Boris Johnson segir Brexit upphaf en ekki endi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. janúar 2020 08:15 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fylgir Brexit úr hlaði með ávarpi til þjóðar sinnar í kvöld. vísir/epa Bretland gengur úr Evrópusambandinu í dag. Þrjú og hálft eru liðin síðan breska þjóðin samþykkti Brexit í atkvæðagreiðslu þar sem afar mjótt var á mununum; 52 prósent vildu útgöngu en 48 prósent voru henni andvíg. Nú tekur við ellefu mánaða aðlögunartímabil þar sem Bretland telst vera de facto-aðili að innri markaði ESB en hvað tekur við að því loknu er óljóst. Á komandi mánuðum munu Bretar eiga í samningaviðræðum við ESB sem og EES-ríkin, þar með talið Ísland, um það hvernig framtíðarsambandi landsins við sambandið verður háttað. Það þarf til dæmis að semja um frjálsa för fólks, tolla og markaðsviðskipti og þjónustuviðskipti. Það má því segja að verkefnið framundan sé ærið. Útgangan er klukkan ellefu í kvöld en klukkustund áður, klukkan tíu, mun Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, ávarpa þjóð sína. Fjallað er um innihald ræðunnar á vef BBC þar sem segir að Johnson muni meðal annars fagna upphafi nýs tímabils. Brexit sé upphaf en ekki endir og það að slíta böndin við 27 aðildarríki ESB sé raunveruleg byrjun og breyting fyrir Breta. Lítið muni þó breytast til að byrja með á meðan aðlögunartímabilið stendur yfir. „Það mikilvægast sem þarf að segja í kvöld er að þetta er ekki endir heldur upphaf. Þetta er stund nýrrar dögunar og leiktjaldið fer upp fyrir næsta þátt. Þetta er stund raunverulegrar byrjunar og breytingar,“ mun Johnson segja í ræðunni. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Samningur vegna útgöngu Bretlands úr EES undirritaður Í dag undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu. 28. janúar 2020 16:48 Segir Bretland komið yfir „Brexit-marklínuna“ Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í kvöld frumvarp sem ætlað er að lögleiða útgöngusamning Bretlands við Evrópusambandið. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Brexit svo gott sem í höfn. 22. janúar 2020 23:40 Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Bretland gengur úr Evrópusambandinu í dag. Þrjú og hálft eru liðin síðan breska þjóðin samþykkti Brexit í atkvæðagreiðslu þar sem afar mjótt var á mununum; 52 prósent vildu útgöngu en 48 prósent voru henni andvíg. Nú tekur við ellefu mánaða aðlögunartímabil þar sem Bretland telst vera de facto-aðili að innri markaði ESB en hvað tekur við að því loknu er óljóst. Á komandi mánuðum munu Bretar eiga í samningaviðræðum við ESB sem og EES-ríkin, þar með talið Ísland, um það hvernig framtíðarsambandi landsins við sambandið verður háttað. Það þarf til dæmis að semja um frjálsa för fólks, tolla og markaðsviðskipti og þjónustuviðskipti. Það má því segja að verkefnið framundan sé ærið. Útgangan er klukkan ellefu í kvöld en klukkustund áður, klukkan tíu, mun Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, ávarpa þjóð sína. Fjallað er um innihald ræðunnar á vef BBC þar sem segir að Johnson muni meðal annars fagna upphafi nýs tímabils. Brexit sé upphaf en ekki endir og það að slíta böndin við 27 aðildarríki ESB sé raunveruleg byrjun og breyting fyrir Breta. Lítið muni þó breytast til að byrja með á meðan aðlögunartímabilið stendur yfir. „Það mikilvægast sem þarf að segja í kvöld er að þetta er ekki endir heldur upphaf. Þetta er stund nýrrar dögunar og leiktjaldið fer upp fyrir næsta þátt. Þetta er stund raunverulegrar byrjunar og breytingar,“ mun Johnson segja í ræðunni.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Samningur vegna útgöngu Bretlands úr EES undirritaður Í dag undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu. 28. janúar 2020 16:48 Segir Bretland komið yfir „Brexit-marklínuna“ Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í kvöld frumvarp sem ætlað er að lögleiða útgöngusamning Bretlands við Evrópusambandið. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Brexit svo gott sem í höfn. 22. janúar 2020 23:40 Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Samningur vegna útgöngu Bretlands úr EES undirritaður Í dag undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu. 28. janúar 2020 16:48
Segir Bretland komið yfir „Brexit-marklínuna“ Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í kvöld frumvarp sem ætlað er að lögleiða útgöngusamning Bretlands við Evrópusambandið. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Brexit svo gott sem í höfn. 22. janúar 2020 23:40
Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53