haldi SDF í Sýrlandi eftir að hún flúði frá síðasta bæ ISIS. 11. mars 2019 18:02 Bresk stjórnvöld svipta fleiri konur ríkisborgararétti Konurnar gengu til liðs við ISIS árið 2013. 10. mars 2019 12:30 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Dómstóll í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að innanríkisráðherra Bretlands hafi verið heimilt að svipta hina tvítugu Shamima Begum ríkisborgararétti sínum. Begum gekk til liðs við Íslamska ríkið árið 2015, þá aðeins fimmtán ára gömul. Begum fannst í flóttabúðum í Sýrlandi í febrúar árið 2019 og var hún svipt ríkisborgararétti sínum í sama mánuði. Þá var hún langt gengin með þriðja barn sitt og vildi komast aftur heim til Bretlands. Öll börn Begum hafa látið lífið, það síðasta úr lungnabólgu. Dómstóllinn sagði yfirvöldum vera heimilt að svipta Begum ríkisborgararétti í ljósi þess að hún væri ekki án ríkisfangs þrátt fyrir sviptinguna. Samkvæmt alþjóðalögum er ólöglegt að svipta íbúa lands ríkisborgararétti ef þeir yrðu án ríkisfangs en Begum gæti fengið ríkisborgararétt í Bangladess vegna uppruna síns. Begum getur þó áfrýjað niðurstöðunni til hærra dómstigs. Þrátt fyrir niðurstöðu dómstólsins hefur utanríkisráðuneytið í Bangladess gefið það út að hún sé ekki ríkisborgari landsins. Hún væri jafnframt ekki velkomin þangað og ef hún kæmi til landsins ætti hún yfir höfði sér dauðarefsingu. „Lög Bangladesh eru mjög skýr. Hryðjuverkamenn eiga yfir höfði sér dauðarefsingu,“ sagði Abdul Momen, utanríkisráðherra Bangladess.
Bretland Tengdar fréttir Dauðarefsing bíður Begum haldi hún til Bangladess Shamimu Begum, sem komst í fréttirnar fyrr á árinu þegar hún vildi snúa aftur til Bretlands eftir að hafa gengið til liðs við ISIS árið 2015, bíður dauðarefsing haldi hún til Asíuríkisins Bangladess. Begum var í febrúar svipt breskum ríkisborgararétti á grundvelli þess að hún væri einnig bangladesskur ríkisborgari 4. maí 2019 19:34 Móðir Shamimu Begum biður um miskunn Begum, sem er nú nítján ára gömul, er nú í haldi SDF í Sýrlandi eftir að hún flúði frá síðasta bæ ISIS. 11. mars 2019 18:02 Bresk stjórnvöld svipta fleiri konur ríkisborgararétti Konurnar gengu til liðs við ISIS árið 2013. 10. mars 2019 12:30 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Dauðarefsing bíður Begum haldi hún til Bangladess Shamimu Begum, sem komst í fréttirnar fyrr á árinu þegar hún vildi snúa aftur til Bretlands eftir að hafa gengið til liðs við ISIS árið 2015, bíður dauðarefsing haldi hún til Asíuríkisins Bangladess. Begum var í febrúar svipt breskum ríkisborgararétti á grundvelli þess að hún væri einnig bangladesskur ríkisborgari 4. maí 2019 19:34
Móðir Shamimu Begum biður um miskunn Begum, sem er nú nítján ára gömul, er nú í haldi SDF í Sýrlandi eftir að hún flúði frá síðasta bæ ISIS. 11. mars 2019 18:02
Bresk stjórnvöld svipta fleiri konur ríkisborgararétti Konurnar gengu til liðs við ISIS árið 2013. 10. mars 2019 12:30