Kórónufaraldur að draga úr vinnustaðarómantík Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 11:00 Kórónufaraldur er sagður draga enn úr því að parsambönd myndist á vinnustöðum. Vísir/Getty Að daðra á fjarfundum er augljóslega erfitt nema að um tveggja manna fund sé að ræða. Sömuleiðis hefur vinnustaðadaður ekki sömu áhrif þegar báðir starfsmenn eru með grímur. Í grein sem birt var í Economist Business fyrir helgi er þeirri spurningu velt upp hvort kórónufaraldurinn sé að draga verulega úr vinnustaðadaðri og mögulegum ástarsamböndum sem verða til innan vinnustaða. Stanford háskóli hefur fylgst með þróun vinnustaðasambanda um árabil. Samkvæmt könnunum á þeirra vegum fer samböndum þar sem fólk kynnist í vinnunni fækkandi. Má nefna að í könnun sem gerð var árið 1995 sögðust 19% aðspurðra hafa kynnst maka sínum í vinnunni. Þetta hlutfall hafði lækkað í 11% árið 2017 og er án efa enn lægra nú að mati greinahöfundar Economist Business. En hver er skýringin á þessari þróun? Ein ástæðan er sögð sú að mörg fyrirtæki eru sjálf farin að velta vöngum yfir því hversu æskileg vinnustaðasambönd eru yfir höfuð. Þessar vangaveltur hafa aukist mjög í kjölfar #metoo. Þá kannast margir vinnustaðir við þá erfiðleika sem upp geta komið í teymum ef vinnustaðasamband gengur ekki upp eða endar illa. Í slíkum aðstæðum geta vinnustaðasambönd haft áhrif á alla aðra starfsmenn. Enn önnur skýring er sögð sú að í Bandaríkjunum er það að verða æ algengara að vinnustaðir taki upp þá siðareglu innanhús hjá sér að stjórnendum er bannað að eiga í ástarsambandi við starfsfólk. Enn önnur fyrirtæki hafa bannað öll slík sambönd, óháð starfsheitum. Þá hafa ýmsir velt því fyrir sér hvaða hagsmunaárekstrar geta komið upp ef fólk kynnist í gegnum vinnuna en ekki á vinnustaðnum. Sem dæmi er tiltekið ef sölumaður tekur upp ástarsamband við starfsmann hjá birgja o.s.frv. Að sama skapi eru talsmenn sem segjast vona að kórónufaraldurinn geri ekki endanlega út um vinnustaðarómantík. Þar megi ekki gleyma því að milljónir hamingjusamra hjóna um allan heim hafi kynnst í vinnunni. Því er þó spáð að kórónufaraldurinn muni mögulega kalla á nýja nálgun í vinnustaðadaðri. Nú þurfi fólk að þreifa fyrir sér yfir handsprittbrúsum og með andlitsgrímu. Þá geri fjarlægðarmörk fólki erfitt fyrir sem langar að kynnast betur. Enn á þó eftir að koma í ljós hvað niðurstöður mælinga munu segja um þróun vinnustaðasambanda í kjölfar kórónufaraldurs. Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Að daðra á fjarfundum er augljóslega erfitt nema að um tveggja manna fund sé að ræða. Sömuleiðis hefur vinnustaðadaður ekki sömu áhrif þegar báðir starfsmenn eru með grímur. Í grein sem birt var í Economist Business fyrir helgi er þeirri spurningu velt upp hvort kórónufaraldurinn sé að draga verulega úr vinnustaðadaðri og mögulegum ástarsamböndum sem verða til innan vinnustaða. Stanford háskóli hefur fylgst með þróun vinnustaðasambanda um árabil. Samkvæmt könnunum á þeirra vegum fer samböndum þar sem fólk kynnist í vinnunni fækkandi. Má nefna að í könnun sem gerð var árið 1995 sögðust 19% aðspurðra hafa kynnst maka sínum í vinnunni. Þetta hlutfall hafði lækkað í 11% árið 2017 og er án efa enn lægra nú að mati greinahöfundar Economist Business. En hver er skýringin á þessari þróun? Ein ástæðan er sögð sú að mörg fyrirtæki eru sjálf farin að velta vöngum yfir því hversu æskileg vinnustaðasambönd eru yfir höfuð. Þessar vangaveltur hafa aukist mjög í kjölfar #metoo. Þá kannast margir vinnustaðir við þá erfiðleika sem upp geta komið í teymum ef vinnustaðasamband gengur ekki upp eða endar illa. Í slíkum aðstæðum geta vinnustaðasambönd haft áhrif á alla aðra starfsmenn. Enn önnur skýring er sögð sú að í Bandaríkjunum er það að verða æ algengara að vinnustaðir taki upp þá siðareglu innanhús hjá sér að stjórnendum er bannað að eiga í ástarsambandi við starfsfólk. Enn önnur fyrirtæki hafa bannað öll slík sambönd, óháð starfsheitum. Þá hafa ýmsir velt því fyrir sér hvaða hagsmunaárekstrar geta komið upp ef fólk kynnist í gegnum vinnuna en ekki á vinnustaðnum. Sem dæmi er tiltekið ef sölumaður tekur upp ástarsamband við starfsmann hjá birgja o.s.frv. Að sama skapi eru talsmenn sem segjast vona að kórónufaraldurinn geri ekki endanlega út um vinnustaðarómantík. Þar megi ekki gleyma því að milljónir hamingjusamra hjóna um allan heim hafi kynnst í vinnunni. Því er þó spáð að kórónufaraldurinn muni mögulega kalla á nýja nálgun í vinnustaðadaðri. Nú þurfi fólk að þreifa fyrir sér yfir handsprittbrúsum og með andlitsgrímu. Þá geri fjarlægðarmörk fólki erfitt fyrir sem langar að kynnast betur. Enn á þó eftir að koma í ljós hvað niðurstöður mælinga munu segja um þróun vinnustaðasambanda í kjölfar kórónufaraldurs.
Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira