Ásmundur: Virðumst helst vilja fá á okkur þrjú mörk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. ágúst 2020 20:11 Ásmundur heldur enn í vonina en viðurkennir að staða Fjölnis sé orðin ansi slæm. vísir/stöð 2 sport Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, sagði að leikurinn gegn HK í dag hafi verið lýsandi fyrir tímabilið hjá Grafarvogsliðinu. Fjölnismenn töpuðu 3-1 og eru í slæmri stöðu í Pepsi Max-deild karla. „Þetta er gríðarlegt svekkelsi. Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur og mikilvæg stig undir. Á þessum tíma við höfum fengið til að fara yfir hlutina var áherslan lögð á að fækka mörkunum sem við fáum á okkur. Við höfum hjálpað hinum liðunum og fáum á okkur ódýr mörk,“ sagði Ásmundur í samtali við Vísi eftir leik. „Við fáum á okkur of mörg mörk eftir föst leikatriði og svo eru þetta gjafir. Við fórum yfir það og reyndum að spila einfaldari varnarleik og einfalda uppspilið til að reyna að fækka þessum mistökum. En svo kom seinni hálfleikurinn í dag og það sama var uppi á teningnum.“ Strax í upphafi seinni hálfleiks kom Martin Rauschenberg HK yfir með skalla eftir hornspyrnu og hin tvö mörk heimamanna komu eftir mistök gestanna. „Við fengum á okkur mark eftir hornspyrnu og ef það var ekki nóg hjálpuðum við þeim til að skora hin tvö mörkin. Við virðumst helst vilja fá á okkur þrjú mörk og ef hinir gera það ekki gerum við það fyrir þá. Og þannig er erfitt að vinna leiki. En ef við skrúfum fyrir þetta raðast stigin inn og það er nóg af stigum eftir,“ sagði Ásmundur. Fjölnir átti ágætis kafla í seinni hálfleik og annað og þriðja mark HK komu þegar Grafarvogsliðið var með yfirhöndina í leiknum. „Það er líka algengt hjá okkur. Þegar við erum líklegir til að skora koma mörkin hjá hinum. Þetta er tímapunktur sem við fáum á okkur. Við erum meðvitaðir um það og höfum reynt að vinna í því. Við þurfum að halda áfram og gera betur. Þetta var einfaldlega ekki nógu gott í dag,“ sagði Ásmundur. Fjölnismenn eru áfram á botni deildarinnar, fimm stigum frá öruggu sæti og bíða enn eftir sínum fyrsta sigri í sumar. „Með því að tapa þessum leik gerðum við okkur stöðuna mjög erfiða en ekki vonlausa og við verðum að halda áfram,“ sagði Ásmundur. Hann vonast til að geta styrkt Fjölnisliðið í félagaskiptaglugganum sem nú er opinn. „Við erum að skoða það, hvað við getum gert til að styrkja okkur. Í hinum glugganum fengum við tvo leikmenn og það var áfall að reynsluboltinn sem við fengum [Christian Sivebæk] meiddist á hné í fyrsta leik. Hann hefur ekki náð að vera með af fullum krafti og er farinn aftur heim í aðgerð,“ sagði Ásmundur. „Þannig við þurfum að skoða hvað við getum gert og munum reyna okkar besta til að styrkja liðið.“ Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun: HK - Fjölnir 3-1 | Fjölnismenn í slæmum málum eftir tap í Kórnum HK vann 3-1 sigur á botnliði Fjölnis í Pepsi Max-deild karla í dag. Staða Fjölnismanna er afar slæm en þeir eru aðeins með þrjú stig eftir tíu leiki. 16. ágúst 2020 18:56 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, sagði að leikurinn gegn HK í dag hafi verið lýsandi fyrir tímabilið hjá Grafarvogsliðinu. Fjölnismenn töpuðu 3-1 og eru í slæmri stöðu í Pepsi Max-deild karla. „Þetta er gríðarlegt svekkelsi. Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur og mikilvæg stig undir. Á þessum tíma við höfum fengið til að fara yfir hlutina var áherslan lögð á að fækka mörkunum sem við fáum á okkur. Við höfum hjálpað hinum liðunum og fáum á okkur ódýr mörk,“ sagði Ásmundur í samtali við Vísi eftir leik. „Við fáum á okkur of mörg mörk eftir föst leikatriði og svo eru þetta gjafir. Við fórum yfir það og reyndum að spila einfaldari varnarleik og einfalda uppspilið til að reyna að fækka þessum mistökum. En svo kom seinni hálfleikurinn í dag og það sama var uppi á teningnum.“ Strax í upphafi seinni hálfleiks kom Martin Rauschenberg HK yfir með skalla eftir hornspyrnu og hin tvö mörk heimamanna komu eftir mistök gestanna. „Við fengum á okkur mark eftir hornspyrnu og ef það var ekki nóg hjálpuðum við þeim til að skora hin tvö mörkin. Við virðumst helst vilja fá á okkur þrjú mörk og ef hinir gera það ekki gerum við það fyrir þá. Og þannig er erfitt að vinna leiki. En ef við skrúfum fyrir þetta raðast stigin inn og það er nóg af stigum eftir,“ sagði Ásmundur. Fjölnir átti ágætis kafla í seinni hálfleik og annað og þriðja mark HK komu þegar Grafarvogsliðið var með yfirhöndina í leiknum. „Það er líka algengt hjá okkur. Þegar við erum líklegir til að skora koma mörkin hjá hinum. Þetta er tímapunktur sem við fáum á okkur. Við erum meðvitaðir um það og höfum reynt að vinna í því. Við þurfum að halda áfram og gera betur. Þetta var einfaldlega ekki nógu gott í dag,“ sagði Ásmundur. Fjölnismenn eru áfram á botni deildarinnar, fimm stigum frá öruggu sæti og bíða enn eftir sínum fyrsta sigri í sumar. „Með því að tapa þessum leik gerðum við okkur stöðuna mjög erfiða en ekki vonlausa og við verðum að halda áfram,“ sagði Ásmundur. Hann vonast til að geta styrkt Fjölnisliðið í félagaskiptaglugganum sem nú er opinn. „Við erum að skoða það, hvað við getum gert til að styrkja okkur. Í hinum glugganum fengum við tvo leikmenn og það var áfall að reynsluboltinn sem við fengum [Christian Sivebæk] meiddist á hné í fyrsta leik. Hann hefur ekki náð að vera með af fullum krafti og er farinn aftur heim í aðgerð,“ sagði Ásmundur. „Þannig við þurfum að skoða hvað við getum gert og munum reyna okkar besta til að styrkja liðið.“
Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun: HK - Fjölnir 3-1 | Fjölnismenn í slæmum málum eftir tap í Kórnum HK vann 3-1 sigur á botnliði Fjölnis í Pepsi Max-deild karla í dag. Staða Fjölnismanna er afar slæm en þeir eru aðeins með þrjú stig eftir tíu leiki. 16. ágúst 2020 18:56 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Umfjöllun: HK - Fjölnir 3-1 | Fjölnismenn í slæmum málum eftir tap í Kórnum HK vann 3-1 sigur á botnliði Fjölnis í Pepsi Max-deild karla í dag. Staða Fjölnismanna er afar slæm en þeir eru aðeins með þrjú stig eftir tíu leiki. 16. ágúst 2020 18:56
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki