Vegna tæknilegra vandamála virkar spilarinn hér í fréttinni ekki. Hægt er að horfa á fréttatímann á sjónvarpsvef Vísis hér.
Reglur sem ferðamenn í sóttkví þurfa að fylgja hafa verið gefnar út af sóttvarnalækni. Ferðaþjónustunni stendur til boða að aðlaga sig reglunum og bjóða til að mynda upp á sóttkvíálmur á gististöðum.
Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Einnig verður farið vandlega yfir stöðuna í Hvíta-Rússlandi. Forsetakosningum þar í landi hefur verið mótmælt í viku. Prófessor í stjórnmálafræði segir að íhlutun Rússa yrði ekki síst þess til að vernda stöðu Rússlandsforseta heima fyrir.
Sýnt verður frá eldflaugaskoti í Langanesi í morgun, fjallað um heimatilbúnar grímur og rannsókn á nýtingu lúpínunnar.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.