Gylfi Þór Sigurðsson verður aftur í leikmannahópi Everton um helgina en hann er búinn að jafna sig af meiðslum.
Meiðsli í nára hafa haldið Gylfa frá síðustu tveimur leikjum Everton en staðfest var í dag að Gylfi væri orðinn klár í slaginn.
Everton mætir Watford á útivelli og endurheimtir ekki bara Íslendinginn heldur einnig þá Richarlison og Alex Iwobi.
| @Richarlison97, Gylfi Sigurdsson and @alexiwobi are all and available for Saturday! #WATEVE
— Everton (@Everton) January 30, 2020
Barcelona bauð stóra fjárhæð í Richarlison í vikunni en Everton neitaði tilboðinu. Það er sagt hafa hljóðað upp á 100 milljónir evra.
Everton hefur ekki staðið undir væntingum á tímabilinu. Liðið er í 12. sæti deildarinnar með 30 stig en Watford er í nítjánda með 23 stig.