Elísabet Gunnarsdóttir vill sjá fleiri ungar konur sem þjálfara Ísak Hallmundarson skrifar 16. ágúst 2020 13:45 Elísabet Gunnarsdóttir er á sínu tólfta tímabili í Svíþjóð. mynd/kristianstadsdff Elísabet Gunnarsdóttir er á sínu tólfta tímabili sem þjálfari Kristianstad í Damallsvenskan, úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð. Það eru fáir kvenkyns þjálfarar í efstu deild í fótbolta á Norðurlöndum. Engin kona þjálfar í efstu deild á Íslandi, Danmörku og í Færeyjum, ein þjálfar í Noregi, tvær í Svíþjóð og fimm í Finnlandi. „Horfumst í augu við staðreyndirnar, kyn skiptir enn máli og það eru enn erfiðar spurningar sem við þurfum að svara áður en jafnrétti verður að veruleika í þessum bransa,“ sagði Elísabet í viðtali við Vavel UK. Elísabet þjálfaði Val á Íslandi áður en hún fór til Svíþjóðar og gerði Val að Íslandsmeisturum fjórum sinnum á fimm árum sem þjálfari. „Ég held að aðalvandamálið sé að það er ekki litið á okkur konur sem þjálfara fyrr en við erum orðnar eldri. Liðin þurfa að ráða konur þegar þær eru yngri og hjálpa þeim að vaxa í starfi fyrr. Ég var að ráða unga konu frá Finnlandi í fullt starf þjálfara unglingaliðanna okkar í Kristianstad.“ Elísabet trúir á mikilvægi þess að trúa á sjálfan sig: „Þú verður að grípa tækifærið til að þjálfa lið, þora að gera mistök en halda trúnni á sjálfa þig. Þetta er besta og skemmtilegasta starf í heimi, en það er fyrir öllu að hafa gott fólk í kringum þig til að ná árangri. Í þessu starfi nærðu aldrei árangri einn, þetta snýst alltaf um liðsheildina,“ sagði Elísabet að lokum. Hún bætti síðan við að markmið hennar og Kristianstad á tímabilinu væri að ná einu af þremur efstu sætunum, en það veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sænski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Elísabet Gunnarsdóttir er á sínu tólfta tímabili sem þjálfari Kristianstad í Damallsvenskan, úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð. Það eru fáir kvenkyns þjálfarar í efstu deild í fótbolta á Norðurlöndum. Engin kona þjálfar í efstu deild á Íslandi, Danmörku og í Færeyjum, ein þjálfar í Noregi, tvær í Svíþjóð og fimm í Finnlandi. „Horfumst í augu við staðreyndirnar, kyn skiptir enn máli og það eru enn erfiðar spurningar sem við þurfum að svara áður en jafnrétti verður að veruleika í þessum bransa,“ sagði Elísabet í viðtali við Vavel UK. Elísabet þjálfaði Val á Íslandi áður en hún fór til Svíþjóðar og gerði Val að Íslandsmeisturum fjórum sinnum á fimm árum sem þjálfari. „Ég held að aðalvandamálið sé að það er ekki litið á okkur konur sem þjálfara fyrr en við erum orðnar eldri. Liðin þurfa að ráða konur þegar þær eru yngri og hjálpa þeim að vaxa í starfi fyrr. Ég var að ráða unga konu frá Finnlandi í fullt starf þjálfara unglingaliðanna okkar í Kristianstad.“ Elísabet trúir á mikilvægi þess að trúa á sjálfan sig: „Þú verður að grípa tækifærið til að þjálfa lið, þora að gera mistök en halda trúnni á sjálfa þig. Þetta er besta og skemmtilegasta starf í heimi, en það er fyrir öllu að hafa gott fólk í kringum þig til að ná árangri. Í þessu starfi nærðu aldrei árangri einn, þetta snýst alltaf um liðsheildina,“ sagði Elísabet að lokum. Hún bætti síðan við að markmið hennar og Kristianstad á tímabilinu væri að ná einu af þremur efstu sætunum, en það veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Sænski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn